When in Rome...
"Rómverskur riddari réðst inn í Rómarborg, rændi og ruplaði rabbabara og rófum. Hvað eru mörg R í því"?
Það verður að segjast að maður er frekar þreyttur í dag, það vill verða svo eftir svona skemmtilegar helgar.
Annars var seinnipartur gærdagsins nýttur eingöngu í afslappelsi og lágum við turtildúfurnar upp í sófa og skutum rótum fram á kvöld.
Ég endurnýjaði kynni mín við Rome þættina og er enn full aðdáunar hversu vel þeir eru unnir og leiknir. Óli snillingur var að brjóta heilann um það hvers vegna aðalleikarinn Kevin McKidd væri svona kunnuglegur. Nú erum við nýbúin að horfa á Hannibal Rising sem hann leikur í en kveiktum ekki á perunni með það en Óli mundi eftir honum úr fyrstu myndinni sem hann lék í, fyrir 11 árum síðan. A little movie called Trainspotting!!!
Man ekkert eftir honum í henni en Óli er svo mannglöggur að hann fattaði það.
En hann er semsagt afbragðsgóður leikari og ég mæli með Rome þáttunum, þeir heilla söguáhugamanninn mig uppúr skónum.
- Játaði Karen
sunnudagur, júlí 08, 2007
Kiss me I´m Irish...
Írskir dagar í máli og myndum... Mamma, Hanna og Ágúst Smári kíktu á Skagann á laugardaginn, þær mættu í Jörundarholtið þegar klukkan var að verða 13 og fundu Miss Ulrich ennþá sofandi hehehe!!
Mamma spáði í bolla fyrir Helgu og Þóru áður en við röltum niður að Byggðasafninu og kíktum á víkingana.
En fyrst urðum við að fara aðeins um borð í Kutter Harald :)
Víkingarnir voru að "leika" sér þegar við mættum, þarna eru þeir að prufa Limbó Viking style!
Óli mætti á hjólinu og Ágúst Smári varð að fá að máta aðeins.
Ótrúlega FLOTTUR GAUR!
Aðeins var kíkt í pottinn hjá honum þessum sem var að elda kjötsúpu ofan í víkingana.
Mamma keypti rjúpukló í leðurreim handa Ágúst Smára og Hanna keypti sér víkinga kjötkrydd. Við drógum allar rúnir og ég dró hina einstöku auðu rún, sem markar tímamót, og allt sem getur orðið, sem er gaman!
Víkingarnir tóku svo smá bardaga áhorfendum til mikillar skemmtunar, og voru virkilega flottir.
Þessi ungi maður fékk að halda lífi sínu en jarlinn sem stendur ofan á honum bauð hann hinsvegar upp fyrir áhugasamar meyjar. Svo skemmtilega vildi til að hún systir mín litla var gjörsamlega heilluð af þessum unga víkingi og síðar um nóttina átti ég í samningaviðræðum við jarlinn fyrir hennar hönd. Hann er svo gott sem mágur minn hahahahaha!
Eftir víkingasprellið fórum við að leyfa drengnum að hamast aðeins í tívolí það er ekki sá hoppukastali á Akranesi sem að systursonurinn minn hefur ekki skoppað í.
Þegar maður er búin að hoppa og skoppa eins og skopparakringla er nauðsynlegt að bæta á orkuna með Candy floss, græna andlitið er skemmtileg aukaverkun.
Við löbbuðum svo í gegnum kirkjugarðinn á heimleiðinni og ég tók myndir af turninum sem er búin að heltaka sál mína frá því að ég sá hann fyrst. IT SCARES THE BEJESUS OUT OF ME!
EVIL LOOKING!!!
En þessi draumaprins er algjört augnakonfekt og algjört yndi. Balthasar ég gæti bara borðað þig!!!
The world smallest pursesnatcher :þ
Því miður vantar myndir af gleðskapnum síðar um kvöldið en það var mikið stuð um kvöldið bæði á Lopapeysunni og svo ekki síður þegar ég drakk bjór úr horni og reyndi að kaupa mann handa systur minni síðar um nóttina. Við skriðum uppí rúm kl 5:58 um morguninn búin á því eftir frábæra skemmtun.
Jelloskotin runnu ljúflega niður og skiluðu virkilega góðri þynnku í morgun var þetta bara frábærlega velheppnuð helgi og sendi ég hér með kossa og knús á Jörundarholtið og íbúa þess fyrir æðislega skemmtun sem og hina valinkunnu gestrisni :)
- Játaði Karen
föstudagur, júlí 06, 2007
Nightowl...
Come to me coffee, come to mama....
