Miss Ülrich
E-Mail Linkur Gegn ofbeldi



Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lí­sa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar



Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp


Karen


...Mælir með:
Að vera mamma:D

...ER Að LESA:

-The Amazing Maurice and His Educated Rodents eftir Terry Pratchett. Köttur og rottuhópur öðlast skyndilega mikla greind og geta talað. Þau fá í lið með sér strákling sem spilar á flautu og fara að pretta peninga út úr fólki. Bráðskemmtilegt!!




Lilypie 1st Birthday Ticker

Nýlegir póstar

  • It´s facebook...
  • Back to school...
  • What to say, what to say?
  • Restart...
  • X-mas
  • Ages....
  • Here I come...
  • Bloggeddy blogg...
  • Lucky numbers
  • Clever mouse...

  • Eldri póstar

  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • desember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • september 2006
  • október 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • september 2007
  • október 2007
  • nóvember 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • febrúar 2008
  • mars 2008
  • apríl 2008
  • maí 2008
  • júní 2008
  • júlí 2008
  • ágúst 2008
  • september 2008
  • desember 2008
  • janúar 2009
  • mars 2009









  • þriðjudagur, júlí 31, 2007


    Be afraid be VERY VERY afraid...








    Hvað getur það verið sem ég er að fara gera sem er með þessu viðvörunarmerki???


    Hmmmm já hvað getur það verið?? Ég er búin að vera í fríi í dag og hvað er betra en að nota frídaginn til að skoða skemmtilegheitin sem framundan eru. Ég fékk það staðfest að ég þarf ekki nýtt vegabréf og að við þurfum ekki vegabréfsáritun til að leika okkur á Bahamas...komst meira að segja að því að við megum vera á Bahamaseyjunum í 80 daga án þess að vera með neitt nema gilt vegabréf...SWEET!!! Á Nassau eyjunni getum við farið í alvöru sjóræningja sprell en þar er sjóræningjaþorp interactive þannig að það er eins og maður sé bara komin aftur í tímann til 1761 á Gullöld sjórána og ræningja. En það sem að ég er núna spenntust fyrir er það sem við VERÐUM að gera sunnudaginn 7.október!



    COME FACE TO FACE WITH FREDDY KRUEGER, JASON AND LEATHERFACE


    Plans are being made.
    Blades are being sharpened.
    Body parts are being stitched together.

    Once again, your worst nightmares will soon be taking shape in the shadowy darkness of one of the country’s largest and most terrifying annual Halloween events

    Hell yeah...við vorum nú þegar búin að ákveða að eyða einum degi í Universal Studios garðinum en það vill svo heppilega til að einmitt þegar við verðum þarna verða Halloween Horror nights
    og fyrir 7200 kr íslenskar fáum við dagpassa fyrir okkur bæði OG Stay and Scream passa fyrir okkur bæði. Þannig að endilega hugsa fallega til okkar 7 október þegar við verðum elt af mestu illmennum kvikmyndasögunnar og látum hræða okkur út og suður. Þó að ég sé engin sérstök hetja þá er nokkuð ljóst að maður lætur svona tækifæri ekki framhjá sér fara!!
    Halloween skemmtunin hjá Universal vann til verðlauna í fyrra og ætlunin er að gera enn betur í ár. Spennó spennó spennó!!!



    Feeling creepy?? Pleasant SCREAMS!!!!!!!!!!




    - Játaði Karen


    mánudagur, júlí 30, 2007


    Lord and Lady Ülrich

    Ég skal sko segja ykkur það krúttin mín að ég er ógeðslega dugleg, fékk að vera samferða Óla í morgun og skellti mér í Baðhúsið að sprikkla. Hljóp og gerði magaæfingar og horfði á kynningu fyrir Transformer myndina á meðan. Held að ég verði bara að kíkja í bíó þegar hún kemur því að ég elskaði teiknimyndirnar þegar ég var barn.

    The Transformers
    More than meets the eye
    The Transformers
    Robots in disguise

    Æðislegt :)

    Ég er alvarlega að hugsa um að bæta titli við nafnið mitt, en gengur illa að velja mér eitthvað gott. Drottning og keisaraynja er kannski full metnaðargjarnt þannig að ég er að íhuga Barónessa, Greifynja eða Hertogaynja held að þetta séu hvort eð er svona létt úreltir titlar þannig að ég má örugglega fá svona líka. Barónessa von Ülrich hefur sannarlega fagran hljóm!!
    Ætli ég geti látið titla mig svona í símaskránni, væri náttúrulega fyndnara en allt.
    Ég myndi samt ekki láta titlinn stíga mér til höfuðs og þjónarnir mínir myndu áfram útdeila matarafgöngum til betlara sem ættu leið sína á Eggertsgötuna...ég er ekki skrímsli sko!
    Ég myndi hins vegar ráða til mín svona höfðinglegan kallara sem myndi tilkynna komu mína með tilheyrandi lúðrablæstri hvert sem ég kæmi. Duduuruuuduuu hennar forkunnarfagra, hæfileikaríka, bráðgáfða hátign Barónessan von Ülrich er mætt til vinnu... í Bónus að bruðla...eða í heimsókn Duduuuruuduu!
    Svo myndi ég auðvitað fara í viðtal hjá Mannlíf og segja frá því hvað það er erfitt að vera af aðalsættum...ó mig auma!
    Það er komið plan fyrir Versló og munum við hjónaleysin ásamt Atla mála Ísafjörð rauðann og ætla strákarnir að taka þar þátt í Mýrarbolta. Held að þetta verði organdi skemmtilegt og ég hlakka mikið til :) Hver veit svo nema blásið verði til gleðskapar í bænum á sunnudeginum enda tilvalið að ljúka helginni með skemmtilegheitum í höfuðborginni.
    Partý partý...

