Miss Ülrich
E-Mail Linkur Gegn ofbeldi



Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lí­sa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar



Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp


Karen


...Mælir með:
Að vera mamma:D

...ER Að LESA:

-The Amazing Maurice and His Educated Rodents eftir Terry Pratchett. Köttur og rottuhópur öðlast skyndilega mikla greind og geta talað. Þau fá í lið með sér strákling sem spilar á flautu og fara að pretta peninga út úr fólki. Bráðskemmtilegt!!




Lilypie 1st Birthday Ticker

Nýlegir póstar

  • It´s facebook...
  • Back to school...
  • What to say, what to say?
  • Restart...
  • X-mas
  • Ages....
  • Here I come...
  • Bloggeddy blogg...
  • Lucky numbers
  • Clever mouse...

  • Eldri póstar

  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • desember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • september 2006
  • október 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • september 2007
  • október 2007
  • nóvember 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • febrúar 2008
  • mars 2008
  • apríl 2008
  • maí 2008
  • júní 2008
  • júlí 2008
  • ágúst 2008
  • september 2008
  • desember 2008
  • janúar 2009
  • mars 2009









  • föstudagur, ágúst 31, 2007


    30...and still kicking!

    Það var á miðvikudags eftirmiðdegi fyrir 30 árum síðan sem að yndisleg kona að nafni Elísabet var keyrð mótmælandi upp á fæðingardeild Landspítalans. Barnið átti ekki að koma fyrr en eftir tæpar 3 vikur svo að þessir verkir gátu ekki verið hríðir. Rétt um 2 klukkutímum síðar var lítil hnáta komin í heiminn. Rúmir 11 merkur og 47 cm með svart hár, blá augu og krumpuð eins og rúsína!! Nafnið hennar hafði verið ákveðið mörgum árum áður að ósk móðurafa hennar, hún var látin heita Karen.

    Til hamingju með afmælið ÉG :)
    Ég hef ákveðið að fara að afbragðsgóðum ráðum tengdamóður minnar og hætta að vera svona aldurSÁR og vera frekar þakklát fyrir hvert ár sem við mig bætist. So far er dagurinn búinn að vera ljómandi góður, fékk fullt af kossum frá elskunni minni en gjöfina fæ ég eftir 28 daga :)
    Fór með köku í vinnuna og fékk æðislega gjöf frá samstarfskonum mínum og var kysst í bak og fyrir og meira að segja sunginn fyrir mig afmælissöngurinn!!
    Ætla svo að vera með smá kaffi fyrir fjölskylduna eftir vinnu og svo verður afmælispartýið 15 sept og ég er strax farin að hlakka til :)
    Brjálað að gera þennan mánuð en það er Gothafmælispartýsjíbbí Lóu og Möggu annað kvöld, mamma á afmæli á sunnudag, vinnupartý næsta föstudag, Chris Cornell næsta laugardag, Lóa mín þrítug 9.sept, afmælispartý hjá mér 15. sept og svo THE FERÐALAG 28 sept. Hef á tilfinningunni að þessi mánuður verði fljótur að líða :)


    - Játaði Karen


    þriðjudagur, ágúst 28, 2007


    Raindrops and roses...

    Munið þið þegar við vorum lítil hvað það var auðvelt að svara spurningum um hvað væri uppáhalds. Hlynur spurði mig hvað væri uppáhaldsmaturinn minn og ég gat engann veginn svarað því, ekki frekar en ég get valið uppáhalds bíómynd, lag eða bók. Ég get valið uppáhalds söngvarann minn auðveldlega, það er sami maður og er uppáhalds manneskjan mín. Það geta ekki allar stelpur labbaði í vinnuna og hlustað á kærastann syngja í Ipodnum á leiðinni en ég get það. Lucky me!!
    Ég gladdist takmarkalaust þegar ég leit á ferðateljarann í morgun og sá að það er 1 mánuður í ferðalagið, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða!!
    Óli og Svabbi hittust um helgina og Svabbi sem fór í svona siglingu í fyrra sagði Óla undan og ofan af því við hverju er að búast, I LIKE IT... Hlakka til að fara á galakvöldverðina sérstaklega þar sem að ótakmarkað af kokteilum er í boði fyrir gesti :þ Mér finnst bara eitt skemmtilegra en að búa til kokteila og það er að drekka kokteila :þ
    Ég er komin með plan fyrir þrítugsafmælið mitt og er að hugsa um að vera með Latin partý með tilheyrandi tekíladrykkju, chillíáti og salsasveiflu :) Heppin þið sem verður boðið!!
    En það á eftir að koma betur í ljós og eins hvenær herlegheitin verða haldin enda nóg um að vera á næstunni!



