Miss Ülrich
E-Mail Linkur Gegn ofbeldi



Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lí­sa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar



Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp


Karen


...Mælir með:
Að vera mamma:D

...ER Að LESA:

-The Amazing Maurice and His Educated Rodents eftir Terry Pratchett. Köttur og rottuhópur öðlast skyndilega mikla greind og geta talað. Þau fá í lið með sér strákling sem spilar á flautu og fara að pretta peninga út úr fólki. Bráðskemmtilegt!!




Lilypie 1st Birthday Ticker

Nýlegir póstar

  • It´s facebook...
  • Back to school...
  • What to say, what to say?
  • Restart...
  • X-mas
  • Ages....
  • Here I come...
  • Bloggeddy blogg...
  • Lucky numbers
  • Clever mouse...

  • Eldri póstar

  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • desember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • september 2006
  • október 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • september 2007
  • október 2007
  • nóvember 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • febrúar 2008
  • mars 2008
  • apríl 2008
  • maí 2008
  • júní 2008
  • júlí 2008
  • ágúst 2008
  • september 2008
  • desember 2008
  • janúar 2009
  • mars 2009









  • föstudagur, desember 28, 2007


    Don´t wanna be...

    All by myself...anymore :þ
    Hringdi Óla áðan og sagðist vilja fá hann heim!! Brjálað að gera hjá elskunni í húsabyggingu og hljómsveitaræfingum og mér finnst ég vanrækt, og það gengur sko ekki þegar maður er prinsessa. Elska nýfundna orku mína, er eitthvað svo miklu hressari en ég er búin að vera og af því tilefni labbaði ég ásamt honum Helga góðvini mínum úr vinnunni niður í bæ þar sem Helgi heimtaði að bjóða mér upp á máltíð til að fagna barnsvoninni og skelltum við okkur á Sólon borðuðum góðan mat og spjölluðum. Helgi sjálfum sér líkur og sagðist endilega vilja fá að bjóða mér út að borða núna og ná mér snemma á meðgöngunni...áður en ég væri farin að borða eins og hross og panta 2 aðalrétti, mér fannst hann fyndinn ;D
    Ég labbaði svo við í bókabúð og fjárfesti í einni bók mér til skemmtunar því að núna þegar námið er ekki að flækjast fyrir spæni ég í mig jólabækurnar og sá fram á að vera bókalaus um helgina. En svona er ég búin að vera síðan ég var 6 ára þannig að það ætti að vera hætt að koma mér á óvart hversu fljótt ein bók er lesin.
    Síðasti vinnudagur ársins í dag, og ég þarf ekki mæta aftur fyrr en klukkan 12 á miðvikudaginn...ég gæti sko alveg vanist því að vinna bara svona einn til tvo daga í einu og taka þess á milli nokkra daga í frí. Not to shabby for Karen...
    En núna ætla ég að kúra mig upp í sófa, með Book of the Dead hennar Patriciu Cornwell og virkilega sjúga í mig fríið og bíða eftir elskulegum strákunum mínum.
    Hafið það æðislega gott...ég veit að ég ætla að gera það!

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, desember 27, 2007


    Miss Frostrich the snow-woman...

    Eruð þið að grínast með kuldann þarna úti????
    Mér er kalt á kroppnum og á sálinni... Neyddist nefnilega til að sofa al al alein í nótt því að Óli skellti sér á ball á Skaganum sem maður getur ekki gert þegar maður þarf að mæta snemma í vinnu daginn eftir, ég amk lagði ekki í það og var því grasekkja í eina nótt...Hates it!!
    Vaknaði í morgun Óla megin í rúminu búin að hnoða sængina hans í kuðl og var að knúsa hana, merkilegt hvað maður verður háður þessum elskum sínum!!
    Ég heyrði líka leiðinlegt hljóð þegar ég vaknaði, gnauð í vindi sem mér leist lítið á þar sem að ég verð fótgangandi í dag. Og ég dúðaði mig eins og ég væri á leið á annan hvorn pólinn en allt kom fyrir ekki, mér varð ískalt og er eiginlega ennþá kalt. Nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni enda varla bíll á götunni, eflaust margir sem tóku sér aukafrí þessa 2 daga. Ég veit að ég hefði verið til í það hefði það staðið til boða!!!
    Hlakka til eftir vinnu, ætla að halda áfram alsherjar slökuninni síðan í gær, en ég er að verða búin með Terry Pratchett bókina frá Óla enda er hún svo æðislega skemmtileg að ég get ekki lagt hana frá mér. Gaman að lesa og vera alltaf flissandi og hlæjandi upphátt :D
    Liggja, slaka og strjúka sístækkandi mallann er nokkuð til betra...
    Hlynur kemur til okkar á morgun sem er bara gaman og Helga Ljósa vinkona ætlar að koma í heimsókn með Dopplertækið og leyfa stórabróður tilvonandi að heyra hjartsláttinn hjá krílinu, svo ætlum við bara að fjölskyldast eitthvað á laugardag, á sunnudaginn er matarboð á Skaganum og spilerí hjá Óla um kvöldið. Á gamlársdag verður svo hin árlegi Gamlársbrunch á Eggertsgötunni og svo aftur á Skagann í gamlársgleði og sprengingar. Já lífið er ansi ljúft!!


