Eins og ég sagði þá er ég ekki alveg að fíla þessa útmánuði...kalt, dimmt, blautt, kalt og dimmt!!
Við Helgi fórum út í morgun rétt fyrir 10 og það var kolniðamyrkur, á meðan elsku prinsinn svaf sæll og glaður í vagninum barðist mamman litla við að standa í lappirnar í hálkunni. Það er fátt eins líkt belju á svelli eins og mjólkandi móðir úti með vagn í hálkunni!! Ekki skánaði það í vindhviðunum þegar vagninn tók á sig vind, þá var ég ekki alveg við stjórn...skautaði bara stjórnlaust á eftir vagninum!! Hefði örugglega flissað hefði ég séð sjálfa mig á göngu :þ
Vitið þið að það eru 83 dagar í næsta almennilega frí (þó að ég sé enn í orlofi) !!! 83 dagar í Skírdag, þá fyrst eftir páska fer allt að lifna við aftur og vorið lætur á sér kræla...eftir 83 daga. Held að maður verði nauðsynlega að finna upp á sem flestu sniðugu og skemmtilegu til að hafa fyrir stafni þangað til og reyna að fá þessa myrku mygluðu mánuði til að líða soldið hraðar.
Strax eftir jólin fer ég að bíða eftir að sjá fyrstu krókusana bora sig upp úr jörðinni :D