    Tequila sunrise ummmmm

    - Játaði Karen


    mánudagur, ágúst 27, 2007


    Two down two to go...

    Til hamingju með daginn elsku Magga hjartagullið mitt :) Orðin þrítug þessi elska!! Ég ætla að skella mér í leikfimi með afmælisbarninu og kyssa hana og knúsa seinnipartinn.

    Talandi um að verða þrítug þá held ég að aldurscomplexinn minn hafi sýnt á sér nýja dýpt og nýjar víddir í nótt. Mig dreymdi í alla nótt að ég hafði keypt útrunna mjólk og var í þvílíkum vandræðum með að fá henni skipt. Mjólkin var best fyrir 17.ágúst og maður þarf ekki að vera Hr Freud til að skilja að þarna er á ferðinni ótti minn við að eldast :þ En ekki hvað!!
    Gaman að þessu :)

    - Játaði Karen


    laugardagur, ágúst 25, 2007


    Another saturday night...

    and I ain´t got nobody!
    Búin að vera alein heima síðan í morgun þegar strákarnir mínir skelltu sér á Skagann að vinna og leika. Búin að slaka bara á í dag, enda var ég lasin heima í gær þannig að það er betra að fara sér ekki að voða :þ Helgi og Andri komu í mat í gærkvöldi sem var rosa gaman, langt síðan þeir félagar hafa hist og vissum við varla af drengjunum allt kvöldið þeir voru svo ánægðir að hittast...meiri krúttin. Hlynur sofnaði áður en að höfuðið lenti á koddanum hann var svo búin á því eftir kvöldið, litla krúsí :)
    Við Óli erum svo að fara í skírn annað kvöld en litli Röggu-Sævarsson verður skírður í kvöldmessu á morgun og hlakka ég mikið til að fá að vita hvað nýji litli vinur minn á að heita.
    Enn styttist í afmælis en eftir viku börnin góð verð ég ORÐIN 30 ára gömul, finnst þetta ótrúlegt var einmitt að hugsa um það í gær að við Helgi erum búin að vera vinir í 13 ár!!! Það eru 13 ár síðan við Magga ákváðum að fá okkur vinnu með skóla og finna vinnu sem við gætum unnið saman. Einn eftirmiðdag heima hjá henni tókum við upp símaskránna og hringdum um allan bæ að spyrja um vinnu og vorum báðar ráðnar á Dominos sama kvöld. Those were the days my friend, endalaus staffapartý og djamm nonstop. Eins og það á að vera þegar maður er að verða 17 ára!! Þær ástæru vinkonur mínar Lóa og Magga ætla að halda saman upp á afmælið sitt næsta laugardag með heljarinnar Goth þema veislu. Ég er virkilega spennt og hlakka til að setja eyeliner og svart naglalakk á ÓLA!!! Og sjálfa mig auðvitað líka! Verður cool og ég lofa massa mikið af myndum eftir kvöldið my darlings. Svo styttist líka í Chris Cornell tónleikana en ég er að verða virkilega spennt fyrir þeim...Ekki nema 14 dagar í þann gleðipakka :) Allt að gerast skal ég segja ykkur...

    The ever beautiful Dani Filth...

    Hérna er létt goth makeup vídeó sem ég valdi eiginlega bara af því að undir er spilað Gothic Romance ( Red roses for the devils whore) með Cradle of Filth...and I LOVE IT!

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, ágúst 23, 2007


    The damn Onechasing...

    Ég hef áður kvartað yfir því að veðurguðirnir leggja mig í einelti, það er bara staðreynd að slæmt veður er beintengt því hversu illa klædd ég er!! Ég spurði Óla í morgun hvernig veðrið væri sem hann svaraði þurrt og logn, nú ég ákvað því að labba bara í vinnuna í góða veðrinu. Ég var varla komin út á horn þegar byrjaði að rigna og rigna og rigna...og ég í stuttu pilsi og sokkabuxum! Það er allt í lagi ég hækkaði bara í tónlistinni og beið þar til ég var nógu blaut til að standa á sama :)
    Ohh það er gaman framundan gullin mín, hittingur og pizzubakstur hjá Röggu minni í kvöld, Hlynur að koma á morgun og við ætlum að reyna að fá þá feðga Andra og Helga í mat, alltof langt síðan við höfum séð þá elskulegu :) Svo á hún Magga mín afmæli á mánudaginn og svo er elsku Lóan að koma á föstudaginn og ég get varla ímyndað mér skemmtilegri afmælisglaðning!!
    Við Óli SÖKKTUM okkur í að skoða myndir og upplýsingar um Carnival Glory í gær, ég held að Óla hafi ekki fundist þetta neitt voða gaman því að ég var orðin svo spennt að ég var farin að naga hann í handarkrikann :þ Núna verð ég eiginlega að hætta að hugsa um þetta áður en að ég geri okkur bæði brjáluð hehe.
    En ykkur til skemmtunar ætla ég vonandi að smita ykkur af laginu sem er kyrfilega fast í höfðinu á mér, allt Óla að kenna :) Kitty hressandi og skemmtilegt lag!



