Miss Ülrich
E-Mail Linkur Gegn ofbeldi



Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lí­sa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar



Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp


Karen


...Mælir með:
Að vera mamma:D

...ER Að LESA:

-The Amazing Maurice and His Educated Rodents eftir Terry Pratchett. Köttur og rottuhópur öðlast skyndilega mikla greind og geta talað. Þau fá í lið með sér strákling sem spilar á flautu og fara að pretta peninga út úr fólki. Bráðskemmtilegt!!




Lilypie 1st Birthday Ticker

Nýlegir póstar

  • It´s facebook...
  • Back to school...
  • What to say, what to say?
  • Restart...
  • X-mas
  • Ages....
  • Here I come...
  • Bloggeddy blogg...
  • Lucky numbers
  • Clever mouse...

  • Eldri póstar

  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • desember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • september 2006
  • október 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • september 2007
  • október 2007
  • nóvember 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • febrúar 2008
  • mars 2008
  • apríl 2008
  • maí 2008
  • júní 2008
  • júlí 2008
  • ágúst 2008
  • september 2008
  • desember 2008
  • janúar 2009
  • mars 2009









  • laugardagur, september 30, 2006


    Once upon a time....

    Þegar ég var lítil þá fékk ég Grimms ævintýrin í æð óritskoðuð og hardcore, ljóti Úlfurinn át ömmu, Rauðhettu og alla kiðlingana með bestu lyst og fékk að gjalda fyrir það með því að vera ristur á hol, fylltur af grjóti og drekkt í næsta brunni... eftir á að hyggja þá var það ekki sérlega skynsamlegt að menga eina vatnsbólið með úlfshræi þannig að í raun sigraði úlfurinn þegar hinar sögurhetjurnar drukku vatnið sem hann flaut um dauður í og dóu öll úr niðurgangi.
    Stjúpa hennar Mjallhvítar drap mömmu hennar og vildi láta skera hjartað úr Mjallhvíti til að éta það, hún fékk líka sín maklegu málagjöld en það fór eftir sögumanninum hvort að hún var klædd í glóandi járnskó og látin dansa þar til hún hneig dauð niður eða útlimirnir bundnir við hross sem síðan fóru á sprett þar til hún slitnaði í 4 bita!
    Maður getur í raun ekki annað en dáðst að því að maður sé ekki klikkaðari en raun ber vitni.
    Ástæðan fyrir því að ég er að hugsa um ævintýri er sú að ég hitti litla frænda minn í gær og við vorum að púsla. Mamma lánaði okkur forláta ættardjásn sem er kubbapúsl. Einhver formóðir mín keypti þetta púsl sem öll börn í ættinni hafa fengið að leika sér með. Það fer svo eftir því hvernig kubbunum er raðað hvaða mynd kemur úr ævintýrinu um Hans og Grétu. Við lilli púsluðum og ég byrjaði" einu sinni fyrir langa löngu var skógarhöggsmaður sem átti 2 börn sem hétu Hans og Gréta." Svo fór ég að hugsa "kannski er þetta ekki nógu sniðug saga fyrir tæplega 4 ára barn". Já einmitt, pabbi og stjúpa Hans og Grétu yfirgáfu þau út í skógi ekki einu sinni ekki tvisvar heldur þrisvar, þau urðu næstum villidýrum að bráð, þau fundu sætabrauðshús úti skógi, þau smökkuðu húsið og þá kom ljót og vond norn og hneppti þau í prísund. Hún læsti Hans inni og reyndi að fita hann til að geta étið hann, Grétu pyntaði hún með húsverkum (hið óendalega kúgunartæki kvenþjóðarinnar), krakkarnir sluppu og hrintu norninni inní ofn þar sem hún dó (hin sívinsæla nornabrenna), síðan létu krakkarnir greipar sópa og stungu af með allar gersemir nornarinnar og héldu heim á leið. Á meðan þau höfðu verið í burtu þá vildi svo heppilega til að stjúpa þeirra dó og þau lifðu hamingjusöm til æviloka því að pabbi þeirra hafði hvort eð er aldrei verið spenntur fyrir að skilja þau eftir úti í skógi.
    Nei sagan var ritskoðuð í hvelli og var ekki nærri því eins krassandi þegar ég var búin að laga hana til.
    Ég tók árið 2001 æsispennandi kúrs í HÍ sem að heitir þjóðfræði samtímans þar sem að Grimms ævintýrin skipuðu stóran sess. Þjóðfræðingar hafa legið yfir þessum ævintýrum og greint þau sundur og saman og fundið endalaust mikið af táknrænu dóti í þeim. Það ævintýri sem mest hefur verið skoðað og fær flesta þjóðfræðinga til að slefa að akademískri alsælu er ævintýrið um Rauðhettu. Í þessum kúrs lásum við fullt af útgáfum af þessu ævintýri og horfðum svo á tvær bíómyndir sem að eru öðruvísi nálgun á sögunni.
    Annars vegar var það The Company of Wolves þar sem að Angela Lansbury leikur ömmu en sú mynd er einmitt full af alls konar táknum en þó sérstaklega um frelsun kvenna undan kynferðislegum höftum og staðnaðra hugmynda um stöðu og hlutverk í samfélaginu ( þori að veðja að þið vissuð ekki að það er málið með Rauðhettu).
    Hin myndin var whitetrash getto útgáfa af Rauðhettu sem heitir Freeway og skartar stjörnunum Reese Witherspoon og Kiefer Sutherland.
    Báðar rosalega skemmtilegar og gaman að horfa á þær þegar maður veit að þetta er ævintýrið um Rauðhettu. Ég mæli með því að þið kíkið á þær en ég myndi ekki mæla með hvorugri fyrir börn eða viðkvæmar sálir og það er alveg spurning hvort ekki er hægt að segja það sama um upprunalega ævintýrið....



    Þau áttu börn og buru,
    grófu rætur og muru.
    Smjörið rann og roðið brann,
    sagan upp á hvern mann sem hlíða kann.
    Brenni ég þeim í kolli baun sem ekki gjalda mér sögulaun,
    fyrr í dag en á morgun.
    Köttur úti í mýri,setti upp á sig stýri,úti er ævintýri.