    - Játaði Karen


    laugardagur, júlí 28, 2007


    Sucess...

    Þegar klukkuna vantar korter í miðnætti er ljóst að ég mun ná takmarkinu sem ég setti mér á þessum ágæta laugardegi...að fara ekki út úr húsi!
    Já það er nauðsynlegt að taka svona slökunar daga öðru hvoru!
    Við Óli erum búin að vera dugleg að hvíla okkur en seinni partinn í gær fengum við okkur smá lúr og sváfum í 3 tíma, ummm gott að lúlla! Horfðum á myndina 23 og ég verð að segja að mér fannst hún bara ansi góð. Ég kannast svo sem við svona tölu þráhyggju því að ég er með svoleiðis sjálf...þeir sem þekkja mig best vita hvaða tala það er sem að á hug minn allann, þið hin megið svo sem alveg vita það líka en það er hin ó-svo heilaga og hrífandi tala 3. Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég verið heilluð af þristinum. Uppáhaldsformið mitt er þríhyrningur og píramídar finnst mér unaðslegir. Þrír er uppáhaldið, Þrjátíu og þrír er í öðru sæti og 9 í þriðja sæti. Allar tölur sem innihalda þrist finnst mér góðar en ég er samt ekkert sérstaklega spennt fyrir 333, weird...but so am I!!
    Margt merkilegt sem hefur gerst í lífi mínu hefur tengst tölunni 3 eða 9 og ég gæti hérumbil misst mig í svipaðri paranoiu og sást í myndinni 23. En ég tel 3 ekki vera slæma tölu í lífi mínu, bara mikilvæga á góðan og slæman hátt. Alveg frá því að ég var lítil fannst mér gott að heyra um allt sem tengdist þremur, eins og heilögu þrenninguna. Kannski það hafi tengst því að ég var signd í bak og fyrir sem barn af mömmu og ömmu, í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda 3 sinnum á dag. Áður en ég var klædd í nærbol á morgnanna, áður en ég var sett í náttföt á kvöldin og strax á eftir að ég hafði verið kysst góða nótt. Hvaða ástæða sem er fyrir því að þristurinn heillar mig þá er ég alsæl með það og hlakka til að verða 33 ára.

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, júlí 26, 2007


    Creature of habit...

    Merkilegt hvað maður getur verið vanafastur, ég er það að minnsta kosti og hef verið það síðan ég var kríli. Mér líður afar vel þegar hlutirnir eru í föstum skorðum og ég ekki í lausu lofti. Sumt sem maður venur sig á er hið besta mál og svo getur maður að sjálfsögðu átt sér slæma ávana. Ég eins og við flest er með slatta af góðum og slæmum venjum. Eitt sem ég er frekar föst í er að þegar ég er búin að fara einhverja vissa leið gangandi eða akandi þá finnst mér oft erfitt að breyta til...þangað til í morgun. Ég geng alltaf sömu leiðina í vinnuna en fer svo aðra leið heim, leiðin heim er talsvert styttri og eins og ég komst að í morgun styttir ferðina um tæpar 10 mínútur. Af hverju í ósköpunum fór ég að velja mér lengri leið í vinnuna á hverjum morgni??
    En þá mundi ég það, ég byrjaði að ganga í vinnuna frá Eggertsgötunni um vetur, á veturna er dimmt kl 8 á morgnanna, stutta leiðin er ekki upplýst = ég vildi ekki labba í myrkrinu alein og fór þess vegna löngu leiðina, svo tók vaninn við og þrátt fyrir skjannabirtu fór ég alltaf löngu leiðina. Ohhh ég er nú meira krúttið, hugsa að ég brjóti upp þennan kjána vana fram á haust :)

    Var sannfærð allan gærdag um að það væri fimmtudagur, er frekar fúl yfir því að það sé fimmtudagur aftur í dag. Ég vil fá helgarfrí og sofa út og slæpast og ég vil það núna!!!
    I´m old... Gimme gimme gimme

    - Játaði Karen


    mánudagur, júlí 23, 2007


    In the doghouse...