    Kitty on my foot and I wanna thouch it...

    - Játaði Karen


    miðvikudagur, ágúst 22, 2007


    Nonsense poopie pants...

    Ég álít sjálfa mig frekar skynsama konu, ég á auðvelt með að hugsa rökrétt og læt fátt trufla skynsemdarlega sýn mína á heiminn (hmm ætli skynsemdarleg sé alvöru orð???)
    Hvað sem öðru líður þá er það á hreinu að ég er hvað flest varðar skynsöm... að minnsta kosti oftast! Því miður eru það sem ég er ekki skynsöm varðandi, frekar út í hött!!
    Ég þoli ekki opna skápa eða skúffur...af því að það gæti verið LJÓTI KALL þar inni, ójá ég er ekki að fíflast í ykkur Óli er sendur fram í eldhús á nóttinni ef þar leynist opinn skápur!
    Ég er hrædd við stóra hluti og er afskaplega fegin að allar risaeðlur eru útdauðar og ég er alveg hlynnt hvalveiðum og færi ALDREI í hvalaskoðun af því að hvalir eru alltof stórir!! Ég dreg stærðarmörk lífvera við fílinn. Þessi mynd af snjórisaeðlum finnst mér t.d mjög mjög mjög mjög scary!


    Sjá þessi kvikindi, voru þessar veggie-eðlur eða maneating-eðlur?? Skiptir ekki öllu, þær eru HUGE! Þetta eru bara smá dæmi um hvað ég get verið mikið kjánabarn...

    Óli þurfti að mæta klukkan 8 í morgun, skólasetning hjá honum í dag. Ég var því mætt vel snemma í vinnuna og átti yndislega stund með sjálfri mér með Ipodinn í botni á meðan ég opnaði aðgang minn að Tekjubókhaldi Ríkisins og öðru álíka skemmtilegu. Það er eitthvað ótrúlega yndislegt við það að byrja vinnudaginn lokuð alveg frá heiminum með háværa tónlist í eyrunum. Það gerir þennann rennblauta gráa miðvikudag mun ljúfari...

    9 dagar í afmælið mitt :)


    - Játaði Karen


    þriðjudagur, ágúst 21, 2007


    Like taking candy from a baby...

    Einu sinni var kona sem hét Jill Greenberg, hún var afskaplega fær og klár ljósmyndari sem var illa við George W. Bush, eins og okkur hinum ekki satt??
    Af því tilefni til að ná fram vonbrigðum sínum og sárindum vegna endurkjörs Bush gerði hún svolítið sérstakt... hún myndaði grátandi börn!!
    Og hvernig fékk hún krílin til að skæla...hún gaf þeim sleikjó...og tók hann svo af þeim...í 30 sekúndur!!
    Viðbrögð barnanna voru ótrúleg og myndirnar eru stórkostlegar þrátt fyrir að deila megi um hversu fallegt það var af henni að taka þær og framkalla þessar tilfinningar hjá litlum börnum.
    Varð að deila þessu með ykkur og það er hægt að skoða allar myndirnar af End times sýningunni Hérna.






    - Játaði Karen

    Lower than a worms belly...

    Það er greinilega lægð yfir landinu, eins og ég vil kalla það Fýlupokalægð!
    Ég er búin að vera afskaplega eirðarlaus og skrítin síðustu daga og held að þetta grámyglaða veður sé sökudólgurinn. Helgin hins vegar var afar velheppnuð og tókst mömmuhittingurinn alveg frábærlega vel. Ég hristi kokteila eins og ég ætti lífið að leysa, Óli eldaði, ég bakaði, gestirnir skemmtu sér og mamma endaði með því að spá í spil fyrir Siggu, Þórð og Óla.
    Rosa gaman :) Við horfðum á flugleldanna af svölunum hjá Þóru og kíktum í heimsókn niður í bæ, sungum og trölluðum. Það verður bara ekki mikið betra!! Mér tókst ekki heldur að sofa út á sunnudaginn en ég var vöknuð klukkan 9 og VARÐ að þrífa eldhúsið sem var eins og einhver sniðugur hefði sett það í Kokteilhristara og gjörsamlega misst sig!!
    Annars er allt bara með kyrrum kjörum, ég spæni í mig bókasafnsbækurnar og er byrjuð á þeirri 3, Dr Jekyll and Mr Hyde sem lofar bara góðu, er búin að ná mér í þetta líka fína kvef og bíð eftir að sólin láti sjá sig aftur...
    Ég skal vera skemmtileg seinna :þ

    - Játaði Karen


    laugardagur, ágúst 18, 2007


    Practically perfect in every way...