    - Játaði Karen


    föstudagur, september 29, 2006


    Let´s get real people

    Ég er óstjórnlega forvitin, ég hef á tilfinningunni að það sé ein aðalástæðan fyrir því að ég er örfáa mánuði frá því að verða MANNFRÆÐINGUR. Ég er heilluð af fólki, og stend sjálfa mig að því að vera næstum stanslaust að velta fyrir mér hvað fólk er að hugsa, hvert það er að fara, hvernig því líður og hvað mann það hefur að geyma.
    Ég er líka eins og áður hefur komið fram hér á þessu bloggi að ég er soldið mikið fyrir instant gratification. Ég vil fá verðlaunin mín strax.........
    Ég til dæmis er alltaf búin að athuga hverjir vinna alla veruleikaþætti í heiminum, ég veit hver verður America´s next top model, ég veit hver verður The Contender, ég reyndi að athuga hver vinnur Survivor en það er svo nýjir þættir að það tókst ekki. Mesta klikkunin er sú að ég þarf líka að vita hverjir vinna þættina sem ég horfi ekki einu sinni á!!
    Svo geri ég Óla geðveikan með því að vera alltaf að bjóða honum að vita líka hver vinnur, þegar hann ósköp rólegur bíður eftir úrslitnum. Já það er sannarlega margt skrítið í Karenarhausnum :þ
    í dag er ég ótrúlega hress og fersk, mætti galvösk í gymmið í morgun og spretti úr spori ásamt herskara sveittra kvenna. Ó ljúfa líf! Síðasti dagurinn í september og einn uppáhaldsmánuðurinn minn að byrja. Helgin framundan, Hlynur krúsí að koma og bara almenn gleði in Karen´s world!

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, september 28, 2006


    Miss Rape and Violence

    Ég sá brot af kynningu keppenda í ungfrú heimur í gær, ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnst þessar keppnir tímaskekkja og lítillækkun kvenna. Sorry þannig er það bara. Ungar stúlkur á sundfötum biðja heiminn að senda sms svo að þær verði valdar fallegastar í heimi.
    Í gær var verið að kynna keppendur frá Afríku og þar á meðal þessa stúlku ungfrú Kongó!

    Sæt stelpa en þetta er ekki hin rétta ungfrú Kongó!!!

    Allar hersveitir sem stríða í austurhluta Lýðveldisins Kongó hafa beitt hópnauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi til að hrella og halda almenningi í greipum óttans. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna reiknast til að um 5000 konum hafi verið nauðgað í Suður-Kivu frá október 2002 til febrúar 2003, eða um 40 á dag að meðaltali.
    Í mörgum tilfellum hefur fórnarlömbum nauðgana að auki verið misþyrmt enn frekar og þau jafnvel myrt. Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið rænt, þær hnepptar í ánauð og neyddar til að gerast kynlífsþrælar hjá framlínusveitum stríðandi herja. Ofan á þjáningar fórnarlambanna bætist veruleg hætta á að smitast af eyðni. Sú andlega og líkamlega hjúkrun sem þessar konur þarfnast nauðsynlega er nánast hvergi í boði í öllu landinu.
    Þær nauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi og morð sem eru látin viðgangast í Lýðveldinu Kongó eru stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu. Samt hefur enginn af þeim sem ábyrgð bera þurft að svara til saka. (www.amnesty.is)


    Þessi stúlka sem hefur verið nauðgað og heldur í fanginu á ávexti þess ofbeldis er hún ekki frekar ungfrú Kongó, hún gefur amk réttari mynd að þeim mannréttindabrotum sem þar viðgangast.

    Af þeim löndum sem taka þátt í ungfrú heimur eru 14 á skrá hjá Amnesty á Íslandi vegna ofbeldis og brotum á réttindum kvenna! Mér finnst ekki rétt að svo sendi þeir af stað sætar og heilbrigðar stelpur og geri þær að staðalmyndum fyrir konur sinnar þjóðar. Það eru svik og prettir!

    Ef að þú vilt leggja þitt að mörkum til að breyta þessu farðu þá inn á www.amnesty.is


    - Játaði Karen


    miðvikudagur, september 27, 2006


    I object

    Horfið þið stundum á Spaugstofuna, ég geri það stundum. Mér fannst þeir koma með ágætann punkt þegar þeir gerðu gys af Kjósum Magna æðinu sem gekk yfir landið síðusta mánuðinn.
    Allir sem voru góðir íslendingar vöknuðu á nóttinni til að kjósa Magna okkar, met voru sett í símakosningum, nú lögðust allir á eitt. Sem var æðislegt og ég virkilega ánægð með frammistöðu Magna don´t get me wrong! En það var satt sem að spaugstofumenn gerðu grín að, hvar er þessi samstaða þegar verið er að troða á réttindum okkar með samráðum olíufélaga og okri á matvælum. Bullandi spilling í samfélaginu og átroðsla á réttindum einstaklinga og því kyngjum við þegjandi og hljóðalaust. Svívirðilega lág laun fólks í umönnun og svívirðilega há laun og eftirlaun ráðherra og bankakalla. Endalaus brot á réttindum eldri borgara og öryrkja. Og við segjum ekkert við því. 15000 manns mættu til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun sem er gott mál, endilega ef að fólk er ósátt þá láta bara í sér heyra. Ég er ekkert betri eða verri en allir hinir, ég held áfram að kaupa bensín, ég held áfram að versla vörur sem hækka með hverri viku, við Óli fórum í bíó í gær og komumst að því að bíómiðinn er búinn að hækka uppí 900 kr sem er fáranlegt, en við fórum samt í bíó.
    Það er stundum erfitt að vera fullur af sérhlífni og upptekin af eigin hagsmunum.

    - Játaði Karen


    þriðjudagur, september 26, 2006


    Buzz off!