    - Játaði Karen


    miðvikudagur, desember 26, 2007


    Happy Holidays...

    Gleðileg jól elskurnar mínar!!
    Mikið eru þau líka búin að vera gleðileg hjá okkur, hvað er betra en að eyða tíma með sínum nánustu, borða góðan mat, skiptast á gjöfum, spila og skemmta sér. Það er ekki annað hægt en að gleðjast. Við Óli vorum að þessu sinni hjá mömmu minni á aðfangadag, það var yndislegt og var sérstaklega gaman að elsku Ágúst Smára sem var alveg í skýjunum yfir öllum pökkunum.
    En ég fékk líka æðislega pakka, geggjaða leðurtösku, nýja diesel ilmvatnið og Terry Pratchett frá Óla, armband, náttkjól, aðra bók, sjal, við saman fengum pönnu, æðislegt rúmteppi og borðdúk svo dæmi séu tekin. Gærdeginum eyddum við svo í góðu yfirlæti hjá tengdamömmu á skaganum og var þar eins og alltaf æðislegur matur og skemmtilegur félagsskapur. Veðrið lék hins vegar ekki við okkur eins og þið flest tókuð eftir þá snjóaði endalaust í gær. Við keyrðum Hlyn svo á Hvanneyri þar sem við festum okkur í snjóskafli og ég held í alvörunni að ég hafi aldrei verið eins ánægð að sjá Reykjavík eins og í gær, eða eins og ég sagði við Óla " að nokkur láti sér detta það í hug að búa annars staðar er bara óskiljanlegt fyrir borgarbarnið mig."
    Við Óli vöktum svo langt fram á nótt og ég þurfti að draga sjálfa mig á fætur í morgun því að ég þarf að mæta í vinnu í fyrramálið og verð því að geta farið að sofa á skikkanlegum tíma í kvöld.
    En ég er bara rosa ánægð og glöð með jólin og hlakka til að vinna í 2 daga og fara svo í meira frí :D

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, desember 20, 2007


    All baked out...

    Mér líður eins og ég hafi farið í gegnum Kenwood chef hrærivélina hennar mömmu sem ég var með í láni í gær, ég er svo hrikalega syfjuð. Ég var nefnilega að jólabaka í gær...einar þrjár sortir takk fyrir!!! Og þar á meðal Sörur thank you very many :þ
    Á meðan Óli barðist áfram í einhverju HTML verkefni fyrir skólann stífþeytti ég eggjahvítur, saxaði súkkulaði og grenjaði pínu smá. Það er soldið sérstakt að hafa enga stjórn á líkama sínum né tilfinningum og varð það til þess að ég fór bara að vola yfir bakstrinum í gær...útaf engu.
    Það var ekki eins og kökurnar væru að misheppnast eða eitthvað slíkt sem getur kallað fram tár neihei þess í stað var elskan mín eitthvað að flissa yfir því hversu slándi lík Dolly Parton ég er að verða svona í kringum það svæði sem hún er hvað þekktust fyrir. Og eins og hendi væri veifað fóru tárin að streyma og ég átti fullt í fangi með að koma í veg fyrir að þau yrðu hluti af kökudeiginu. Mér finnst stundum erfitt að sætta mig við þessar stökkbreytingar sem eru að verða á kroppnum mínum, nóg til að væla aðeins undan því. En ég er fljót að jafna mig aftur þó að Óli eigi algerlega mína vorkunn þessa dagana...
    Ég held samt að öll met hafi verið slegin við annað tilefni þegar ég fór að hágráta yfir bílaláns auglýsingu frá Lýsingu. Þið kannist eflaust við þessa auglýsingu, fjölskylda á ferðalagi í litlum bíl sem er troðinn af börnum og uppá þaki er farangurinn sem opnast og fötin þeirra fjúka um allt...tárin hrundu niður kinnarnar á mér á meðan ég sagði við Óla..."þau þurfa ekkert nýjan bíl sjáðu hvað þau eru hamingjusöm og nægjusöm" Já mér finnst stundum soldið erfitt að vera ég þessa dagana...en líka yndislegt og skemmtilegt :D