    Sú áætlun mín að sofa út í morgun gekk ekki alveg eftir, ég vaknaði klukkan 8 í morgun og vissi að það var ekki nokkur leið að blunda meira. Ég tók þess í stað upp bókina sem ég er nýbyrjuð á Ambáttin eftir Mende Nazer. Þetta er ævisaga sem segir frá Súdanskri stúlku sem er rænt þegar hún er barn og seld í ánauð.
    Þegar klukkan var að verða 9 klæddi ég mig og lagði að stað gangandi í ræktina. Þvílíkur dýrðarmorgun, loftið svalt og sólin hlý. Þegar ég beygði niður Lynghagann mundi ég eftir maraþoninu, þar voru krúttlegir feðgar að undirbúa sig fyrir áhorfið. Þeir voru með lítil gjallarhorn til að hvetja hlauparana áfram og stoltið bærðist í brjósti mér þegar ég sá þá flagga Íslenska fánanum og KR fánanum hlið við hlið :)
    Þegar ég var komin niður að sjó, leitaði hugurinn í bókina og lýsingar Mende á nóttinni sem henni var rænt, óttanum og örvæntingunni sem hún upplifði. Niðursokkin í hugsanir mínir sé ég hreyfingu vinstra megin við mig og lít upp...framhjá mér hlaupa fimm svartir menn og eitt augnablik skella veruleikinn og ímyndunin harkalega saman. Adrenalínið dældist út í blóðið á mér og eldrauð heit hugsun FLÝÐU var það eina sem komst að. Frekar óþægilegt en sem betur fer náði ég að stoppa mig áður en ég tók á rás. Þetta voru bara fyrstu maraþonhlaupararnir ekki menn á flótta undan Janawid vígamönnum í SÚDAN!!!
    En flottir gaurar að hlaupa 2 kílómetra á um það bil 15 mínútum!!!
    Við eitt hús á Ægisíðunni var greinilega mikil spenna í gangi, lítil prúðbúin börn sátu á stéttinni og pabbi fylgdist tvístígandi með hlaupurunum fóru framhjá, sætast af öllu var risa borðinn sem var strengdur yfir grindverkið en á honum var hvatning til hlaupara nr 21 "Áfram Mamma Langflottust" mér fannst þetta svo fallegt að ég þurfti að blikka vel og lengi til að halda aftur af tárunum...ég er meyrari en allt!!
    Dagurinn hélt áfram að vera yndislegur þegar ég kom í Þrekhúsið og sá elskuna hana Lilju Sif, við það lengdist dvölin í Þrekhúsinu heldur betur því að ég þurfti auðvitað að fá mér kaffi með henni. Og af því að við erum svo bráðgreindar báðar tvær þá þurftum við að ræða háfleyg málefni eins og alvarlegar bókmenntir, áhrif Víetnam á kaffiræktun og heimsmarkaðsverð kaffibauna, þróunarsamvinnu í Afríku og annað í sömu ætt :) Þegar málbeinið hafði verið þjálfað nóg fór ég og pyntaði kroppinn aðeins og gekk svo heim í blíðunni. So far góður dagur og ég held að hann verði bara betri þegar á hann líður.

    - Játaði Karen


    föstudagur, ágúst 17, 2007


    Say my name, say my name

    Ég elska kaldhæðinn svartann húmor, ég elska það þegar fólk tekur lífinu og sjálft sig ekki of alvarlega. Ég er að vinna með einni konu sem er alger snillingur þegar það kemur að því að gera eitthvað sem venjulega væri ekki fyndið að algerum brandara, pínulítil krúttleg gömul kona. Heima hjá mér er ég kölluð Karen, eða baby að sama skapi kalla ég Óla bara Óla eða elskan eða ástin mín. Huggulegt ekki satt. Dr Gunni kallar konuna sína lufsuna í þeim pistlum sem hann skrifar fyrir Fréttablaðið, hún tekur því ekki óstinnt upp og segir að hann meini það vel. Ég var eitthvað að hneykslast á þessu í vinnunni þegar að heyrist í fyrrnefndri samstarfskonu minni..."iss þegar ég var gift var ég alltaf kölluð helvítis kellingin"...Ég dó næstum því!!!