    Mér finnst geitaungar sætir, litlir loðnir með krúttlega dindla. Geitaungar eru einnig þekktir sem kiðlingar og eru afkvæma geita.
    Hinsvegar finnst mér geitungar ekki sætir, ljótir með stingurass. Geitungar eru einnig þekktir sem ógeðs stinguflugur og eru afkvæmi kölska.
    Ég hef aldrei verið stungin en engu að síður þoli ég ekki þessi kvikindi, slóttugi svipurinn og grimmdin í augunum á þeim. Veifandi stingurassinum ógnandi að manni. Ojbara! Maður veit það bara að þeir eru illa innrættir.
    Á leiðinni heim úr vinnunni um daginn ók ég Miklubrautina í sakleysi mínu syngjandi eitthvað hugljúft lag því að Pó er útvarpslaus. Hvort það var söngurinn eða blómailmurinn af mér sem lokkaði kvikindið að mér veit ég ekki, en á ljósum rétt áður en ég kem heim verður mér litið til hliðar og á rúðunni sem stóð aðeins opin var hlunka geitungur búin að koma sér fyrir. Mín viðbrögð voru eðlilega sú að loka glugganum leiftursnöggt og tókst mér að klemma fálmarana á flugunni á milli. Hún varð reið, hún varð mjög reið, rassinn stakkst á fullu í rúðuna meðan hún braust um til að reyna að losa sig. Ég má ekkert aumt sjá og þrátt fyrir óbjóðin sem ég hef af þessum ógeðsflugum þá losaði ég hana. Og hún flaug í burtu geðill með beyglaða fálmara. Stuttu seinna þegar ég var komin inn heima og var að segja Óla frá þessu á meðan hann stóð við opnar svalirnar birtist geitungur og reyndi að komast inn, ég var viss um að þetta væri sá sami, froðufellandi af reiði með krumpaða fálmara, ég hefði betur skilið hann eftir fastann í rúðunni. Við sluppum í þetta sinn en ég er viss um að þetta var ekki í síðasta sinn sem ég sé hann og ég vara ykkur við, ef þið mætið lötum geitung sem hefur gaman af því að húkka sér far og er með fálmarann í fatla, þá skulið þið hlaupa eins og vindurinn.


    Hér er mynd af kvikindinu, leggið þetta andlit á minnið!


    - Játaði Karen


    föstudagur, september 22, 2006


    Winter wonderland?!?!

    Ég þurfti að skafa bílinn minn í morgun!!!!! Mér er alveg sama þó að það hafi bara verið afturrúðan ég þurfti samt að skafa í morgun, og það var erfitt því að ég var ekki með sköfu í bílnum og þurfti að nota Rauða kross félagaskirteinið mitt. Síðast þegar ég athugaði þá var september ekki einu sinni búinn og mér finnst fullgróft að það sé farið að kólna svona skart. En samt er veðrið ótrúlega fallegt, kyrrt, kalt og sólin skín. Ekta gluggaveður!
    Hver er annars tilgangurinn með því að hafa tvö púströr á bílum... er það bara til að geta mengað tvöfalt meira, svona fyrir þá allra hörðustu í antiumhverfisvæna klúbbnum, eða er einhver æðri tilgangur með auka púströrinu.
    Afhverju er fólk hjátrúarfullt? Ein kona sem ég vinn með trúir því staðfastlega að mánudagar séu til mæðu og hefur stundum komið lafmóð í vinnuna eftir kapphlaup uppá líf og dauða við svartann kött sem gerði sig líklegan til að ganga í veg fyrir hana. Einn gamall stærðfræðikennari minn skrifaði ekki töluna 13 í meira en ár heldur gerði alltaf 12+1 eða 14-1 í staðinn.
    Mér finnst einmitt mánudagur mjög góður dagur til að byrja eitthvað eða ganga frá einhverju og hef aldrei verið sérlega óheppin 13 dag mánaðar. Mér finnst svartir kettir krúttlegir og þeim er velkomið að vefa sig á milli fótanna á mér ef þeim sýnist svo. Ég held nefnilega að það sé best að hugsa ekki of mikið út í þetta því að þá mun maður pottþétt fara að trúa á þetta.
    Hvað finnst ykkur?


    - Játaði Karen


    fimmtudagur, september 21, 2006


    Stereotypes

    Skemmtiferðarskip sökk á ferð sinni um miðjarðarhafið..... fólkið sem bjargaðist og skolaði upp á eyðieyju voru

    2 ítalskir kallar og ein ítölsk kona
    2 grískir kallar og ein grísk kona
    2 franskir kallar og ein frönsk kona
    2 þýskir kallar og ein þýsk kona
    2 breskir kallar og ein bresk kona

    Þegar að allt þetta fólk hafði verið strandað þarna í tvær vikur var þetta búið að gerast

    Ítalska konan var alein, kallarnir höfðu drepið hvorn annan í slagsmálum um hana.
    Gríska konan var sveitt að veiða og elda mat á meðan kallarnir voru bara skotnir hvor í öðrum.
    Franska fólkið naut lífsins í hamingjusömum ástarþríhyrning.
    Þýsku kallarnir voru með afskaplega skipulagða dagskrá hvenær hvor fengi að vera með konunni.
    Og bresku kallarnir höfðu ekki sagt orð og voru enn að bíða eftir að vera formlega kynntir fyrir konunni.

    Hahahahahahaha!

    S.O.S


    - Játaði Karen

    Karen and the alumium factory

    Ekkert smá góður dagur í gær, svaf aðeins lengur en venjulega og eftir vinnu fór ég með henni Ragnheiði sem kennd er við Pump í Body Pump. Þar tókum við stöllur ærlega á því þangað til að sveið undan. Þegar ég kom heim ákváðum við skötuhjúin að fara í smá roadtrip á Skagann. Það var loksins komið að því að Karen fengi að heimsækja Álverið!!! Alveg síðan við Óli byrjuðum saman hef ég verið spennt að sjá þennann fyrrum vinnustað hans og athuga hvort að hugmyndir mínar stæðust og loksins fékk ég drauminn uppfylltan. Við fengum fagurgula gesta hjálma og hlífðargleraugu og Óli leiddi mig um undralandið þar sem álið verður til. Alveg eins og ferð í sælgætisverksmiðjuna nema í staðinn fyrir gotterí þá flaut alstaðar heitt ál og í staðin fyrir Oompa loompana þá var um allt fólk með hjálma og í vinnugöllum, þar með var brostinn sá draumur minn um hvernig Óli liti út í vinnunni, en ég sá minn súpersexý kærasta alltaf fyrir mér beran að ofan í bláum smekkbuxum, reyndar með hjálm en yfirleitt olíuborin og sveittann. En ekki alveg svona...
    Eftir þessa ferð veit ég ótrúlega mikið um ál sem ég vissi ekki og er nokkuð viss um að starf í álveri sé ekki heppilegt fyrir prinsessuna mig. Ég var hálfsmeyk þarna inni því að allt var svo stórt og HEITT ég ríghélt í Óla og streittist pínu á móti þegar hann fór með mig nær til að sjá bullandi og kraumandi álið sem var um 700 gráðu heitt eða eitthvað álíka. Eftir á að hyggja þá er það nokkuð ljóst að það væri hægt að gera afbragsgóða hryllingsmynd sem gerðist þarna í steypuskálanum. Mér leið soldið eins og Neo að vakna eftir væran blund í the Matrix og komast að því að veröldin er í raun bara risavaxið álver. Best fannst mér að ég þurfti að skilja úrið mitt og seðlaveskið eftir í bílnum vegna segulsviðsins sem er inní verinu og hefði ég gjarnan viljað skilja eftir eggjastokkana og heilann í mér, vil helst ekki hafa það dót segulmagnað :þ
    En ótrúlega skemmtileg skoðunarferð og Óli er snilldar leiðsögumaður.