    Rakst á lögmann í dag sem er svo sem ekki frásögufærandi nema þessi lögmaður er í dag að vinna fyrir ungann mann sem varð fórnarlamb múgæsings af verstu gerð á dögunum. Hann var sakaður um að hafa drepið hundsgrey á hrottafenginn hátt. Hundurinn er núna kominn heim heill á húfi en það er ekki hægt að segja það sama um mannorð unga mannsins. Hann er núna á leiðinni í skaðabótamál við alla vitleysingana þarna úti sem að hótuðu honum og nafngreindu á netinu. Gott hjá honum og ég vona innilega að allir sem að tóku þátt í þessu fái á sig kæru, helst dóm og varanlegan blett á sakavottorðið!!!!!
    Þá kannski skilur fólk að það sé ábyrgt fyrir því sem að það segir á netinu, og vonandi þá kemur svona lagað ekki upp aftur. Mér fannst allt þetta mál hið undarlegasta og verð nú bara að segja að það fór um mig kjánahrollur mikill þegar fréttist af því að 3 kertavökur voru haldnar á landinu til minningar um hvutta. Hmmm mér er minnistætt þegar að kona að nafni Sri var myrt af fyrrverandi eiginmanni sínum á hrottafenginn hátt og líki hennar troðið í gjótu, börnin hennar þar með gerð munaðarlaus því að pabbinn situr nú inni fyrir morðið. Ég minnist þess ekki að fólk hafi tekið sig til og haldið kertavökur um allt land til minningar um hana. Og ætli einhverjir kveiki á kertum til að bregðast við þessarri frétt??
    Ég hef óbeit á fólki sem að níðist á dýrum, og fólk sem að gerir svoleiðis er virkilega sjúkt en fyrir mitt leyti þá eru þeir sem að níðast á öðru fólki mun verri!! Ég þekki goggunarröð náttúrunnar og ég veit að ég er efst... ég myndi hiklaust fórna nokkrum dýrategundum fyrir mannslíf... en þannig hugsa ég bara.
    Núna fer ótti um siðleysingja netsins sem að eiga í hættu að þurfa að gjalda fyrir það hvernig þeir brugðust við upplogna hundsdrápinu og ég get ekki að því gert að mér finnst það gott á þá.
    Ég hef einmitt aðeins fylgst með umræðunni um þetta mál inn á Barnalandi, að lesa þann vef getur verið eins og að keyra hægt í gegnum hjólhýsagarð eða horfa á Jerry Springer þátt, kjánahrollur eftir kjánahroll en erfitt að líta undan :þ
    Þar inni var sumt fólk duglegt að svívirða og hóta öllu illu og núna eru sömu einstaklingar ekki alveg eins kokhraustir, og verði þeim að góðu.
    Þessi reiðilestur var í boði Pedigree...

    - Játaði Karen


    sunnudagur, júlí 22, 2007


    My weekend..

    Svona var helgin hjá mér...


    Föstudagur
    Kringlan versla versla


    Laugardagur


    Brúðkaup þeirra Ragnheiðar og Hilmars var þvílíkt skemmtilegt og á allan hátt velheppnað! Takk fyrir okkur elskulegu brúðhjón, þið eruð yndi!!


    Sunnudagur

    Velkominn í heiminn elsku Röggu og Sævarsson, lilli orðinn 3 daga gamall og ÞVÍLÍKA krúttið, eins og sjá má.


    Óli fékk að máta og lilli undi sér vel...

    Stóri bróðir vildi líka fá að halda á krílinu.

    Svo er maður sérlega afslappaður í pabba fangi.

    Búin að vera alveg frábær helgi, nóg að gera og allt skemmtilegt :) Svona á þetta að vera!!!


    - Játaði Karen


    laugardagur, júlí 21, 2007


    Congrats...

    Til hamingju með daginn ég og Óli...
    2 ára sambandsafmæli!!
    Húrra fyrir okkur, við lengi lifum húrra húrra húrra!!



    - Játaði Karen


    miðvikudagur, júlí 18, 2007


    Me and you baby...me and you

    Þegar ég vaknaði í morgun varð mér hugsað til haustnætur árið 1994 þá var ég nýorðinn 17 ára og hafði daginn áður sótt ungann mann niður á höfn þegar hann kom í heimsókn í höfuðborgina. Það gleður ykkur eflaust að heyra að þessi ungi maður var minn heittelskaði Óli sem að kom með Akraborginni til að hitta mig. Við fórum saman í bíó á Natural Born Killers og sváfum svo í 90 cm rúmi með eina sæng og einn kodda, ég veit ekki með Óla en ég svaf vel. Ástæðan fyrir því að þessi nótt rifjaðist upp fyrir mér í morgun var sú að í nótt sváfum við með eina sæng. Elskan hún Nína gisti hjá okkur og ég lánaði henni sængina mína og í bjartsýniskasti hélt að við Óli gætum látið okkur eina nægja. Það hefur eitthvað breyst síðan árið 1994 því að ég svaf ekki vel í nótt, ég var sífellt að vakna til að tosa sængina yfir mig eða til að breiða yfir Óla, þess á milli vaknaði ég við að Óli var að breiða yfir mig eða draga sængina af mér. Ég er búin að vera eins og Zombie í allan dag og meira að segja vaknaði varla við að labba heim eftir vinnu, núna loksins eftir 30 mínútna lúr og klukkutíma brjálað púl í Body pump er ég að ranka við mér.
    Styttist í helgina og mikið verður það gaman, við erum nefnilega að fara í brúðkaup til elsku Ragnheiðar og Hilmars á laugardaginn og ég hlakka mikið til. Alltaf gaman að fara í brúðkaup og ekki verra að á laugardaginn erum við Óli líka búin við að vera saman í 2 ár :)



    The love boat!!!