    Komin föstudagur og mikið er ég fegin því, var komin með upp í kok af þessarri viku skal ég segja ykkur. En ljúf helgin bíður og nóg um að vera!! Ætla að sjálfsögðu að heiðra Baðhúsið með nærveru minni eftir vinnu með því að mæta í Body pump, hvað annað... svo fáum við Óla eitt af bestu og fallegustu börnum veraldar í heimsókn í kvöld, elskulegan systurson minn.



    Sjá þetta krútt!! Hann ætlar að skemmta okkur á meðan mamma hans fer í smá matarboð :) En á morgun er stóra stundin upprunnin, mæður okkar Óla eru LOKSINS að fara að hittast!! Löngu komin tími til að leiða þessar elskur saman og hlakka ég mikið til að hlusta á þær ræða heimamund og brúðargjald og annað skemmtilegt :þ Þannig að á morgun verður sofið út, sprikklað, verslað, eldað, borðað, drukkið og SKEMMT SÉR :)


    - Játaði Karen


    miðvikudagur, ágúst 15, 2007


    Into another dimension...

    Ég labbaði upp stigana með Amy Lee syngjandi Hello í eyrun á mér, kyrrðin er algjör og loftið sjálft virðist hvísla að manni uss...mér líkar það.


    "playground school bell rings again
    rain clouds come to play again
    has no one told you she's not breathing?
    hello i'm your mind giving you someone to talk to
    hello"


    Ég renni hendinni yfir dýrgripina í hillunum, velti því fyrir mér hverjir hafa á undan mér farið höndum um þá, hvað hugsanir vöktu þeir og hvaða tilfinningar... Ég vel mér einn og máta hann við mig, og líkar það sem ég sé.
    Ég elska að heimsækja bókasafnið!!

    Að læra að lesa finnst mér eitt það merkilegasta sem að á ævi mína hefur drifið og það hryggir mig óendanlega að vita hversu mikið ólæsi er enn í heiminum. Að lesa góða bók er yndislegt og ég sef varla á nóttinni ef ég hef ekki eitthvað að lesa í seilingarfjarlægð á náttborðinu. Ég fór á bókasafnið og fór út með 4 bækar, lánstíminn er mánuður og þar sem að allar bækurnar nema ein voru á íslensku þá verður lítið mál að lesa þær á einum mánuði. Ég er rúmlega hálfnuð með fyrstu bókina Viltu vinna milljarð og er alveg dolfallin.
    Annars verð ég nú bara að monta mig á hversu dugleg ég er búin að vera í dag, labbaði heim úr vinnunni, tók ógurlega á því í Body Pump og stökk svo á skíðavélina í 45 mínútur. Um það bil þá var endorfínið farið að gefa mér ógurlega gæsahúð og því komin tími til að hætta. Ég get orðið brjáluð á öfgunum í mér, það er alltaf annað hvort í ökkla eða eyra... Annað hvort stend ég mig eins og hetja í ræktinni og sniðgeng léttilega alla óhollustu eða ég ligg einhvers staðar afvelta með súkkulaðislefuna. Merkilegur #%&$%"!!!!
    En svona er það bara að vera ég og ég ætti ekkert að vera að kvarta því að það er bara ferlega gaman að vera ég :)

    - Játaði Karen


    þriðjudagur, ágúst 14, 2007


    And then some...

    Hún elskulega litla systir mín Hanna Rún er 26 ára í dag, elsku litla snúllan. Finnst eins og það hafi verið í fyrradag þegar hún rústaði herberginu mínu og fékk að vera litla barnið sem var ekki fætt í öllum leikjum okkar :) Í tilefni afmælisins verður matur hjá mömmu í kvöld og verður afmælisbarnið þá knúsað og kysst.
    Hafið þið tekið eftir kulnum sem er kominn í loftið á morgnanna, það er alveg að koma haust. Ég held mikið upp á haustið og elska þennan tíma þegar maður getur ennþá farið út án þess að fara í jakka á daginn en það er orðið nógu dimmt fyrir kertaljós. Huggulegt...
    Skellti mér að sjálfsögðu í Pump í gær með henni Möggu minni, hún skutlaði mér svo heim eftir á og við hlustuðum ásamt prinsinum hennar á útvarp Latibær, og ég er ennþá að flissa yfir leynigestinum frá MS it´s funny in so many ways...Skyr dulbúið sem bófajógúrt hahahaha!!
    Þarf lítið til að gleðja mitt litla hjarta :) Mæli með því að tékkið á þessu just for shits and giggles!
    Bara þriðjudagur í dag og ég bíð spennt eftir helginni og fá að sofa út zzzzzzz það verður ljúft, svo er líka menningarnótt næstu helgi og spurning hvort maður bregði undir sig þeim betri??
    Aldrei að vita...

    - Játaði Karen


    mánudagur, ágúst 13, 2007


    The Count...