    - Játaði Karen


    þriðjudagur, september 19, 2006


    It´s all in your head

    þegar ég labbaði út í morgun, sólin var að koma upp, loftið var kalt og tært og ég hugsaði með mér...... ég ætla að hafa þetta sérlega góðan dag. Og viti menn hann var alveg ljómandi góður, ég fór að sprikkla og upphitunartækið (mitt) var laust, það voru bara góð lög á mtv og svitinn dropaði. Í vinnunni var rosalega skemmtilegt og allri í góðu skapi, grínið flaug á milli básanna ( já, við erum geymdar á básum eins og mömö) og allt gekk eins og smurt. Eftir vinnu kom ég heim og þreif eins og ætti lífið að leysa, þreif svo vel hjá fiskunum að það lá við að ég tæki hvern og einn upp og burstaði í honum tennurnar, það er fátt sem gefur mér eins mikla vellíðunar tilfinningu og hreint heimili. Svo í sturtu og öll í olíu og bodylotion, og þegar ég er búin að tala við ykkur ætla ég að fá mér eitt hvítvínsglas og liggja í sófanum og lesa fyrir ritgerðina mína. Það virkaði sem sagt vel að ákveða það við sólarupprás að dagurinn yrði góður og kannski óvitlaust að stilla sig svona inn á hverjum morgni. Það er ótrúlegt hvað viðhorf manns getur haft áhrif á allt líf manns, ætla ég að taka þeim vandamálum, og hindrunum sem ég upplifi sem viðfangsefnum eða ætla ég að nota þau sem ástæðu til sjálfsvorkunnar og sérhlífni.
    Það er nokkuð víst að ég fékk enga pappíra þegar ég fæddist þess efnis að þetta yrði auðvelt, en við verðum að þekkja erfiðleika til að kunna að meta hlutina þegar vel gengur.
    En þetta er búinn að vera góður og þægilegur dagur, og ég óska ykkur þess sama.


    Works for me :þ


    - Játaði Karen


    mánudagur, september 18, 2006


    Rock on........Jesus??

    Þegar ég var unglingsstúlka vann ég hjá Dominos að afgreiða pizzur, með mér vann piltur sem sendill og hafði hann frekar undarlegan tónlistasmekk. Hann var með risa I LOVE JESUS límmiða á bílnum sínum og þegar hann fór inn og út úr bílnum hljómaði dúndrandi rapp og hipp/hopp. Eitt kvöldið eftir vakt húkkaði ég far með honum og einni sendingu vestur í bæ og þá heyrði ég betur hvað hann var að hlusta á. Kristilegt rapp og kristilegt hipp/hopp, alla leiðina í vesturbæinn rappaði hann hástöfum með "I´m down with Jesus, Jesus is the man. Yo Yo give it up for the savior." Mér fannst þetta vægast sagt disturbing verð ég að segja og var afar fegin þegar ég komst út úr bílnum. Það að til væri kristilegt rapp fannst mér stórfurðulegt en þegar ég komst að því að til væri kristilegt þungarokk þá varð ég sko aldeilis hlessa. Sérstaklega þegar ég var út á Grikklandi og sá myndband við svona kristlegt rokk en þar voru leðurklædd fól með risa krossa um hálsinn hlaupandi um sviðið og gargandi á Jesú. Hljómsveitin STRYPER (Salvation Through Redemption Yielding Peace, Encouragement and Righteousness) er víst aðalbandið í þessarri gerð tónlistar og ég fann hér dæmi um lagatexta þeirra

    Soldiers Under Command M. Sweet/R. Sweet

    We are the soldiers under God's command. We hold his two-edged sword in our hands. We're not ashamed to stand up for what is right. We win without sin, it's not by our might. And we are fighting all the sin. And the good book -- it says we'll win!
    Soldiers, soldiers under command. Soldiers, soldiers fighting the Lord's battle plan. Are you a soldier under God's command? Help fight the good fight, join up while you can. The battle that's waging is fought so easily. Through him, without sin there is victory. And we're fighting all the sin. And the good book -- it says we'll win!

    Soldið spes...


    Stryper í allri sinni dýrð!

    Halleluja

    Þessi mynd er svo sérstaklega fyrir hann Óla minn en hér má sjá Custom gerðan Wolfgang gítar sem var hannaður sérstaklega fyrir Michael Sweet í STRYPER og hljómar eflaust guðdómlega, þó að ég hafi aldrei heyrt talað um Wolfgang gítar á mínu heimili ;þ


    - Játaði Karen


    laugardagur, september 16, 2006


    Count me in......

    Framleiðendur söngleikjaútgáfu af Hringadróttinssögu eru á höttunum eftir tuttugu leikurum sem geta gert hinum smávöxnu og fótstóru hobbitum sannfærandi skil auk þess sem þeir þurfa að geta sungið tvö lög. Umsækjendur verða að vera lægri en 170 cm og á aldrinum 16-35 ára. Að sögn framleiðenda eru hærðar tær og fætur "æskileg" einkenni en þó ekki nauðsynleg.
    Ráðgert er að setja söngleikinn upp í Theatre Royal-leikhúsinu í London á næsta ári en hann hefur áður verið á fjölunum í Toronto í Kanada. Búist er við að eitthvað verði krukkað í handrit söngleiksins áður eftir að kanadískir gagnrýnendur gáfu honum slaka einkunn.
    Áheyrnaprufur fara fram næstkomandi mánudag.