    - Játaði Karen


    mánudagur, júlí 16, 2007


    I´m Super...thank you for asking!

    I need a SAGA, gimmee a SAGA

    Á daginn er hún skrifstofublók sem telur peninga og stimplar skjöl eins og vindurinn...en eftir vinnu er hún OFURKVENDIÐ!!!
    Ofurkvendið á það til að labba úr Skógarhlíðinni og heim til sín á Eggertsgötu, stoppa þar rétt til að smella sér í æfingarfötin og labba svo upp í Brautarholt. Taka þar á honum stóra sínum sem aldrei fyrr í leikfiminni og labba svo aftur heim vestur í bæ. Þegar Ofurkvendið er búið að þessu öllu þá verður heimurinn líka að sjá um að bjarga sér sjálfur í nokkra klukkutíma því að hún getur ekki hreyft sig...
    Í staðinn fyrir að mæta í pump eins og ég var víst búin að lofa á sunnudaginn var ég þunn, MJÖG þunn. Snillingurinn hún Þóra mágkona mín elskulega hringdi og bauð mér í hvítvínspicknik í garðinum á laugardagskvöldið og það var algjört æði. Við sátum í sólinni og drukkum hvítvín og spjölluðum. Það var svo gaman að það voru opnaðar einhverjar flöskur í viðbót og skemmtum við okkur konunglega. Svo konunglega að ég gat ekki farið í leikfimi með neinu móti á sunnudaginn. En ég þreif, þvoði þvott og bakaði í staðinn :þ
    En ég átti sem sagt inni smá pyntingar í dag og þess vegna brá ég á það ráð að púlla bara Reyni Pétur á þetta og labba eins og ég ætti lífið að leysa. Eftir æfinguna var ég svo stútfull ef endorfíni að ég var sky high á heimleiðinni og varð gjörsamlega heilluð af því hvernig stemminginn var á Mikla/Klambratúninu. Það var fólk að leika við börnin sín og krakkar á hjólum og línuskautum, hópur af strákum í blaki á æðislegum blak"velli" með sandi og öllu. Eitthvað af fólki var mætt með veiðistangir og var að æfa sig í að munda þær. Fólk var á ganga með hundana sína, litlir strákar að sýna listir sínar á nýjum hjólabretta rampi og svona má lengi telja. Ég var yfir mig hrifinn að sjá þetta, útivistarparadís í miðri Reykjavík.
    Algjör snilld.
    Á leiðinni heim horfði ég á breiður af Baldursbrám og Gleymmérei saman, Baldursbrá var uppáhaldsblómið hennar ömmu og Gleymmérei uppáhaldið hans afa. Þegar ég kom heim hringdi ég í mömmu og eftir vinnu á morgun ætlum við að fara uppí kirkjugarð til þeirra með þessi blóm fyrir þau.


    Ég er komin með æði fyrir Queens of the stone age, bara get hlustað út í eitt á Songs for the deaf.

    Round the hangin tree
    Swaying in the breeze
    In the summer sun
    As we two are one
    Swaying...

    Joshua Michael Homme your voice is honey for my ears. Ef að það væri hægt að fá svona soundtrack to my life þá væri það Songs for the deaf miss Ulrich þessa stundina. Og hvað er það annað en gott og blessað.

    - Játaði Karen


    föstudagur, júlí 13, 2007


    Friday the 13...



    Hann á afmæli í dag þessi fallegi drengur, 1 árs litli kúturinn :) Til hamingju með daginn elsku Balthasar!!! Prinsinn verður kysstur og knúsaður á eftir þegar við mætum í Jörundarholtið að fagna þessum merka degi!!!

    Þau eru fljót að líða árin, heldur betur!!! Þegar ég hugsa til þess sem var að gerast fyrir um ári síðan finnst mér eins og það hafi gerst fyrir 2-3 mánuðum ekki heilu ári. En Balthasar er orðinn 1 árs, Sigga og Þórður eru að verða búin með Köbendvölina og bráðum eru við Óli búin að vera saman í 2 ár. Stórmerkilegt allt saman!!!