    Uppáhaldspersónan mín í Sesame street er Count von Count, en það er bara af því að hann er frændi minn. I LOVE THAT GUY!
    Þið sem þekkið Sesame street vitið hvað það er sem að The Count gerir þar...en fyrir ykkur hin sem eruð ekki jafn ung í anda og ég þá telur hann hluti, hann telur allt og er algjört krútt og oft gjörsamlega óþolandi...ég veit þetta er í ættinni :þ One AH HA HA HA HA Two AH HA HA HA HA three AH HA HA HA HA!

    Mér finnst líka gaman að telja þessa dagana og sérstaklega finnst mér gaman að telja upp á 46 eða 1 mánuður 2 vikur og 1 dagur!!!!
    Yfirleitt þegar ég er búin að telja upp á 46 tryllist ég og hleyp gargandi um eins og krakkinn í Home alone.....ég er að fara í Karíbahafið vúhúhúhúhú abúgga búgga búgga!!!
    Rosalegt!!
    The Count á að sjálfsögðu að vera Drakúla greifi og er skemmtilegt að segja frá því að ein hjátrú sem tengdist vampírum var sú að þær væru sjúkar í að telja hluti og þess vegna var ein leið til að sleppa frá þeim að henda fullt af salti eða grjónum á jörðina og flýja svo á meðan þær væru helteknar af því að telja agnirnar. Þið eruð alltaf að læra af mér ljósin mín og núna verðið þið ekki vampírum að bráð :)

    Annars er ég alveg sjúklega kát í dag, sólin skín, skólinn fer að byrja og ég er búin að ákveða að skella mér á námskeið og jafnvel 2 á næstunni, líklegast bara þegar við komum heim úr draumaferðinni. Ég hef nefnilega orðið vör við það að verkefnastjórar eru oft líka kynningarfulltrúar hjá þeim hjálparstofnunum sem ég hef mestan áhuga á. Þar af leiðandi ætla ég að skella mér í námskeið í vefsíðugerð og svo er ég að hugsa um að dusta jafnvel rykið af táknmálskunnáttunni. Um að gera að nýta tækifærið fyrst að stéttafélagið mitt er æst í að styrkja mann til náms :)
    Love you to bits...

    - Játaði Karen


    laugardagur, ágúst 11, 2007


    Surf´s up Big Kahuna...

    Nóg að gera eins og venjulega, átti afar "huggulegan" en "skelfilegan" á köflum föstudag. Svaf ótrúlega vel yfir mig í gærmorgun, sem er aldrei annað en skelfilegt, frekar mikið um að vera í vinnunni sem er líka skelfilegt, fór með Möggu minni í Body Pump eftir vinnu og það var afar skelfilegt enda langt síðan ég mætti síðast en eftir það varð allt afskaplega huggulegt. Fór heim með Möggu þar sem við bjuggum okkur til æðislegt kjúllasalat, drukkum kaffi og spjölluðum og skemmtum okkur. Ég vaknaði svo með strákunum mínum árla í morgun til að fara að vinna í Casa los Bagno. Óli og Hlynur þurfti að leggja af stað ansi löngu á undan mér þannig að ég ákvað að skella mér bara í strætó og þá hófust ævintýrin. Mér fannst meira en lítið undarlegt að vagnstjórinn ók út á Granda í stað þess að fara niður í bæ, en hugsaði með mér að kannski væri miðbærinn lokaður vegna Gay Pride. En hann stoppaði ekki niður á torgi og fór Sæbrautina á ofsahraða án þess að stoppa einu sinni, en hann átti að fara Hverfisgötuna ekki Sæbrautina. Þarna var ég eiginlega farin að hafa áhyggjur af því að hann væri bara á hraðferð með mig upp í Heiðmörk og leist ekkert á blikuna. En sem betur fer tók hann beygjuna inn að Hlemm á 3 hjólum eða eitthvað, nelgdi nidur, opnaði og hljóp sperrtur út úr vagninum, inná Hlemm í átt að klósettunum. Ahaaa hugsaði ég kallgreyinu hefur verið svona mál að hann varð bara að sleppa öllum stoppum og bruna upp á Hlemm...poor bastard. Ég ákvað að labba restina af leiðinni uppí Baðhús. Vonandi hafa ekki margir vonast til að komast leiða sinna með vagni nr 12 í morgun!