    Þá vitið þið hvað ungfrú Ulrich verður að gera á mánudaginn, ég uppfylli öll skilyrðin and then some, ég meina hafið þið séð eyrun á mér. Vandamálið með loðnu bífurnar er líka auðleyst þegar maður vinnur á snyrtistofu, en stúlkurnar þar hafa boðist til að geyma notuðu vaxstrimlana og ég get bara pillað af þeim hárin og límt þau á tærnar.
    Ég er líka komin með þetta fína Hobbita nafn .....
    Karen Ülrich, from this day forward you will also be known as Merurka Bracegirdle of Fair Downs. (Hvað er þitt Hobbitanafn)
    Þar hafið þið það Merurka Bracegirdle ætlar að vinna leiksigur á sviði Theatre Royal!
    Haldiði að það sé, spennandi tímar framundan. Mig hefur reyndar lengi grunað að ég sé komin af hobbitaættum, enda er ég afar gefin fyrir mat og öl, dvergvaxin, íturvaxin og hef óbeit á skóm og sokkum.
    Ef að þeir vilja ekki ráða mig til að leika Hobbit þá fengist ég mögulega til leika Gollum en í vissri birtu er ég sláandi lík honum. Óli hefur margoft haft á því orð þegar hann vaknar á nóttinni við að ég strýk honum ástúðlega, slefa og kalla hann my prescious. Ef í harðbakkann slær þá nota ég vaxhárið bara á andlitið og tek að mér hlutverk dvergsins Gimli.



    - Játaði Karen


    fimmtudagur, september 14, 2006


    Low maintenance/No maintenance

    Haldiði að vikan sé ekki bara að verða búin, helgin framundan og þó að ég sé að taka aukavaktir báða dagana þá hlakka ég samt til. Og eftir helgina er þessu aukavinna brjálæði loksins lokið, það verður aldeilis huggulegt og spurning hvort að ég viti nokkuð hvað ég á að gera við allan þennan lausa tíma. Það verður líka gaman fyrir hana Ragnheiði sem ég er búin að vera að vinna fyrir þegar hún kemst að því að ég vil ekki neitt stórt fyrir að hafa gert henni þennan greiða. Ég ætla bara að rukka hana um eitthvað lítið eins og t.d FRUMBURÐINN hennar!!!!
    Ég ólíkt flestum íslendingum var komin upp í rúm og sofnuð um 11 í gærkvöldi og lét Magna bara syngja sinn sjó (hehehe) mér finnst líka allt í lagi að missa af þessu því að ég fæ svo fína fréttaskýringu frá Óla á morgnanna þannig að ég missi í raun ekki af neinu.
    Fegin að þetta er búið að hægt verður að tala um eitthvað annað í staðinn, Rockstar umræðan að mínu mati orðin verulega þreytt og ég alveg til í tilbreytingu.
    Annars er ég bara andlaus af dugnaði en ég er þessa dagana að kafna úr heilsusamlegri fanatík, nú er það bara hamast í ræktinni og borðað frá dýrunum en ég held að undanfarið hafi ég innbyrgt svo mikið af grænmeti að ég fer að skipta litum. Ég hef soldið gaman af því hvað ég sé stundum allt annað hvort svart eða hvítt, gráa svæðið er fyrir mér frekar glatað svæði. Ég vil bara annað hvort vera að hálfdrepa mig í ræktinni á meðan ég japla á gulrót eða liggja upp í sófa slefandi súkkulaði. En ég gleðst á meðan þessi dugnaður endist........
    Þar til feitan strikes again :)



    Morgunmatur Meistaranna!


    - Játaði Karen


    miðvikudagur, september 13, 2006


    The return of miss Ülrich

    Ég mætti aftur í gymmið í morgun og fór að lyfta í Þrekhúsinu, ég veit ekki hvað ég var að hugsa að vera að óttast vöðvatröllin..... ég er ein af þeim :Þ
    Soldið spes að fá svona frammistöðukvíða í ræktinni, og ekki sjéns að ég leyfi sjálfri mér að komast upp með það. Ég trúi því nefnilega að frekar heldur en að breyta hugsunum sínum og tilfinningum varðandi eitthvað á maður að breyta hegðun sinni og hitt mun fylgja í kjölfarið. Sem dæmi ef að ég haga mér eins og ég sé full af sjálfstrausti þá fyllist ég af sjálfstrausti, þetta virkar amk á mig :) Svo ekki sé talað um hvað þetta tekur mikið styttri tíma en að reyna að breyta sér innan frá.
    Það sem verra er að vegna þess að ég vildi vera jafn mikill harðjaxl og strákarnir þá tók ég helst til of hressilega á því og kvíði fyrir harðsperrunum sem að ég veit að bíða mín.
    No pain no gain!
    En ég hef alveg gleymt að blogga um nýja faratækið mitt, hann er fjólufjólufjólublár, hann er ljótur, hann heitir PÓ! Á þessu tryllitæki "þeysi" ég um götur borgarinnar í gúddí fílíng. Það er langt síðan að ég hef verið á bíl sem ég er ein á , hef deilt bíl með systkinum mínum og svo síðasta ár hef ég haft óheftan aðgang að LZ-uni flottu hans Óla. Við Pó gerðumst um daginn svo fræg að vera stoppuð af Koppa Kralla, það var nú meira ævintýrið. Ég hef þann slæma ávana að hafa afar gaman af því að tala í símann þegar ég er að keyra, og Pó er sjálfskiptur svo að ég treysti honum alveg til að sjá um aksturinn á meðan ég blaðra. Ég var að keyra framhjá Hlemm og að tala við Óla í símann þegar ég heyri þessi líka rosalegu læti fyrir aftan mig, eins og einhver væri að tala í gjallarhorn, djö... læti eru þetta kvarta ég við Óla og held ótrauð áfram að tala og keyra, en lætin virtust elta mig og ég orðin vel pirruð á þessu þegar ég kíki í spegilinn og sé þar stóran löggubíl. Ég stoppa bílinn og skelli á Óla afskaplega vandræðaleg. Ungi löggimann hallar sér út um gluggann og horfir á mig strangur á svip, ég brosi mínu blíðasta og hann segir " þú veist að þetta er stranglega bannað" ég kinka kolli og biðst afsökunar, ég fann hvernig ég skrapp saman í sætinu og var orðin að litlum óþekktarormi. Síðan segir hann "ekki gera þetta aftur" ég lofa því og hann sleppir mér án þess að sekta mig. HEPPIN!!
    Núna passa ég mig að horfa vel í kringum mig þegar ég er að tala í símann í bílnum.


    Bílinn minn minnir á þessa gaura..... STUBBABÍLL!