    - Játaði Karen


    miðvikudagur, desember 19, 2007


    Count your blessings...

    Fékk áhugaverðan tölvupóst í gær, þar sem verið var að sýna fram á muninn á matarneyslu á einni viku eftir heimshlutum. Mér fannst þetta áhugavert og ætla að sýna ykkur nokkrar myndir


    Þýsk fjölskylda 500$
    Bandarísk fjölskylda...kemur á óvart!! 347$

    Fjölskylda í Tingo...S-Ameríka 31.55$

    Fjölskylda í Chad... Afríka 1.23$

    Smá munur á viku matar og drykkjarneyslu, ég held að íslendingar séu einhvers staðar á milli þýsku og USA fjölskyldunnar svona nokkurn veginn.
    Held að maður geti aldrei verið of þakklátur fyrir það sem maður fær og við sem fáum svo mikið ættum að minna okkur á það hversu blessuð við erum sem oftast...

    En að öðru og öðruvísi hlutum þá talaði ég við nýorðinn 5 ára systurson minn elskulegan í síma í gær, hann var á Eiðistorgi með mömmu sinni og ömmu og spígsporaði um allt með gemsann á eyranu, ótrúlega flottur gaur. Við vorum að ræða það sem að heltekur öll lítil börn þessa dagana en það eru Sveinarnir 13 og hvað þeir gefa góðum börnum í skóinn. Lillinn sagði mér hvað Hurðaskellir hafði fært honum fallegt um nóttina og fullyrti að hann hafi sko aldrei fengið kartöflu í skóinn. Síðan spjölluðum við aðeins um hann Kertasníki en lillinn þóttist ekkert kannast við það að Kertasníkir borðaði kerti. Hljómaði einhvern veginn svona... " 'Oj borðar hann kerti, það er ógeðslegt. Og hann brennir sig í munninum því það er ógeðslega heitt sko, af því að það er kveikt á því" Ég þurfti að berjast við að láta hann ekki heyra mig flissa, meira krúttið :D Jólin eru þvílíkt búin að læðast upp að mér í ár þó að ég hafi verið farin að hugsa um þau einhvern tímann snemma í haust. 5 dagar eftir og ég á heilmikið enn ógert. Ætla að baka eftir vinnu og svo þarf að koma jólakortunum í póst, klára að þrífa og versla þessar síðustu jólagjafir sem enn eru ekki keyptar. En þetta hefst allt fyrir jól...eins og alltaf!
    Jóla Jóla Jóla!!

    - Játaði Karen


    þriðjudagur, desember 18, 2007


    What a difference a day made...

    24 little hours...
    Brought the sun and the flowers, where there use to be rain.

    Mikið líður mér vel í dag, þó að ég sé sybbin þá er ég ótrúlega hress. Sem er gaman kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég er loksins komin í jólafrí frá skólanum, og kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég hlustaði á skemmtileg jólalög á leið í vinnuna, kannski hefur það eitthvað með það að gera að Óli er líka að verða búin með sína verkefnavinnutörn þannig að við getum gert eitthvað notalegt saman í kvöld sem við höfum ekki getað síðan fyrir helgi, en kannski hefur það eitthvað með það að gera að eftir margar vikur af því að fá gæsahúðarviðbjóðshroll af tilhugsuninni um að fá mér mitt heittelskaða kaffi mætti ég í vinnuna í morgun og langaði í kaffi og fékk mér kaffi og drakk kaffi og fannst það GOTT ;D Nokkuð ljóst að hormónahryðjuverkin sem hefur verið að stjórna tilveru minni síðastliðna mánuði eru að verða búin og vil ég senda ljúfar ástarkveðjur til fylgjunnar sem á hvað mestu hlutdeild í minni batnandi líðan :þ

