Gleðilega páska krúttin mín :D
Ohhh hvað ég er búin að hafa það yndislegt í fríinu, sofa út, borða góðan mat ( og páskaegg) , fara í ræktina og eyða tíma með skemmtilegu fólki. Unaðslegt alveg hreint.
Trúi því varla að ég þurfi að fara í að vinna í fyrramálið...
En það er nú ekki svo slæmt, byrjum daginn á morgun með mæðraskoðun og blóðtöku og svoleiðis huggulegheitum og svo þarf ég bara að vinna í 2 daga og hvað gerist þá...nú aftur frí nema núna fer fríið fram í Stokkhólmi. Ég er orðin ansi spennt skal ég segja ykkur :D
Vaknaði snemma í morgun og skellti mér í gymmið að taka aðeins á því, alveg merkilegt hvað það er miklu minna mál að mæta í ræktina þegar maður er í fríi, ég hef eiginlega varla orku í það þegar ég er að vinna allan daginn. Sit núna nýsturtuð með handklæði á hausnum með kveikt á páskakerti og bíð eftir að elskan mín vakni því að ég er tilbúin með morgunmat handa okkur...morgunmatur í 2veldi í mínu tilfelli :þ
Það er annað sem við Óli erum búin að vera dugleg að gera í fríinu en það er að dekra hvort við annað. Það er náttúrulega bara best í heimi!!
Elskulegi bumbubúinn hefur það afskaplega gott þrátt fyrir að vera haldinn frammistöðukvíða þegar kemur að því að leyfa öðrum að finna spörkin. Ég sver það, það er eins og krúttið finni þegar ókunnug hendi er á mallanum og er þá alveg grafkyrrt þangað til hendinni er sleppt og þá byrjar showið :D Við erum búin að panta okkur tíma í 3D sónar 2. apríl og erum að sjálfsögðu afskaplega spennt að kíkja betur á litlu elskuna, en erum ennþá staðráðin í því að láta kynið verða Surprise! Hmm hvað meira, já einmitt við erum líka farin að hugsa vel fram í tímann og erum búin að panta sumarhús í Súðarvík um versló, svo að hægt verði að skella sér í Mýrarboltann! Haldið að það sé :D
Hafið það gott elskurnar og í tilefni þess að hún tengdamamma mín átti afmæli í fyrradag fylgir hér ein falleg mynd af henni og Balthasar krútti.
Til hamingju með afmælið Sigga mín!