    - Játaði Karen


    mánudagur, september 11, 2006


    Miss Ülrich of Hasard!

    Ullabarasta hvað ég er sybbin, það hefur greinilegar slæmar afleiðingar að fara alltaf svona snemma í háttinn. Ég held að ég sé búin að sofa yfir mig og það útskýri syfjuna í dag. Við Óli reyndum að horfa á 2 bíómyndir í gær og ég sofnaði yfir þeim báðum, önnur var meira að segja Bloodsport með Van Dammit og ég verð að segja að það litla sem ég sá af henni var alveg einstaklega ofleikið svo ekki sé talað um tónlistina. Hálfsofandi bað ég Óla að gefa mér soundtrackið í jólagjöf, þetta var svo slæmt að Supernova gæti notað eitthvað af þessum lögum á plötuna sína til dæmis væri snilld fyrir þá að taka FIGHT TO SURVIVE og ON MY OWN - ALONE með Stan Bush

    Flottur gaur hann Stan :)

    Ég var mjög svo dugleg og mætti í ræktina árla í morgun, ætlaði að fara að lyfta en upplifði í allra fyrsta sinn að vera smeyk við vöðvatröllin sem grettu sig og geifluðu fyrir framan speglana. Fór þess vegna bara að brenna í staðinn og fer bara að lyfta í baðhúsinu næst þar sem eru enginn hávær og plássfrek vöðvatröll (m.a Bubbi). Bara prinsessur og álfameyjar alveg eins og ég.


    - Játaði Karen


    sunnudagur, september 10, 2006


    Work it baby, work it, own it!

    Þessi vika hefur sannarlega verið draumur vinnualkans og ég er fegin að hún er búin, annars verð ég að segja að mér finnst ekkert leiðinlegt að vinna á sunnudögum, eiginlega er það bara mjög svo huggulegt. Alein í húsinu að dandalst með sprikklandi konum. Reyndar var ástandið þannig á þvottahúsinu að ég gat klifið þvottafjallið til að ná í efstu hillurnar en það fylgir þessu. En eitt sem ég verð bara að koma frá mér, sem kona sem er snyrtileg og vil hafa snyrtilegt í kringum mig. Það kemur mér sífellt á óvart á þessum kvennastað hvað konur geta verið miklir sóðar. Ég er stundum gjörsamlega slegin af ógeðinu sem að þær skilja eftir sig. Alveg merkilegt!
    Óli var að leika sér á Skaganum í gær og nótt og ungfrú Ulrich því grasekkja, það fannst mér lítið gaman því að ég þurfti að lesa fyrir mig sjálf, vantaði líka vissa öryggistilfinningu sem ég finn alltaf þegar ég er komin upp í rúm og heyri í Óla frammi að læsa íbúðinni og ganga frá fyrir nóttina. En það bjargaðist þar sem ég hafði villt og tryllt innflutningspartý á hæðinni fyrir neðan mér til selskapar og létu þau illum látum langt fram á nótt. Mamma og co eru að koma til okkar í grill í kvöld, hlakka til að sjá þau og Badda móðurbróður sem er á landinu í stuttri heimsókn. Hann er að fara að versla sér eitt stk hús á Kanaríeyjum og það er spurning hvort að maður verði ekki að heimsækja hann um páskana næstu.
    Lóa mín átti afmæli í gær og núna erum við fjórar fræknu allar orðnar 29, ég hringdi í hana til að óska henni til hamingju með afmælið og svo óskuðum við hvor annarri til hamingju með að það vera búnar að vera vinkonur í 20 ár einmitt um þessar mundir.
    Símtalið fór þó mest í að ræða annann merkisatburð sem er í vændum en Lóa og þröstur ætla að gifta sig næsta sumar og við allar rosa spenntar fyrir því.
    Jæja þvotturinn þvær sig ekki sjálfur......


    - Játaði Karen


    föstudagur, september 08, 2006


    Astro......turf?

    Jæja börnin góð og vond, þá er komið haust! Huggulegt að hafa svona mikla rigningu og dimmt úti og mig langar heim að kveikja á kertum. Kannski í kvöld :)
    Þá er þessi brjálaða vinnuvika að verða búin og bara helgin eftir, hjúkket!
    Var stemming í gær hjá mér því að það voru veikindi í vinnunni þannig að ég þurfti að bruna á milli staða til að vinna. Endaði kvöldið vestur í bæ á mínum heimaslóðum í rólegheitum í Þrekhúsinu, svo miklum rólegheitum að ég náði að klára lesefni 1 viku í einu faginu sem ég er í. Skólinn byrjaður og ég er bara sátt við það þó að mér finnist erfitt að einbeita mér að öðru en B.A finnst eins og ég sé að svíkjast undan :þ
    En ég var að lesa mjög svo skemmtilega grein um stjörnuspeki og spádóma, þar var því slegið fram að ástæðan fyrir því að okkur finnst gott að láta spá fyrir okkur eða fylgjumst með stjörnuspánni sé vegna þess að við erum að leita að svörum sem að vísindin geta ekki gefið okkur, vísindamenn þekkja sín takmörk og segja ekki til um hluti 100% því að þeir réttilega geta ekki sagt 100% fyrir um hluti, en þeir sem starfa við spádóma og stjörnuspeki eru ekki bundnir á sama hátt! Rannsóknir hafa sýnt fram á að stjörnuspekingar eru oft líklegri til að segja rétt til ef þeir giska heldur en ef þeir fara eftir "fræðum" sínum. Ekki miskilja það getur verið gaman að lesa stjörnuspá og fara til miðils en við verðum að skilja að þetta er ekki eitthvað sem við getum beinlínis tekið mark á. Flest fólk sem vinnur við þetta eru klárt að lesa í fólk og nýtir sér hið svokallaða Barnum effect. Með því að vera óljós og nota einkenni sem allir kannast við getur þú fengið hvern sem er til að finnast þú vera að tala um hann!
    Mér finnst rosa gaman að fá mömmu mína til að spá í spil og bolla fyrir mig, hún hittir oftast naglann á höfuðið vegna þess að hún bæði þekkir mig svo vel og svo er hún klár í þessu, ég hef sjálf prófað að kíkja í bolla og er nokkuð viss um að ég gæti þetta líka. Ég hef einu sinni farið og borgað konu 5000 kr fyrir að miðlast fyrir mig og eins gaman og mér þótti þetta, þá þegar ég hlusta á spóluna í dag þá var ýmislegt rétt sem hún sagði um fortíðina en ekkert sem hún sagði um framtíðina. Ég held að þetta sé eitthvað sem ég geri aldrei aftur, gaman að prófa en í raun skilur lítið eftir sig, og þá er betra að nota peninginn í eitthvað uppbyggilegra og plata mömmu bara í kaffi.