    Gaman að taka svona auka vakt í Baðhúsinu og hitta bara á Baðhús-elítuna, ég var að vinna með Láru og Lilju Sif sem minnti á gömlu góðu dagana. Allt gekk vel og var rólegt þar til að við fengum að vita að á leiðinni væru um 100 konur sem væru allar á leið í prufu fyrir auglýsingaherferð Baðhússins. Þær sátu fyrir á myndum á sundfötum einum klæða en koma svo til með að verða teknar nektarmyndir af þeim 7 konum sem verða fyrir valinu... SMEKKLEGAR nektarmyndir, takk fyrir!!! Linda P gerði heiðarlega tilraun til að lokka mig úr fötunum en ég afþakkaði pent, Óla finnst líklega nóg að nágrannarnir sjái mér bregða fyrir berri öðru hvoru, óþarfi að sýna sig þjóðinni allri :þ Svekkjandi fyrir ykkur híhí!!!!

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, ágúst 09, 2007


    One down three to go...

    Þá er sú fyrsta af okkur 4 æskuvinkonunum orðin þrítug...elsku Ragga mín, nýbakaða mamman á afmæli í dag og af því tilefni fær hún að sjálfsögðu senda afmæliskossa og knús.
    Það er gaman að því að við 4 eigum allar afmæli á einum mánuði frá 9. ágúst til 9. september :)
    3 meyjur og eitt ljón og búnar að vera vinkonur í tvo áratugi hvorki meira né minna!
    Set hérna eina fallega mynd af afmælisbarninu tekna á afmælinu hennar í fyrra.
    Til hamingju með daginn Ragga mín, þú ert yndi!!


    - Játaði Karen


    miðvikudagur, ágúst 08, 2007


    It´s good to be the king!

    Ahhh gott að vera ég í dag...er alveg með eindæmum hress eitthvað og kát :D
    Fór alltof seint að sofa af því að ég gat ekki hætt að lesa, búin að gleyma því hvað White road er intense og skemmtileg bók. Vaknaði svo alltof snemma í morgun, af alltof skemmtilegum draumi til að fara í leikfimi fyrir vinnu. Var samferða Óla og fór í Baðhúsið að hlaupa og pumpa magavöðvana...sem eru þarna undir einhvers staðar, vona ég :þ
    Hlustaði á Sean Paul á meðan ég horfði á einhvern slúðurþátt um stjörnurnar. Það var sko hressandi, langt síðan maður hefur dottið í smá stjörnuslúður og það er margfalt betra þegar maður er ekki með hljóðið á haha!!
    Þurfti að fara í úlpu í morgun, það er greinilegt að það styttist í haustið. Maður farin að hugsa um skólann og svona, og ég verð nú bara að viðurkenna að ég er farin að hlakka soldið til enda afskaplega spennt fyrir náminu mínu. Eftir næstu önn á ég bara ritgerðina og 10 einingar eftir í mastersgráðuna, ótrúlega fljótt að gerast. Then I shall be the master of the Universe, þú veist eins og He-man ;)
    Það er einhver spenna og fiðringur í mér, hlakka til einhvers en veit ekki hvers... Isn´t it great??

    - Játaði Karen


    mánudagur, ágúst 06, 2007


    Shoppingmansweekend part II: Son of a shoppingman

    Jæja þá er maður komin í gírinn til að segja ferðasöguna og meira til, ég er búin að vera í fríi í vinnunni síðan á þriðjudaginn í síðustu viku, bara alveg óvænt en afar velkomið frí. Maður sleppir bara ekki tækifærinu þegar fullmannað er í eina viku og maður getur tekið sér smá auka afslöppun, sem ég gerði. Á miðvikudaginn var rosa gaman því að þá var SURPRISE velkomin heim Sigga og Þórður partý upp á Skaga. Það var ekkert smá velheppnað og best af öllu að þau vissu ekkert hvaðan á þau stóð veðrið og náðist að koma þeim virkilega á óvart. Æðislega gaman og gaman að vera búin að fá þau heim. Fimmtudagurinn var svo alveg rosalega busy en ég byrjaði í Blóðbankanum þar sem að tekin var úr mér 2faldur skammtur af blóðflögum og þegar því var lokið höfðu 3 lítrar og 680 millilítrar af blóðinu í kroppnum á mér farið í gegnum vél og blóðflögurnar teknar. Alltaf gaman að fara í Blóðbankann og mér líður alltaf eins og algerri prinsessu þar nema kannski rétt á meðan verið er að stinga mann :þ
    Eftir Blóðbankann kíkti ég á Röggu og lillababy og spjallaði við þau aðeins og fékk að knúsa ungann aðeins. Svo næst var það afar hugguleg strætóferð uppá Skaga þar sem að strákarnir biðu tilbúnir í Vesturförina. Við lögðum af stað um 7 leytið og vorum komin á tjaldsstæðið í Tungudal um miðnætti.