    Föstudagurinn 13 í dag og fullt tungl, mér finnst það æði! Langar að horfa á einhverja hroðalega hryllingsmynd og láta Óla halda utan um mig í allt kvöld :þ Kannski maður stefni bara á eitthvað svoleiðis... Eftir dugnaðinn í gær þá væri ekki úr vegi að slaka á í kvöld. Við Þóra skelltum okkur í rosa góða göngu í gærkvöldi, löbbuðum allan vesturbæinn þar sem ég sýndi Þóru æskuslóðir mínar, meðal annars gamla draugahúsið sem við bjuggum í og svo gengum við Ægisíðuna alveg út í Skerjó og svo alveg til baka. Rosalega gaman og hressandi enda lék veðrið við okkur og kvöldsólin var alveg dásamleg. Ég elska Vesturbæinn minn, love it to bits!!!

    Góða helgi gullin mín!!


    - Játaði Karen


    fimmtudagur, júlí 12, 2007


    It´s got to be some kind of a record!!!

    Ég hef áður talað hér um það hversu hættulegt það getur verið að vinna á skrifstofu...að minnsta kosti ef maður er ég. Það er fátt verra en að skera sig á pappír og hver getur gleymt því þegar ég stimplaði óvart á hendina á mér sem var vægast sagt vont. Einn starfsmaður hér fékk blóðeitrun vegna þess að hann stakk sig á hefti og ég hef margoft fengið í hausinn fljúgandi bréfaklemmur stundum úr eigin hendi stundum frá öðrum, ehemm ég nefni engin nöfn (hóst HAFRÚN) Bréfaklemmur eru stórhættulegar sérlega þegar maður er eins og ég og vill henda þeim í staðinn fyrir að leggja þær frá sér, ansi margar hafa skotist beint aftur í mig eða endað í kaffibollanum mínum tilbúnar að drepa mig innanfrá!!!!
    En í dag held ég að ég hafi slegið nýtt met í skrifstofu seinheppni, ég er nefnilega afar sybbin sökum þess að við Óli erum gjörsamlega dottin í það saman. ROME þættirnir eru að ræna mig nætursvefninum og Óli nær alltaf að lokka mig í einn í viðbót, It´s the Heroes incident all over again. Og hann er þessi elska þeim hæfileika gæddur að ég get eiginlega ekki neitað honum um nokkurn hlut.
    Sem sagt, ég er sybbin og á meðan ég sýp varlega á fyrsta kaffibollanum kemur ungur maður með lán til þinglýsingar. Ég afgreiði hann og hefta posastrimilinn við nótuna hans. En strimillinn var ekki það eina sem heftist við ó, nei ERMIN á peysunni minni var líka föst. Ég heftaði sjálfa mig við nótuna. Stráksi hló að mér og sagðist bara taka mig með, hahaha voða sniðugt og ég fyrir vikið ætlaði aldrei að ná að losa mig, ekki fyrr en ég var búin að rífa strimilinn hans :þ

    Ekkert rosalega smart en samt soldið fyndið!



    Bréfaklemmur...DAUÐANS!!

    - Játaði Karen


    miðvikudagur, júlí 11, 2007


    Busy little bee...

    Yndislegt að vera búin snemma þegar sólin skín, ég fór beint eftir vinnu til hennar Röggu minnar og starði á hana eins og tifandi tímasprengju. Litla bumbukrílið hennar og Sævars átti settan dag í gær, en virtist vera alsælt með að kúra bara í bumbunni aðeins lengur til að hrella mömmu sína. Við vinkonurnar sátum saman í sólinni og spjölluðum og fylgdumst með Arnþóri krútti leika sér. Ótrúlega notalegt að sleikja sólinni í góðum félagsskap og vorum við sammála því að næst þegar við hittumst þá skal verða búið að fjölga um einn í fjölskyldunni :)
    Eftir að ég kvaddi Röggu þá ákvað ég að kíkja aðeins til mömmu og þar var mér boðið í æðislegan mat sem að litli bróðir var að elda, flottur á því strákurinn að elda nautalundir ofan í alla fjölskylduna. Svo heyrði ég aðeins í Lóu minni í regninu í Köben og hlógum við eins og vitleysingar þegar hún sagði mér að 3000 stígvéli voru skilin eftir á Hróarskeldu!!!
    Þau lágu á víð og dreif um svæðið, föst í drullupollum og hvaðeina.
    Mikið er ég fegin að ég var ekki viðstödd :þ
    Vona að ég losni snemma í dag því að mér sýnist sólinn ætla að leika við okkur seinnipartinn...ekki að það breyti öllu því að ég á sjóðheitt/sveitt deit við 2 pumpdrottningar og af því að við erum orðnar svo helmassaðar verður þyngt hressilega í dag. No pain no gain!!!!


    Mig langar í svona sæt stígvél!!

    Gimme, gimme, gimme!!!!!


    - Játaði Karen


    þriðjudagur, júlí 10, 2007

    Carnival Glory, Glory HALLELUJA

    Á degi sem þessum er fátt eins notalegt en að láta hugann reika í átt að Bahamas og hugsa um ferðina sem að bíður okkar Óla eftir 2 mánuði 2 vikur og 4 daga.


