Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lísa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar
Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp
|
Ég verð nú samt að viðurkenna að ég verð pínu græn af öfund þegar ég sé muninn á Óla, stundum er örugglega gott að vera strákur :þ Þetta breytta líferni okkar "hjóna" hefur sannarlega breytt lífstíl manns. Við vöknum klukkutíma fyrr á morgnanna, við borðum kvöldmat einum og hálfum tíma fyrr og erum farin í háttinn ca tveimur tímum fyrr á kvöldin. Maturinn er hollari og vítamínin gleymast ekki. Og kroppurinn blómstrar en ekki hvað :þ
Cliff Richards er maður dagsins í vinnunni hjá mér... það kemur líklegast ekki á óvart eftir að hjartaknúsarinn aldraði :þ sýndi rosaleg tilþrif á tónleikum í gærkvöldi. Þar sem að við erum bara 3 í vinnu hér sem erum undir þrítugt og 4 sem erum undir fertugt þá á Cliff sér stóran hóp aðdáenda hér í embættinu. Ömmurnar eru allar búnar að sitja með sælusvip í dag sönglandi Lucky lips og aðra smelli. Alveg yndislegt, alger krútt! En þessi vika er síður en svo búin að vera í uppáhaldi í vinnunni en öll kerfin hafa skipst á að bila sem gerir manni vissulega lífið leitt. Þegar maður vinnur við að taka inn peninga í ríkissjóð þá er heldur ekkert elsku mamma ef eitthvað bilar við verðum bara að vera í vinnunni þar til að allt stemmir og hver króna er á sínum stað. En sem betur fer er ekki nema einn dagur eftir af þessarri vinnuviku og er planið að vera bara á djamminu um helgina :) Gott plan og ég hlakka mikið til! Partý bæði kvöldin og þynnka inná milli :þ Sjibbí!!
En svona vill fara fyrir hlutum þegar sífellt er verið að setja allskonar nýjungir á markað. Ég er búin að smakka nýja Coke Zero og ég held bara að mér finnist það skást af þeim sykurlausu drykkjum sem hafa komist inn fyrir mína munaðarfullu varir. Ég er hins vegar ekki jafn hrifin af auglýsingunum fyrir þennan drykk... Af hverju ekki kynlíf með Zero forleik...Af hverju ekki kærustur með Zero er ég feit í þessu...Afhverju ekki brjóstahaldarar með ZERO smellum. Ég veit ekki hvaða markaðshópi er verið að reyna að höfða til en þetta virkar amk frekar fráhrindandi á mig.
Við Óli höldum áfram að bólgna út af lyftingunum og er það fátt sem er jafn hvetjandi og að vakna á morgnanna og sjá hvað næturhvíldin er búin að breyta kroppnum, ég hef ALDREI fundið æfingarprógram sem er eins fljótt að bera árangur eins og þetta. Harðsperrurnar eru allar að lagast og allt að gerast. Verðum orðin sem meitluð í stein á næstu vikum :) Tilhugsunin um að vera að stripplast á bikínu eftir tæpar 3 vikur er síður en svo skelfileg þegar maður er svona feikilega duglegur í ræktinni. En það styttist óðum í ferðina, og þangað til að við förum ætlum við að... fagna heimkomu Helgu, Nínu og Balthasars, fara í þrítugsafmæli, fara í áttræðisafmæli hjá ömmu Lillu, halda upp á páskana, skila ritgerðum, leika og skemmta okkur :þ Þetta verður fljótt að líða þegar svona gífurlega mikið er um að vera!
Við stelpurnar kíktum eftir þetta í bæinn og inn á nokkra staði, hittum vinkonur Þóru, dönsuðum og skemmtum okkur og öðrum.
Rosa gaman og alveg þess virði að vera frekar mikið slöpp á laugardaginn.
Ég var ekkert smá ánægð með Óla að nenna með því að hann var að spila pool með Svabba fram eftir kvöldi og þess vegna lítið sofinn kl 6 í morgun. En hann er ógurlegt heljarmenni og lét það ekki stoppa sig. Held samt að við verðum farin snemma í háttinn í kvöld...enda veitir ekki af ef við ætlum að endurtaka leikinn í fyrramálið :) Er það samt ekki dæmigert að núna loksins þegar ég er farin að huga betur að heilsunni og að muna eftir að taka lýsi og vítamín á hverjum morgni þá koma einhverjar fréttir þess efnis að neysla vítamíns sé manni skaðleg og stytti ævilíkur manns. Svei, maður hefur ekki undan að muna hvaða efni valda krabbameini, koma í veg fyrir krabbamein, tryggja manni langlífi eða drepa mann fyrir aldur fram. Ég held að það sé eins og allt annað í lífinu, flest hollt í hófi og gullni meðalvegurinn sá greiðasti.
Það sést kannski ekki nógu vel á myndinni en á kökunni stendur Hlynur VIII og svo lærði Óli að skrifa nokkur orð á einhverju Jabba the Hut Star Wars máli svona til gera þetta enn meira ekta.
Það var blásið á kerti og sungin afmælissöngur, borðað og leikið sér. Ótrúlega velheppnaði í alla staði þó að við Óli værum reyndar eins og undnar tuskur eftir daginn þá var þetta rosalega skemmtilegt og Hlynur ánægður með daginn.
Börnin voru bara eins og hugur manns og léku sér fallega og þarna má sjá alla strákana nema þann yngsta en hann var upptekin við að reyna að fá fullorðna fólkið til að hleypa sér í nammiskálina þegar myndin var tekin.