In a Past Life...

You Were: A Famous Spice Trader.
Where You Lived: Turkey.
How You Died: Buried alive.
|
Ég veit ekki með ykkur, hvort þið trúið á fyrri líf og allt það en mér amk finnst það frekar spennó tilhugsun. Ég hef einu sinni farið til miðils og hún sagði mér nokkra hluti um fyrri líf. Eitt var það að ég og systursonur minn höfum verið samferða áður og að ég hafi líka verið Ástralskur native einhvern tímann. Það er víst einhver kona í Reykjavík sem tekur að sér að lesa í fyrri líf fólks sem og kenna fólki að spila á píanó, spurning hvort maður ætti að tékka á henni. Ég hef samt mínar grunsemdir um hvað ég var að bralla í fyrri lífum og ég skal alveg deila því með ykkur.
Nr 1
Ég var einhvern tímann vond manneskja sem að drap einhvern/einhverja með hníf, ástæðan fyrir því að ég er fullviss um þetta er sú að ég er virkilega heilluð af hnífum, mér finnst mjög notaleg tilfinning að munda hnífa sjálf en á erfitt með að vera í kringum fólk sem er að nota hnífa. Er eitthvað smeyk um að vera stungin.
Nr 2
Ég var einhvern tímann viðstödd nornabrennu, ég var örugglega ekki brennd sjálf heldur var bara vitni af aftökunni. Ástæðan fyrir því að ég er viss um þetta er sú að þó að ég finni hræðilega til með þeim sem hafa verið brenndir lifandi þá get ég líka sett mig í spor þeirra sem voru viðstaddir, viss um að lyktin og óhljóðin hafi verið viðurstyggð.
Nr 3
Ég var einhvern tímann þræll eða ambátt, líklegast svört á bómullarökrunum,
ég á afskaplega auðvelt með að ímynda mér frelsissviptinguna og þá tilfinningu að ráða ekki eigin örlögum.
Það er tilhneiging hjá fólki að halda alltaf að það hafi verið einhver mikilvægur og frægur í fyrri lífum og ef ég ætlaði að gera slíkt hið sama þá myndi ég segja að ég hefði verið Jack the Ripper og Heinrich Kramer og að ógleymdum Kunta Kinte. En ég er nokkuð viss um að það sé bara vitleysa.
Það er samt soldið gaman að pæla í þessu bara svona uppá grínið!