    Ég veit ekki með ykkur en ég er samt orðin pínu leið á þessu endalausa myrkri hérna alla daga og er búin að setja inn pöntun fyrir snjókomu sem allra fyrst til að létta aðeins á þessu svartnætti. En ef þessi pöntun mín verður ekki uppfyllt sem kæmi mér ekki á óvart miðað við stormasamt samband mitt við verðurguðina þá ætla ég bara að setja allt á fullt heima í kertaljósum og jólafíling og Scrooge aka Óli verður bara að taka þátt eða sofa á svölunum hahaha.

    Koma svo!!!

    Let it snow...
    Let it snow...
    Let it snow...


    - Játaði Karen


    mánudagur, desember 17, 2007


    Finally...

    Það er svo erfitt að vera inní skápnum, vita eitthvað sem manni langar að deila með öllum heiminum en geta það ekki strax. Timing is everything!!
    Mér er búið að líða þannig síðan yndislega föstudagsmorgunin 19. október þegar við Óli komumst að því að þrátt fyrir að hafa bara farið tvö að sigla um Karabíska hafið þá komum við þrjú heim úr siglingunni. Alveg magnað :D
    Það hefur sést á blogginu mínu að síðan þá hef ég lítið getað sagt því að kvöldum mínum hefur að mestu verið varið í ógleði og gubbustand með tilfinningasveiflum og tilheyrandi. Já það er ýmislegt sem maður er tilbúin að láta yfir sig ganga til að fjölga heiminum og mér skilst að þetta sé nú bara rétt að byrja. Helga vinkona er búin að vera mér til halds og trausts og mætti með nálastungunálarnar til að hjálpa við ógleðina og það hjálpaði alveg heilmikið. En þegar svona er ástatt hjá manni er maður til að prófa hvað sem er (sem ekki skaðar baby) til að losna við vanlíðanina...ef einhver hefði getað sannfært mig um að það hjálpaði hefði ég glöð smurt mig með hunangi og dansað nakin í tunglsljósinu. Já ansi örvæntingarfullt!!!
    En hvað um það, núna eigum við að vera komin yfir mesta hættutímann og ég get því deilt þessum gleðifréttum með ykkur gullin mín...búnar að vera erfiðar rúmar 8 vikur af leynimakki. En það er allt þess virði þegar maður fær að heyra hjartsláttinn hjá krílinu og enn yndislegra þegar maður er loksins búin að sjá það, sprikkla og sýna listir sínar í sónar.
    Læt fylgja hér eina mynd af erfingjanum :D

    Er þetta ekki það fallegasta ever???

    - Játaði Karen


    þriðjudagur, desember 11, 2007


    Baking day...

    Búin að vera í fríi í dag, það er eitt fríðindi við það að vinna hjá ríkinu að allt starfsfólkið fær svokallaða bökunardaga í desember. Sem er ljúft :D ég var sem sagt í fríi í dag og á fimmtudaginn. Reyndar nota ég mína bökunardaga ekki í að baka í ár heldur var snarað fram einni lokaritgerð í dag og annað eins á fimmtudaginn og þá ljósin mín er ég komin í jólafrí.
    Þannig að ég get eiginlega ekki beðið eftir helginni. En þessi vika verður ansi sweet bara vinna annan hvern dag!
    En ég hef ósköp lítið meira að segja annað en að óska henni Hafrúnu minni til hamingju með elsku litlu prinsessuna sína!!!
    Gaman, gaman....

    - Játaði Karen


    föstudagur, desember 07, 2007


    Sister´s united...

