Keyptum í gær snilldina eina...Er núna á meðan ég skrifa þetta með Helga bundinn steinsofandi framan á mig, alsælan og ég með báðar hendur lausar. Þetta heitir Moby Wrap og verður klárlega mikið notað á þessu heimili. Óli er að vinna upp á Skaga þessa dagana og Helgi er búin að vera eitthvað pirraður í maganum og vill mikið láta halda á sér. Þetta burðarsjal gerir mér kleift að halda á honum en geta samt gert eitthvað. Ég er búin að þrífa ísskápinn, fara út með ruslið og brjóta saman þvott með litla kútinn alsælann fastann við mig. I LOVE IT :D
Við mæðgin skelltum okkur líka í bæinn á Gaypride í gær með Mömmu, Hönnu og Ágúst Smára, rosa mikið af fólki og gangan ekkert smá glæsileg.
Ágúst Smári "kappklæddur"að venju
Þarna var langbesta útsýnið yfir gönguna
Helgi svaf bara mestan tímann þrátt fyrir brjálaða tónlist og læti
Það er líka fínt útsýni þegar maður situr á háhest!!
Helgi sposkur á svip í vagninum...
Svo erum við að fara í 6 vikna skoðun hjá ungbarnaeftirlitinu á morgun og fáum þá að vita hvað Helgi er orðinn stór. Ég er með ansi miklar væntingar eftir að hann þyngdist um 500 gr á einni viku síðast þegar hann var mældur. Verður spennó að fá að vita hvað hann er orðinn þungur núna litli hlunkurinn.