    Þetta er skipið sem við förum með Carnival Glory, sem er ekki nema 4 ára skemmtiferðaskip fullbúið öllu sem að hugur gæti girnst og meira til. 11 sundlaugar, og ein risavatnsrennibraut, risa stórt gym og snyrtistofa. 22 barir og skemmtistaðir, spilavíti og Las Vegas style sýningar! Meðalaldurinn um borð á haustinn er 35 ára og skipið tekur 2.974 manns. Svo er endalaus skemmtilegheit í boði á eyjunum sem við stoppum á, meðal annars tropical garðar, synda með höfrungum og köfun. 2 kvöld af þessum 7 sem við verðum um borð eru Galanight og þá eiga konurnar að vera í kokteilkjólum og karlarnir í dökkum jakkafötum eða check this out...í smóking!! Til að auðvelda manni þessi fínheit eru fataleigur um borð og Óli er svo að fara að vera í smóking og ég í einhverjum rosa pallíettukjól og svo skal haldið í spilavítið í James Bond leik!!!! Ulrich...Karen Ulrich!! Þetta er næstum of spennandi....getið þið sagt HJARTSLÁTTATRUFLANIR????


    - Játaði Karen


    mánudagur, júlí 09, 2007

    When in Rome...

    "Rómverskur riddari réðst inn í Rómarborg, rændi og ruplaði rabbabara og rófum. Hvað eru mörg R í því"?
    Það verður að segjast að maður er frekar þreyttur í dag, það vill verða svo eftir svona skemmtilegar helgar.
    Annars var seinnipartur gærdagsins nýttur eingöngu í afslappelsi og lágum við turtildúfurnar upp í sófa og skutum rótum fram á kvöld.
    Ég endurnýjaði kynni mín við Rome þættina og er enn full aðdáunar hversu vel þeir eru unnir og leiknir. Óli snillingur var að brjóta heilann um það hvers vegna aðalleikarinn Kevin McKidd væri svona kunnuglegur. Nú erum við nýbúin að horfa á Hannibal Rising sem hann leikur í en kveiktum ekki á perunni með það en Óli mundi eftir honum úr fyrstu myndinni sem hann lék í, fyrir 11 árum síðan. A little movie called Trainspotting!!!
    Man ekkert eftir honum í henni en Óli er svo mannglöggur að hann fattaði það.
    En hann er semsagt afbragðsgóður leikari og ég mæli með Rome þáttunum, þeir heilla söguáhugamanninn mig uppúr skónum.



    - Játaði Karen


    sunnudagur, júlí 08, 2007


    Kiss me I´m Irish...

    Írskir dagar í máli og myndum... Mamma, Hanna og Ágúst Smári kíktu á Skagann á laugardaginn, þær mættu í Jörundarholtið þegar klukkan var að verða 13 og fundu Miss Ulrich ennþá sofandi hehehe!!
    Mamma spáði í bolla fyrir Helgu og Þóru áður en við röltum niður að Byggðasafninu og kíktum á víkingana.

    En fyrst urðum við að fara aðeins um borð í Kutter Harald :)


    Víkingarnir voru að "leika" sér þegar við mættum, þarna eru þeir að prufa Limbó Viking style!

    Óli mætti á hjólinu og Ágúst Smári varð að fá að máta aðeins.

    Ótrúlega FLOTTUR GAUR!


    Aðeins var kíkt í pottinn hjá honum þessum sem var að elda kjötsúpu ofan í víkingana.
    Mamma keypti rjúpukló í leðurreim handa Ágúst Smára og Hanna keypti sér víkinga kjötkrydd. Við drógum allar rúnir og ég dró hina einstöku auðu rún, sem markar tímamót, og allt sem getur orðið, sem er gaman!

    Víkingarnir tóku svo smá bardaga áhorfendum til mikillar skemmtunar, og voru virkilega flottir.

    Þessi ungi maður fékk að halda lífi sínu en jarlinn sem stendur ofan á honum bauð hann hinsvegar upp fyrir áhugasamar meyjar. Svo skemmtilega vildi til að hún systir mín litla var gjörsamlega heilluð af þessum unga víkingi og síðar um nóttina átti ég í samningaviðræðum við jarlinn fyrir hennar hönd. Hann er svo gott sem mágur minn hahahahaha!

    Eftir víkingasprellið fórum við að leyfa drengnum að hamast aðeins í tívolí það er ekki sá hoppukastali á Akranesi sem að systursonurinn minn hefur ekki skoppað í.

    Þegar maður er búin að hoppa og skoppa eins og skopparakringla er nauðsynlegt að bæta á orkuna með Candy floss, græna andlitið er skemmtileg aukaverkun.


    Við löbbuðum svo í gegnum kirkjugarðinn á heimleiðinni og ég tók myndir af turninum sem er búin að heltaka sál mína frá því að ég sá hann fyrst. IT SCARES THE BEJESUS OUT OF ME!

    EVIL LOOKING!!!

    En þessi draumaprins er algjört augnakonfekt og algjört yndi. Balthasar ég gæti bara borðað þig!!!