5 tíma svefn er ekki alveg nóg handa mér, kíktum á Pétur og Matta taka lögin á Viktor í gærkvöldi og vorum ekki farin að sofa fyrr en rúmlega 2 í nótt, eins og alltaf héldu strákarnir uppi magnaðri stemmingu. Með okkur í för var Nonni ásamt vinnufélögum, bæði íslenskum og erlendum þannig að það var alþjóðleg og skemmtileg stemmning við borðið okkar.
Strákarnir supu bjór úr fötu en ég ákvað að vera sérlegur bílstjóri minns heittelskaða og drakk því bara ískaffi. Nokkrir hressir Skagamenn slógust svo í hópinn, sem sagt velheppnað kvöld í alla staði. Hápunkturinn var svo þegar að Pétur skaust á klósettið og Matti var einn á sviðinu, Óli gat að sjálfsögðu ekki látið hann sitja þarna aleinan og skellti sér á sviðið og tók smá lag með honum. Ég held að Óli sakni þess smá að vera ekki að spila reglulega, Guð veit að ég sakna þess að hann sé ekki að spila. Those were the days my friend...
En haldið þið að það sé ekki bara komin föstudagur, Írskir dagar here I come!!!
Fyllti ísskápinn af Jelloskotum í gær þannig að ég er tilbúin fyrir átökin, fögur sjón ekki satt???
6 tímar eftir af vinnudeginum og svo má gleðin hefjast!
Sjibbsjibbsjibbí!!
- Játaði Karen
fimmtudagur, júlí 05, 2007
The heat is on...
Búin að finna topp 3 lög sem að þú vilt ekki fá sent sem óskalög í útvarpi frá kærastanum...
1. You´re time is gonna come með Led Zeppelin
2. I used to love her með Guns ´N´roses
3. I´m gonna leave you með Queens of the stone age
Samt allt mjög svo skemmtileg lög :þ
Ég skrópaði í Body pump í gær, fór í staðinn í Nauthólsvík og sund með Hönnu sys og Ágúst Smára. Skelltum okkur í Seltjarnarneslaugina og lilli fór 100 ferðir í rennibrautinni, við systurnar fórum sjálfar nokkrar salibunur og söfnuðum freknum þess á milli.
Ótrúlega langt síðan ég fór í sund síðast og var það bara ansi hressandi. Eyddi kvöldinu svo bara í að knúsa elskuna mína sem er loksins batnað og fór að því að vinna í morgun.
Ég hins vegar svaf ÆRLEGA yfir mig í morgun, var að dreyma eitthvað soldið skemmtilegt og gjörsamlega missti mig á Blunda takkanum á símanum...
Skokkaði svo í vinnuna og mætti skömmustuleg 20 mínútum of seint. Sem betur fer vinn ég með afar chilluðu fólki sem að kippti sér lítið upp við seinlegheitin ( það er ekki orð?) og bauð mér upp á hressandi glas af grænmetissafa, umm hann var góður...góður eins og Bloody Mary án vodkans. Ég er hálffegin að sólin er ekki að grilla allt í dag eins og undanfarið, búið að vera eins og við sjöunda hlið helvítis í vinnunni þrátt fyrir opna glugga og viftur á hverju horni. Mér finnst mikið betra að vera kalt heldur en heitt, hægt að klæða kuldann af sér en hitt er bara vibbi.
Ekki það að ég sé að óska sólinni norður og niður síður, en svo en það er gott að fá einn dag í pásu ;) Aðeins að kæla sig og slaka á án þess að finnast maður vera að missa af sólinni þegar maður stígur inn fyrir gættina heima hjá sér.
Sem er eins gott því að seinna í dag verð ég að mixa Jello eins og vindurinn...There´s always room for Jello!!!
- Játaði Karen
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Move it or lose is sister...
Það eru bara engin lát á þessari yndislegu veðurblíðu sem leikur við okkur, I´m lovin´ it!!!
Var ótrúlega dugleg á mánudaginn, labbaði í vinnuna og úr vinnunni, fór svo í body pump og í 2 tíma göngutúr eftir það. Var GJÖRSAMLEGA uppgefin þegar ég kom heim og er í dag undirlögð af illum harðsperrum. Vona að þær lagist eftir að ég fer aftur að pumpa í dag. Óli greyið er ennþá lasinn og vorkenni ég honum hræðilega að vera í stofufangelsi í góða veðrinu. Vona að þetta fari nú að brá af honum svo að hann verði orðinn góður fyrir átök helgarinnar sem hefjast eigi síðar en á morgun börnin góð. Ég er orðinn afskaplega spennt að fara að sjá Pétur, Matta og Einar reyta af sér góð lög og skemmtilegheit og alveg sérlega spennt að gera það í reyklausu lofti. Svo er það bara Írsk þjóðlagastemmning alla helgina og ég er að farast úr spennu...vona innilega að veðurspáin haldist ekki og sólin skíni á okkur en ekki rigningin.