    Mikið var yndislegt veðrið í gær, þegar ég kláraði vinnudaginn féllu mjúk og stór snjókorn og ég fékk þvílíka jólagleði í hjartað. Ég fór svo heim og við Óli ákváðum að fara gangandi í bæinn að fagna 25 ára afmæli Kvennaathvarfsins. Ráðhúsið var jólaskreytt og dagskráin var góð. Það hefði samt verið gaman að sjá fleiri þingmenn og ráðherra á staðnum en elskan hann Steingrímur J var mættur og var gaman að sjá að einn þingmaður amk hefði áhuga á málefninu. En það vantar sko heilmikið uppá!!!
    Við Óli löbbuðum svo heim í snjónum og ég naut þess í botn að sjá jólaljósin í bænum...yndislegt!!
    Nú er kominn sá tími þegar maður fer að huga að síðustu jólagjöfunum og eru örfáar enn eftir, en hver hefur ekki lent í því að vera í stökustu vandræðum með að versla jólagjafir fyrir óvini sína. Ég veit að það hefur reynst mér mikill höfuðverkur síðustu ár, en í ár er sko heldur betur nóg af góðum gjöfum fyrir óvinina. Þá ber fyrst að nefna hljómplötuna Þetta er lífið með Geir Ólafs, það er sannarlega gjöf sem að maður gefur versta óvini sínum. Hvað er betra en 34 mínútur af tannrótarfyllingar kvölum yfir mjálminu í Geira??? En hvað með ykkur sem eruð svo óheppinn að eiga óvini sem fíla garnagaulið í Geir Ólafs, ekki örvænta það er ekki öll nótt úti enn því að Umbi íslands var að gefa út ævisögu sína...rétt skriðinn yfir þrítugt, hugsið ykkur að óvinir ykkar munu kveljast í fleiri klukkutíma yfir þvaðri Einars Bárðar um ógó fræga vini skilirðu og það eru myndir líka, það er nokkuð ljóst að heimurinn væri ekki jafn vel settur ef að Einar B hefði ekki dregið öll þessi smástirni fram á sjónarsviðið, ég meina hvar værum við stödd án Nælon??? Síðasta gjöfin er svo tvímælalaust CSI-Miami SAFNIÐ, það sem virðist óendanlegur skammtur af ógeðsbarninu David Caruso að rífa af sér sólgleraugun og koma með hrollvekjandi "svalar" athugasemdir áður en hann stormar út af skjánum. Þetta er gjöf til óvinar sem sannarlega heldur áfram að gefa...ógleði og vanlíðan!!!
    Enjoy!!!


    - Játaði Karen


    fimmtudagur, desember 06, 2007


    Are you ready...

    Ég þarf að segja soldið...en ég ætla að hvísla því...komiði aðeins nær...
    og aðeins nær...TILBÚIN??
    Jólajólajólajólajólajólajólajólajólajólajólajólajólajóla!!!
    Ég var ekkert smá glöð að sjá hvíta jörð í morgun, þvílík sæla...jólasæla :D
    Búið að vera alveg meira en nóg að gera þessa vikuna í vinnunni, og verst finnst mér að
    það lítur út fyrir að ansi margir fái fjárnám í skóinn í ár. Ef það er ekki dapurt þá veit ég ekki hvað :(
    Annars eru bara spennó tímar framundan, nóg um að vera! Óli ætlar að koma með mér á 25 ára afmælishátið Kvennaathvarfsins í dag í Ráðhúsinu kl 17, allir velkomnir svo ef ykkur langar að kíkja þá endilega skella sér. Svo er jólahlaðborð á Grand Hótel annað kvöld í boði Sýsla og hlakka ég mikið til enda búist við miklu fjöri. Eitthvað hef ég heyrt orðróm um ein 2 partý líka um helgina þannig að þetta ætlar að vera viðburðarríkt með meiru. Ég er aðeins byrjuð að vinna í stóru ritgerðinni sem ég á að skila í næstu viku og verður meira en nóg að gera um helgina þar sem ég er að plana lærdóm og smákökubakstur líka. Já það verður ekki af manni skafið :þ Ætla að vera búin að öllu skóladóti fyrir næstu helgi takk fyrir enda ekkert gaman að hafa þetta hangandi yfir manni alla aðventuna ef maður kemst hjá því. Ekki satt??
    Svo var ég á rosa góðum fræðslufundi í morgun í vinnunni og var það iðjuþjálfi sem fór yfir vinnuaðstöðuna og svona hjá okkur, mjög gott og margt sem maður er búin að vera gera alveg kolvitlaust, núna er ég komin með upphækkun á tölvuskjáinn og stilla stólinn aðeins betur... Allt annað líf skal ég segja ykkur, það ættu allir vinnustaðir að splæsa í svona fræðslu þar sem þetta getur verið ómetanlega gott fyrir starfsfólkið.
    Jæja gullin mín hafið það gott og njótið hvítu jarðarinnar :D

    - Játaði Karen


    mánudagur, desember 03, 2007


    WHO DA MAN???