    The world smallest pursesnatcher :þ

    Því miður vantar myndir af gleðskapnum síðar um kvöldið en það var mikið stuð um kvöldið bæði á Lopapeysunni og svo ekki síður þegar ég drakk bjór úr horni og reyndi að kaupa mann handa systur minni síðar um nóttina. Við skriðum uppí rúm kl 5:58 um morguninn búin á því eftir frábæra skemmtun.
    Jelloskotin runnu ljúflega niður og skiluðu virkilega góðri þynnku í morgun var þetta bara frábærlega velheppnuð helgi og sendi ég hér með kossa og knús á Jörundarholtið og íbúa þess fyrir æðislega skemmtun sem og hina valinkunnu gestrisni :)

    - Játaði Karen


    föstudagur, júlí 06, 2007


    Nightowl...

    Come to me coffee, come to mama....
    5 tíma svefn er ekki alveg nóg handa mér, kíktum á Pétur og Matta taka lögin á Viktor í gærkvöldi og vorum ekki farin að sofa fyrr en rúmlega 2 í nótt, eins og alltaf héldu strákarnir uppi magnaðri stemmingu. Með okkur í för var Nonni ásamt vinnufélögum, bæði íslenskum og erlendum þannig að það var alþjóðleg og skemmtileg stemmning við borðið okkar.
    Strákarnir supu bjór úr fötu en ég ákvað að vera sérlegur bílstjóri minns heittelskaða og drakk því bara ískaffi. Nokkrir hressir Skagamenn slógust svo í hópinn, sem sagt velheppnað kvöld í alla staði. Hápunkturinn var svo þegar að Pétur skaust á klósettið og Matti var einn á sviðinu, Óli gat að sjálfsögðu ekki látið hann sitja þarna aleinan og skellti sér á sviðið og tók smá lag með honum. Ég held að Óli sakni þess smá að vera ekki að spila reglulega, Guð veit að ég sakna þess að hann sé ekki að spila. Those were the days my friend...
    En haldið þið að það sé ekki bara komin föstudagur, Írskir dagar here I come!!!
    Fyllti ísskápinn af Jelloskotum í gær þannig að ég er tilbúin fyrir átökin, fögur sjón ekki satt???



    6 tímar eftir af vinnudeginum og svo má gleðin hefjast!
    Sjibbsjibbsjibbí!!



    - Játaði Karen


    fimmtudagur, júlí 05, 2007


    The heat is on...

    Búin að finna topp 3 lög sem að þú vilt ekki fá sent sem óskalög í útvarpi frá kærastanum...

    1. You´re time is gonna come með Led Zeppelin
    2. I used to love her með Guns ´N´roses
    3. I´m gonna leave you með Queens of the stone age

    Samt allt mjög svo skemmtileg lög :þ

    Ég skrópaði í Body pump í gær, fór í staðinn í Nauthólsvík og sund með Hönnu sys og Ágúst Smára. Skelltum okkur í Seltjarnarneslaugina og lilli fór 100 ferðir í rennibrautinni, við systurnar fórum sjálfar nokkrar salibunur og söfnuðum freknum þess á milli.
    Ótrúlega langt síðan ég fór í sund síðast og var það bara ansi hressandi. Eyddi kvöldinu svo bara í að knúsa elskuna mína sem er loksins batnað og fór að því að vinna í morgun.
    Ég hins vegar svaf ÆRLEGA yfir mig í morgun, var að dreyma eitthvað soldið skemmtilegt og gjörsamlega missti mig á Blunda takkanum á símanum...
    Skokkaði svo í vinnuna og mætti skömmustuleg 20 mínútum of seint. Sem betur fer vinn ég með afar chilluðu fólki sem að kippti sér lítið upp við seinlegheitin ( það er ekki orð?) og bauð mér upp á hressandi glas af grænmetissafa, umm hann var góður...góður eins og Bloody Mary án vodkans. Ég er hálffegin að sólin er ekki að grilla allt í dag eins og undanfarið, búið að vera eins og við sjöunda hlið helvítis í vinnunni þrátt fyrir opna glugga og viftur á hverju horni. Mér finnst mikið betra að vera kalt heldur en heitt, hægt að klæða kuldann af sér en hitt er bara vibbi.
    Ekki það að ég sé að óska sólinni norður og niður síður, en svo en það er gott að fá einn dag í pásu ;) Aðeins að kæla sig og slaka á án þess að finnast maður vera að missa af sólinni þegar maður stígur inn fyrir gættina heima hjá sér.
    Sem er eins gott því að seinna í dag verð ég að mixa Jello eins og vindurinn...There´s always room for Jello!!!

    - Játaði Karen


    miðvikudagur, júlí 04, 2007


    Move it or lose is sister...