    Fengum alveg ÆÐISLEGAN stað og þarna má sjá hvað það var heimilislegt og kósý hjá okkur, liðsfélagar strákanna mættu snemma á föstudeginum og áttum við okkar eigið notalega skot á tjaldstæðinu. Spennan magnaðist heilmikið við komu liðsfélaganna og var farið að skipuleggja leikina og útbýta búningum en strákarnir voru í Trauma-Team styrktir af 112 neyðarlínunni. Sem var bara fyndið :) Slökkvilið Ísafjarðar var svo mætt á föstudagskvöldið til að bleyta vellina vel og vandlega enda ekki hægt að spila mýrarbolta á þess að hafa mýri.





    Svo rann aðaldagurinn upp, leikar hófust klukkan 10 um morgunin og piltarnir löbbuðu af stað í rigningu og kulda í átt að frumraun sinni í Mýrarbolta. Þegar maður er að fara að keppa í jafn krefjandi sporti og Mýrarbolta þá er nauðsynlegt að hita vel upp, hita lungun með tóbaksreyk og mallann með bjór ummmummm!



    Strákarnir spiluðu 3 leiki, tvo fyrstu án þess að fá pásu á milli og svo fengu þeir pásu í einn leik fyrir þann síðasta. Og pásan var velkomin því að ég held að engann þeirra hafi grunað hversu BRJÁLAÐ þetta yrði.







    Magnús stóð sig frábærlega í markinu og vann svo hinn eftirsótta titill Drullugasti leikmaður mótsins, verðskuldaður sigur eins og sjá má á þessarri mynd. Fyrstu 2 leikirnir fóru 2-0 og svo 1-0 en strákarnir létu það ekkert á sig fá enda voru þeir virkilega góður sérstaklega í seinni leiknum og þetta 1-0 var virkilega tæpt. Í pásunni var farið inní risatjald að hlýja sér og þá hittum við leikmenn síðasta liðsins sem að strákarnir áttu að keppa við og varð okkur um leið ljóst að þetta yrði eins og slagur milli kettlings og tígrisdýr. Greyin voru soldið mikið fullir og einn leikmaðurinn mætti ekki til leiks því að hann þurfti að drepast, sem hann og gerði...á jörðinni, drulluskítugur og berfættur undir teppi :)

    Leikurinn var svo algjört grín og strákarnir gátu bara slakað aðeins á því að mótherjarnir snérust bara í hringi í kringum sjálf sig, öll búin að týna skónum sínum í drullunni og sumir á góðri leið með að týna buxunum sínum líka.



    Virkilega hressandi og ég held að þessi mynd sé bara totally ljósmynd mótsins hahahaha!! Síðasti leikurinn fór easy 3-0 fyrir Trauma-Team og strákarnir voru skítugir en ánægðir með daginn.
    GO TRAUMA-TEAM




    Eftir þetta var bara farið í sund þar sem strákarnir voru heila eilífð að moka drullunni af sér og svo var bara borðað og farið heim í tjald að drekka bjór. Nonni og Stefán mættu svo ferskir til leiks okkur til endalausrar skemmtunar.

    Útilegufólkið Eyvindur og Halla voru í banastuði...


    Þórir og Ármann í annarlegu ástandi :)

    Frændurnir kátir að venju ;)


    Daginn eftir var þetta það fyndnasta ever en svona lagað getur gerst þegar að fólk tjaldar með bjór í hönd og vantar nokkrar súlur :þ

    Maður verður að hafa almennilegar skrámur til að sýna eftir svona rosalegan bardaga og Magnús átti vinninginn þar þetta er sko Wounded Knee! Hættulegur þessi Mýrarbolti!



    Kvennaliðin voru algjör snilld í boltanum og voru allar í rosalegum búningum og alveg óhræddar við að skíta sig VERULEGA út meira að segja eftir að leiknum var lokið.

    Síðasti leikur strákanna fór svo 1-0 en Trauma-Team voru ótrúlega flottir, liðið sem þeir kepptu við Triton Ivanov héldu svo áfram og unnu mótið. Óli og Atli voru ótrúlega sætir og skítugir og var svo bara farið og skolað af sér í ískaldri ánni!!!

    Hraustir strákar!!! Eftir sturtu var svo haldið heim á leið og við Óli héldum svo áfram að skemmta okkur með Nonna og Þóru og komum heim 4:30 í morgun. Svo var bara stórþvottur í morgun einar 6 vélar eftir ferðina... við erum brjálaðar hetjur! Nú get ég bara ekki meir og ætla að skríða upp í sófa og slaka...


    - Játaði Karen


    sunnudagur, ágúst 05, 2007


    Shoppingmansweekend

    Smá forsmekkur af því sem koma skal...má ekki vera að því að blogga meira núna þar sem að mín bíður meiri bjórdrykkja og áfram afar skemmtilegur félagsskapur.







    - Játaði Karen