En uppskrift helgarinnar er þessi...JELLOSKOT!!
Getið þið sagt WASTED!!!
- Játaði Karen
mánudagur, júlí 02, 2007
Freddie says...RELAX!!!
Þetta var aldeilis skemmtileg helgi :)
Eitt sem ég gerði á föstudag gat ég ekki deilt með ykkur því að það var SURPRISE!!!
Við vorum að gæsa hana Ragnheiði pumpdrottningu með meiru og var það alveg glimrandi gaman!
Þetta var sem sagt busy en skemmtilegur föstudagur hjá mér, brjálað að gera í vinnunni, snar-band-kolbrjálað að gera.... ég sá fram á að vera að vinna langt fram á kvöld en eins og fyrir kraftaverk þá stemmdi allt og ég var laus á réttum tíma. Þá var brunað upp í Baðhús til að undirbúa og gera fallegt fyrir gæsapartýið og taka á móti Ragnheiði sem var að bruna um bæinn með Óla á Hondunni. Daman var svo sett í SPANDEX og látin kenna body pump við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir það varð ég að drífa mig og láta stelpurnar einar um freyðivínsdrykkjuna því að við Óli vorum að fara á tónleikana með Dúndurfréttum og Sinfó.
Við vorum aðeins sein fyrir og um leið og við settumst niður hófst gleðin...Takk fyrir að bíða eftir okkur strákar, fallegt af ykkur :þ
Þessir tónleikar voru svo æðislegir að það er vart hægt að koma orðum að því, strákarnir voru svo miklar stjörnur að ég varð ótrúlega upp með mér að ég þekkja til þeirra og gæsahúðin var að gera útaf við mig allan tímann. Stórkostleg upplifun og algerlega ógleymanleg.
Þegar að tónleikarnir voru búnir varð allt vitlaust af fagnaðarlátum og var kallað, klappað og stappað tryllingslega, verðskulduð læti eftir svona rosalega frammistöðu.
Eftir tónleikana fór ég aftur á gæsaveiðar og kíktum við með Ragnheiði sem vildi meina að hún væri Svanur frekar en Gæs, í bæinn. Hún var í æðislegu outfitti sem vakti mikla lukku meðal þeirra sem við mættum, og skemmti ég mér konunglega með henni þessari elsku sem tók afar vel í að spranga um bæinn í bleiku kanínuoutfitti.
Laugardeginum eyddi ég í að versla í Smáralindinni og um kvöldið var komið að því að skemmta sér aðeins meira og fara í afmæli til hennar Idu. Ida býr í næstu götu við okkur og ég, Óli, Þóra og Nonni trítluðum yfir til hennar þar sem upphófst mikil kokteiladrykkja og tilheyrandi. Við héldum snemma í bæinn og byrjuðum leikinn á Hressó. Þar lét ég gamlan draum rætast og lét merkja mig elskunni minni :)
Fyrir þessa fallegu merkingu greiddi ég einn stóran bjór og var alsæl með afraksturinn. Óla fannst heldur ekkert leiðinlegt að hafa mig merkta sér hehehe.
Eftir Hressó fórum við yfir á Thorvaldsen sem var ágætt en mjög troðið og það er nokkuð ljóst að reykingarbannið hefur ekki haft þau áhrif að minnka aðsókn á skemmtistaði...síður en svo.
Rosalega skemmtileg helgi og ég fæ vonandi myndir bráðlega til að deila með ykkur.
Við Óli vorum að skoða hótel í Orlando fyrir ferðina okkar í haust og núna er það endalega búið að gera út af við mig af spennu og fæ ég mig vart hamið fyrir æsingi.
En það er svo sem nóg af skemmtilegum hlutum að gerast í sumar til að stytta mér biðina og byrja þeir eigi síðar en á fimmtudag en þá ætlum við að fjölmenna á Viktor og berja Pétur, Matta og Einar með augunum. Svo eru Írskir dagar á Skaganum næstu helgi og það verður ekkert nema skemmtilegt, 3ja daga djamm dugleg stelpan!
Love ya to bits...
- Játaði Karen
sunnudagur, júlí 01, 2007
Oh what a night...
Ótrúlega gaman um helgina...
En sú saga verður sögð aðeins seinna!
- Játaði Karen