    Það eru bara engin lát á þessari yndislegu veðurblíðu sem leikur við okkur, I´m lovin´ it!!!
    Var ótrúlega dugleg á mánudaginn, labbaði í vinnuna og úr vinnunni, fór svo í body pump og í 2 tíma göngutúr eftir það. Var GJÖRSAMLEGA uppgefin þegar ég kom heim og er í dag undirlögð af illum harðsperrum. Vona að þær lagist eftir að ég fer aftur að pumpa í dag. Óli greyið er ennþá lasinn og vorkenni ég honum hræðilega að vera í stofufangelsi í góða veðrinu. Vona að þetta fari nú að brá af honum svo að hann verði orðinn góður fyrir átök helgarinnar sem hefjast eigi síðar en á morgun börnin góð. Ég er orðinn afskaplega spennt að fara að sjá Pétur, Matta og Einar reyta af sér góð lög og skemmtilegheit og alveg sérlega spennt að gera það í reyklausu lofti. Svo er það bara Írsk þjóðlagastemmning alla helgina og ég er að farast úr spennu...vona innilega að veðurspáin haldist ekki og sólin skíni á okkur en ekki rigningin.
    En uppskrift helgarinnar er þessi...JELLOSKOT!!

    Getið þið sagt WASTED!!!

    - Játaði Karen


    mánudagur, júlí 02, 2007


    Freddie says...RELAX!!!

    Þetta var aldeilis skemmtileg helgi :)
    Eitt sem ég gerði á föstudag gat ég ekki deilt með ykkur því að það var SURPRISE!!!
    Við vorum að gæsa hana Ragnheiði pumpdrottningu með meiru og var það alveg glimrandi gaman!
    Þetta var sem sagt busy en skemmtilegur föstudagur hjá mér, brjálað að gera í vinnunni, snar-band-kolbrjálað að gera.... ég sá fram á að vera að vinna langt fram á kvöld en eins og fyrir kraftaverk þá stemmdi allt og ég var laus á réttum tíma. Þá var brunað upp í Baðhús til að undirbúa og gera fallegt fyrir gæsapartýið og taka á móti Ragnheiði sem var að bruna um bæinn með Óla á Hondunni. Daman var svo sett í SPANDEX og látin kenna body pump við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir það varð ég að drífa mig og láta stelpurnar einar um freyðivínsdrykkjuna því að við Óli vorum að fara á tónleikana með Dúndurfréttum og Sinfó.
    Við vorum aðeins sein fyrir og um leið og við settumst niður hófst gleðin...Takk fyrir að bíða eftir okkur strákar, fallegt af ykkur :þ
    Þessir tónleikar voru svo æðislegir að það er vart hægt að koma orðum að því, strákarnir voru svo miklar stjörnur að ég varð ótrúlega upp með mér að ég þekkja til þeirra og gæsahúðin var að gera útaf við mig allan tímann. Stórkostleg upplifun og algerlega ógleymanleg.
    Þegar að tónleikarnir voru búnir varð allt vitlaust af fagnaðarlátum og var kallað, klappað og stappað tryllingslega, verðskulduð læti eftir svona rosalega frammistöðu.
    Eftir tónleikana fór ég aftur á gæsaveiðar og kíktum við með Ragnheiði sem vildi meina að hún væri Svanur frekar en Gæs, í bæinn. Hún var í æðislegu outfitti sem vakti mikla lukku meðal þeirra sem við mættum, og skemmti ég mér konunglega með henni þessari elsku sem tók afar vel í að spranga um bæinn í bleiku kanínuoutfitti.
    Laugardeginum eyddi ég í að versla í Smáralindinni og um kvöldið var komið að því að skemmta sér aðeins meira og fara í afmæli til hennar Idu. Ida býr í næstu götu við okkur og ég, Óli, Þóra og Nonni trítluðum yfir til hennar þar sem upphófst mikil kokteiladrykkja og tilheyrandi. Við héldum snemma í bæinn og byrjuðum leikinn á Hressó. Þar lét ég gamlan draum rætast og lét merkja mig elskunni minni :)
    Fyrir þessa fallegu merkingu greiddi ég einn stóran bjór og var alsæl með afraksturinn. Óla fannst heldur ekkert leiðinlegt að hafa mig merkta sér hehehe.
    Eftir Hressó fórum við yfir á Thorvaldsen sem var ágætt en mjög troðið og það er nokkuð ljóst að reykingarbannið hefur ekki haft þau áhrif að minnka aðsókn á skemmtistaði...síður en svo.
    Rosalega skemmtileg helgi og ég fæ vonandi myndir bráðlega til að deila með ykkur.
    Við Óli vorum að skoða hótel í Orlando fyrir ferðina okkar í haust og núna er það endalega búið að gera út af við mig af spennu og fæ ég mig vart hamið fyrir æsingi.
    En það er svo sem nóg af skemmtilegum hlutum að gerast í sumar til að stytta mér biðina og byrja þeir eigi síðar en á fimmtudag en þá ætlum við að fjölmenna á Viktor og berja Pétur, Matta og Einar með augunum. Svo eru Írskir dagar á Skaganum næstu helgi og það verður ekkert nema skemmtilegt, 3ja daga djamm dugleg stelpan!
    Love ya to bits...

    - Játaði Karen


    sunnudagur, júlí 01, 2007


    Oh what a night...

    Ótrúlega gaman um helgina...
    En sú saga verður sögð aðeins seinna!

    - Játaði Karen