    Það beið mín aldeilis skemmtilegt surprise þegar ég opnaði póstinn minn í vinnunni í morgun. Hann hljóðaði svona Prófið er komið á netið 2-3 des!! Sem sagt prófið byrjaði kl 16 í GÆR!!
    Heimaprófið sem ég er búin að bíða eftir að fá dagsetningu á!!!
    Ég hélt að ég myndi falla í yfirlið en náði tökum á mér fékk frí og brunaði heim og ahhhhh ég kunni þetta allt... var að klára prófið og er bara ansi ánægð með árangurinn, skilaði á 6 og 1/2 tíma því sem okkur var gefinn sólarhringur í. Þrátt fyrir þetta létta áfall þá er ég þvílíkt fegin að þetta er búið bara ein stór og ein lítil ritgerði í jólafrí :D
    Gotta love it!!

    - Játaði Karen


    sunnudagur, desember 02, 2007


    Today´s your birthday...

    We´re gonna have a party!!

    Til hamingju með daginn elsku Ágúst Smári, heimsins besti litli frændi :D
    Prinsinn 5 ára í dag og við vorum að koma úr æðislegu afmælisboði hjá elskunni.
    Eins og vill verða þegar einhver svona nákominn manni heldur upp á merkisdag þá vill það fylgja að maður eyðir smá tíma í að hjálpa til við undirbúninginn. Ég var semsagt að baka í gær og í dag og mætti svo snemma til að hjálpa til við síðustu handtökin í að gera allt tilbúið.


    Veislan var velheppnuð og drengurinn fékk ekkert lítið af flottum gjöfum, sumar sem voru næstum jafnháar honum. Elsku krúttið :D

    Þarna er afmælisbarnið með föðurafa sínum að taka upp eitthvað rosalegt tryllitæki en þar sem að afinn er algjör bílakall þá eru það vanalega einhverjir rosa trukkar sem enda í pökkunum hjá afastráknum. Hlynur englabossi náðist svo á þessari frábæru mynd með munninn stútfullann af rice krispies köku. Svona á þetta að vera í góðu partýi.

    Annars er helgin búin að vera viðburðarrík með meiru, á föstudaginn fórum við eftir að sækja Hlyn beint á Skagann í æðislegan mat og jólastuð á Jörundarholtinu. Eftir matinn settumst við niður og bjuggum til jólakort á meðan tónlistarhæfileikar fjölskyldunnar fengu að njóta sín. Óli prófaði að taka í nikkuna hjá Þórði og stóð sig bara nokkuð vel, staðreynd sem að systurdóttir hans hún Nína var ekki alveg sammála. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar við stóðum og hofðum á Óla spreyta sig á nikkunni og hún spurði mig "Ætlarðu í alvörunni að giftast honum?...Hugsaðu málið" Snillingur!!! Mér tókst að gera ein 6 jólakort sem var lítið miðað við Hlyn sem fjöldaframleiddi rosa sæt kort eins og honum væri borgað fyrir það. Laugardeginum var svo eytt í innkaup, bakstur og að græja aðventukransinn sem í ár skartar þeim allra dýrustu en sætustu kertum sem ég hef í lífinu verslað. Svo klukkan 17 fórum við Óli í fordrykk og svo á jólahlaðborð Hagaskóla sem var haldið á Þingvöllum. Við erum svo miklir snillingar að við enduðum með að fara lengri leiðina bæði fram og til baka og Óli heppni fékk að upplifa akstur í myrki með náttblindustu konu í Evrópu...Ótrúlega heppinn gaur :þ Ágætt kvöld með GÓÐUM bíltúr og voru það þreyttar og saddar turtildúfur sem komu heim rétt um miðnætti. Ég vaknaði svo snemma í morgun og setti seríu í stofugluggann þannig að það er loksins að verða soldið jólalegt hjá hjónaleysunum á Eggertsgötunni.

    Gleðilega aðventu!!

    Við kveikjum einu kerti á
    Hans koma nálgast fer
    sem fyrstu jól í jötu lá
    og Jesúbarnið er


    - Játaði Karen