    "Stjörnuspeki er sálfræðilegt tyggjó, gott á bragðið en innihaldslaust"


    I can see my house from here!!!


    - Játaði Karen


    fimmtudagur, september 07, 2006


    Hanging tough

    Oh Oh Oh Oh Oh
    Listen up everybody if you wanna take a chance
    Just get on the floor and do the New Kids dance
    Don’t worry about nothing cause it won’t take long
    We’re gonna put you in a trance with the funky song
    Cause you gotta be...
    Hangin’ tough
    Singing tough
    Singing tough
    Are you tough enough?
    Hangin’ tough
    Singing tough
    Singing tough
    We’re rough
    Oh Oh Oh Oh
    Þannig hljóðar hið heilaga orð!
    Já þessi sígilda speki sprikklinganna í New Kids On The Block fyllir mig sannarlega auknum krafti til að komast í gegnum þennan annars viðburðalitla dag. Tónlist þeirra og djúpu textar lifa áfram og óma í hjarta mínu sérhverja stund.............. já einmitt!
    Klukkan er 13:31 og ég er í raun búin með alla vinnu sem ég get unnið í dag, það er nema uppgjörið, en ég þarf samt að vera hérna í 2 tíma í viðbót.
    Svo er ég að fara að vinna meira fram á kvöld sem er reyndar bara fínt enda núorðið nóg að gera þar og tíminn fljótur að líða. Ég kom heim klukkan að verða 23 í gær og fékk áframhaldandi lestur frá Óla sem var æðislegt, sérstaklega af því að ég var svo sybbin að ég hafði ekki orku í að lesa sjálf :þ ég sofnaði svo fast að ég vissi varla af mér fyrr en í morgun, jú nema eitt mig var að dreyma að ég var inní verksmiðju og var á fullu að reyna að slökkva á öllum vélunum því að hávaðinn var að æra mig, ég vaknaði og hávaðinn hélt áfram og kom ekki frá neinum risavélum heldur frá hjásvæfunni minni :) Ótrúlega skemmtilegt!!!
    Annars bara hangs!

    - Játaði Karen


    miðvikudagur, september 06, 2006


    We need to talk

    Tók stutta kvöldvakt í gær sem var skemmtilegt, hitti fullt af fólki sem ég hef ekki séð lengi enda er núna allt að komast í gang aftur í gymminu eftir sumarið. Ég er að fara að taka thousands of worth of aukavaktir á næstu vikum því að ég fylgi því að ef að mér er gerður greiði, þá á hinn sami inni hjá mér greiða. Ein stelpan sem hefur alltaf verið til í að redda mér fór í 2 vikna frí og ég sagði henni að ég skyldi redda vöktunum hennar af því að hún á það inni hjá mér, þannig að ég er mjög sátt við að taka auka kvöld og helgar :) Og svo hata ég ekki auka peninga, alltaf gaman að veiða pening!
    Eftir að ég kom heim þá horfði ég á æsispennandi þátt um tungumál á Rúv, rosalega mannfræðilegur og þar með alveg heillandi fyrir mig. Þar var meðal annars talað um það þegar sent var eitthvað far út í geiminn með hljóðupptökum af heimsins tungumálum (örugglega ekki öllum samt). Ég tók mannfræðikúrs í MH þar sem ég skoðaði Navajo þjóðina og komst að því hvaða skilaboð þau hljóðrituðu til að senda út í geim "Passið ykkur á þessum náungum, þeir stela landinu ykkar" Mér fannst það beyond fyndið!!!!
    Góður þessi frumbyggja húmor :)

    Ég fór snemma í háttinn í gærkvöldi, dró Óla með mér, og bað hann að lesa fyrir mig, hálfpartinn í gríni en hann var bara alveg til í það. Hann tók upp Heppin og las fyrir mig heillengi þrátt fyrir það að ég væri hálfnuð með bókina. Og mikið var það notalegt, svo róandi en samt svo skemmtilegt. Þetta var svo huggulegt og rómantískt eitthvað að liggja upp í rúmi og hlusta á Óla.
    Ég gæti sko vel vanist þessu, sem er allt í lagi svo sem ef maður skiptist á eins og góðu börnin.


    Hér má sjá eitt það sem Navajo eru þekktastir fyrir, Sandpainting.


    - Játaði Karen


    þriðjudagur, september 05, 2006


    Keep on trucking

    Mér leiðist svo að ég neyðist til að syngja hvatningartónlist eins og Eye Of The Tiger, Le Freak og I will Survive í huganum til að komast í gegnum daginn. Svo þarf ég líka að kljást við sjóntruflanir vegna ofneyslu á sykri en einn samstarfsmaður minn var að koma frá útlöndum og hann mætti með nammi til að gleðja okkur 1.5 kg af M&M þetta er eitthvað nýtt að selja þetta í XXL pokum og við erum allar súperupptjúnaðar af sykri.

    Aaahh Freak out!
    Le Freak, C'est Chic
    Freak out!
    Aaahh Freak out!
    Le Freak, C'est Chic


    Ég tók þá snilldarákvörðun árla í gærmorgun að taka mér einn frídag í viðbót og var það alveg yndislegt, ég er sko alveg að fíla það að eiga svona nokkra daga inni. Það er eitthvað svo sjúklega gott við að vera í fríi þegar allir aðrir þurfa að mæta í vinnu.
    Í gærkvöldi var svo saumó hjá Möggu og það var eins og alltaf gaman að sjá Tútturnar.
    Við eyddum reyndar mestum tíma í að ræða Rockstar og náðum varla að slúðra neitt.
    Agalegt ástand!
    En það var ágætt að ég tók mér frí í gær því að ég er að vinna tvöfalt alveg fram á næsta mánudag þannig að sem betur fer náði ég að safna vel kröftum í gær. ´
    Þó að mér leiðist þá er ég í svakalega góðu skapi í dag og hlakka rosalega til einhvers sem ég veit ekki hvað er. Sem er bara gaman! Læt ykkur vita ef eitthvað skemmtilegt gerist :)

    NO MORE!!!!!


    - Játaði Karen


    sunnudagur, september 03, 2006


    It´s my party

    Karen og Helgi
    Óli og Sævar
    Ragga og Beta í gírnum

    Ekki fara Nonni!!!


    Gaman :)

    Óli með kennslu og Sævar ánægður með það

    Sætar stelpur

    Lalalla tralllala

    Hafrún og Siggi

    Magga og Gaui

    Tekíla!

    Óli svo sætur


    - Játaði Karen


    laugardagur, september 02, 2006


    The young and the restless!

    Mikið er búið að vera gaman hjá ungfrú Ülrich, strax eftir vinnu hjá Óla í gær fórum við að hjóla meira og þó að ég sé að drepast úr strengjum í baki og handleggjum þá myndi ég ekki hika ef mér byðist annar rúntur núna. Þessi frábæri afmælisglaðningur er búin að gjörspilla mér því að núna er ég orðin of cool til að keyra eða sitja í bíl og fussa og sveia yfir því hvað það er ómerkilegt að vera ekki á mótorhjóli. Svona er þetta, maður saknar ekki þess sem maður hefur ekki kynnst en vandinn er sá að núna er ég komin með veikina og fæ ekki nóg :) Ótrúlega gaman!
    Mamma mín á afmæli í dag og vill meina að hún sé 26 sem gengur ekki alveg upp nema maður smyrji nokkrum áratugum á en það er allt í lagi því að mamma mín sem svo mikil skvísa.
    Ég er að vinna til 6 og get ekki beðið eftir að komast heim og fara að hafa allt til fyrir kvöldið, en ég fann mig knúna til að fagna því að vera árinu eldri með almennilegum gleðskap og góðum gestum. 3,5 tími í go time :)
    Ég er búin að vera að vinna síðan 10 en var rosa dugleg og mætti í ræktina fyrir vinnu og tók aðeins á því. Ótrúlega gott og það að vakna svona hress á morgnanna hlýtur að vera aldurstengdur bónus!
    En ég verð eiginlega að deila með ykkur svolitlu ógeðslega fyndnu sem að gerðist á afmælisdaginn. Eins og má lesa á blogginu hans Óla þá vorum við pínu litin hornauga sem mótorhjólatöffarar þegar við fórum út að borða, og svo gerðist það skemmtilegasta á meðan Óli brá sér á the little bikerdude´s room. Þá sat ég og drakk gott kaffi, ég þurfti aðeins að hagræða mér í sætinu og þá gerðist það, leðurbuxur mæta gervileður sæti með tilheyrandi óhljóðum sem hljómuðu grunsamlega mikið eins og mér væri ofsa illt í maganum hahahahaha, ég gat ekkert gert nema starað vandræðlega ofan í góða kaffibollann minn og roðnað. Alger brandari!! En talandi um að vera litin hornauga sem leðurklætt fól, við Óli renndum við á leikskólanum hans Ágústs Smára til að leyfa honum að sjá hjólið og ég fer inn að sækja hann, þær voru nú ekki alveg á því að afhenda mér drenginn og börnin horfðu frekar skelkuð á mig þó að litli frændi væri alsæll og henti sér um hálsinn á ledderfrænku.



    - Játaði Karen


    föstudagur, september 01, 2006


    SURPRISE!!!

    Eftir að bíða óþreyjufull í lengri tíma fékk ég afmælisglaðninginn, um leið og klukkan sló 4 í gær var ég farin að bíða við gluggann og ganga um gólf. Og loksins kom óvænti glaðningurinn inn um dyrnar, Óli leðurklæddur með hjálm!!! Fyrir utan stóð ótrúlega fagurt Harley, til hamingju með afmælið. Ég var leðruð upp sem var geðveikt og er það nokkuð ljóst að ég verð að eignast leðurbuxur. Þetta var svo geðveikt, við vorum á leið í Roadtrip á MÓTORHJÓLI. Ég vissi ekkert hvert við vorum að fara en ég naut mín í botn á leiðinni. Við keyrðum út fyrir bæjarmörkin í átt að Hveragerði og stoppuðum aðeins hjá Litlu Kaffistofunni þar sem ég fékk að opna pakka :) Guess úr frá Óla sem er þvílíkt flott og ekkert smá gaman að þetta er einmitt eitthvað sem ég hefði valið mér sjálf og svo fékk ég rosalega fallegan hring frá Hlyni sem smellpassar og er líka alveg ekta Karen! Ekkert smá gaman að eiga svona elskur sem eru svona miklir smekksmenn. Við notuðum tækifærið og hringdum aðeins í Hlyn svo ég gæti þakkað honum fyrir og hann harðneitaði að leyfa mér að kyssa sig 1000 sinnum næst þegar við hittumst :þ
    Það var eins og allt umhverfið væri með í afmælisgleðinni því að veðrið var frábært og meira að segja þegar við tókum bensín á Selfossi þá fékk Óli fyrir mig rós með bensíninu, ótrúlega gaman.
    Áfram hélt ferðin og á leið frá Selfossi hugsaði ég með mér að lífið yrði nú ekki mikið betra en þetta, leðurklædd frá toppi til táar, með ástina fyrir framan mig og 1200 cc á milli fótanna hahahahaha!! Við lukum ferðinni á Eyrarbakka sem er líklegast krúttlegasta þorp í heimi og sáum við þar alveg rosa flotta búð sem heitir Ólabúð, mjög svo sætt!
    Við renndum í hlað fyrir framan veitingastaðinn Rauða Húsið þar sem okkar var beðið. Og enn hélt dagurinn áfram að verða betri en maturinn var alveg frábær, sjávarrétta súpa, humar og æðislegt hvítvín.... ég var í sæluvímu.
    Eftir matinn hjóluðu Lukku Láki og frú inn í sólarlagið og Léttfeti malaði undir okkur eins og tröllvaxin kettlingur.
    Án efa sá allra besti afmælisdagur sem ég hef átt og líka bara besti dagur sem ég hef lifað, Óli algert yndi að gera þetta allt fyrir mig enda ekki lítið mál að redda og skipuleggja þennan rosalega glaðning. Nú bíð ég spennt eftir að Óli komi heim svo að við getum farið að hjóla meira því að ég er komin með veikina og mun ekki linna látum fyrr en við eigum eitt stykki hjól og allt sem því fylgir :)
    Happy happy joy joy!



    - Játaði Karen