Miss Ülrich
E-Mail Linkur Gegn ofbeldi



Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lí­sa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar



Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp


Karen


...Mælir með:
Að vera mamma:D

...ER Að LESA:

-The Amazing Maurice and His Educated Rodents eftir Terry Pratchett. Köttur og rottuhópur öðlast skyndilega mikla greind og geta talað. Þau fá í lið með sér strákling sem spilar á flautu og fara að pretta peninga út úr fólki. Bráðskemmtilegt!!




Lilypie 1st Birthday Ticker

Nýlegir póstar

  • It´s facebook...
  • Back to school...
  • What to say, what to say?
  • Restart...
  • X-mas
  • Ages....
  • Here I come...
  • Bloggeddy blogg...
  • Lucky numbers
  • Clever mouse...

  • Eldri póstar

  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • desember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • september 2006
  • október 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • september 2007
  • október 2007
  • nóvember 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • febrúar 2008
  • mars 2008
  • apríl 2008
  • maí 2008
  • júní 2008
  • júlí 2008
  • ágúst 2008
  • september 2008
  • desember 2008
  • janúar 2009
  • mars 2009









  • föstudagur, september 30, 2005


    Djazzy girl

    Ekkert smá gaman í gærkvöldi, elskan hann Óli bauð mér á tónleika með Be bop septett Óskars Guðjónssonar á Kaffi Reykjavík. Og vá hvað þeir voru flottir. Nú er ég ekki mikið fyrir djazz, er persónulega meiri Blúskona en þeir voru svo geislandi flottir að það var ekki annað hægt en að fíla þetta alveg í strimla. Ég sat þarna með rauðvín í góðum fíling og hugsaði með mér að maður ætti að vera duglegri að gera svona, fara á tónleika og leikhús og listasýningar, þetta er ótrúlega gott fyrir mann.
    Enn og aftur kominn föstudagur og ekki bara það heldur er september búinn, magnað hvað tíminn æðir áfram. Hrædd um að ranka við mér þegar ég er orðin gömul kona og farin að gyrða brjóstin ofan í nærbuxur og rassinn í sokkana. Shocking tilhugsun! En það er bara málið það vilja allir verða gamlir en það vill enginn vera gamall.

    "Though titty said the kitty
    but the milk´s still good"

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, september 29, 2005


    Chocoholic

    Chocoholics Anonymous Credo

    Hi, my name is Karen Ülrich
    and I am addicted to chocolate.
    I think about chocolate always,
    except when I am asleep
    and then I dream about chocolate.


    Súkkulaði Gotta love it!! Ég sárvorkenni fólki sem er með ofnæmi fyrir kakó og getur ekki borðað súkkulaði. Fyrir mér er súkkulaði ekki bara sælgæti heldur HUGARÁSTAND. Það er afar viðeigandi að súkkulaði (kakóplöntunni) var gefið fræðiheitið Theobromine eða matur guðanna.


    Ég verð ávallt þakklát Azteka guðnum Quetzalcoatl fyrir að hafa stolið Kakótréinu frá sonum Sólarinnar. Aztekarnir neyttu súkkulaðidrykkja og voru það þá höfðingjar og stríðsmenn sem fengu að súpa á þessum dýrðar drykk. Azteka konum var hinsvegar meinað að neita súkkulaðis því að það var talið kynörvandi (sem það er), kjána Aztekar. Þeir notuðu kakóbaunir sem gjaldmiðlill og fyrir 100 baunir var hægt að kaupa þræl og fyrir 12 þjónustu lagsmeyjar. Spennandi ekki satt, það var svo Cortes sem að kynnti súkkulaði fyrir Spánverjum og þaðan breiddist það um allann heim. Nammi nammi namm.

    Ég hef ákveðið að trúa öllum rannsóknum sem sýnt hafa hversu hollt súkkulaði er fyrir t.d hjartað því að súkkulaði inniheldur öflugt andoxunarefni, svo ekki sé talað um hversu gott það er fyrir sálina. Ég er handviss um að súkkulaði er flestra meinabót.
    Súkkulaði og kaffi eru aðal kynörvandi efnin sem virka á konur (reyndar ásamt áfengi), á meðan það eru t.d ostrur og kavíar sem helst hafa áhrif á karla.

    Það er reyndar mælt með því "línanna" vegna að ef við ætlum að vera dugleg að borða súkkulaði að hafa það sem dekkts, ég mæli með 70% súkkulaðinu frá ástinni minni honum Nóa-Siríus.




    Oompa loompa lagið
    Úr Charlie and the Chocolate factory SCARY :(

    - Játaði Karen


    miðvikudagur, september 28, 2005


    Sad or mad??

    Var dásamlega niðurdregin í gær, af engri skiljanlegri ástæðu... var bara leið! Meira að segja svo leið að ég var næstum því búin að skrópa í magadansinum, pælið í því. En ég er svo mikill hardass að ég læt mig ekkert komast upp með neitt svona rugl, sem var gott því að þetta var ákaflega mikilvægur tími, við vorum að byrja á blæjuvinnu! Ég veit að það hljómar eins og verið sé að venja okkur á að ganga með blæjur áður en við verðum allar seldar í Harem til að skemmta einhverjum Olíusjeikum en það er ekki málið. Heldur er um að ræða afskalplega "þokkafulla" dansa með blæjum, þetta er rosa gaman en það eru þó leiðinlegir fylgikvillar, númer eitt að það tekur rosalega í axlirnar að dansa þessa dansa og númer tvö sem er mun verri en það er hversu erfitt er að vera þokkafullur þegar maður er vafinn inn í blæju eins og múmía!! Þið sem að eruð svo heppin að njóta félagskapar míns endrum og eins skuluð fá að sjá flottasta blæjumove ever sem heitir Houdini, þar sem að dansmeyjan hverfur inn í blæjuna og birtist svo aftur afskaplega glæsilega, or so you would think. Í mínu tilfelli þá byrjaði ég á að flækja mig rækilega í blæjunni og ÓSKA þess svo að ég myndi hverfa, en æfingin skapar dansmeynna og ég var farin að hverfa og birtast stórkostlega undir lokin. Fór svo heim eftir dansinn og gerði akkúrat það sem maður á að gera þegar maður er leiður, kveikti á kertum og SAD fm (Létt 96,7) lét renna í bað og rauðvínsglas. Og viti menn mér snarbatnaði!
    Steini vinur minn kynnti mig nefnilega fyrir algerri snilld sem að hann lærði í leiklistinni. Tilfinningar eru bara tilfinningar og þær eiga rétt á sér, ef að maður er leiður þá má maður vera leiður. Svo einfalt er það!

    - Játaði Karen


    laugardagur, september 24, 2005


    One of THOSE days

    Stundum er ég ótrúlega óheppin, og í dag er einmitt einn af þeim dögum, mætti í vinnuna í morgun og það var allt rafmagnslaust, not to worry Karen rafvirki smellti sér bara í rafmagnstöfluna og ýtti á alla takka þar til það varð ljós, var samt með hland fyrir hjartanu viss um að mér tækist að gefa sjálfri mér raflost. Mikið stuð! Það er með ólíkum kindum hvað konurnar hér eru æstar í að borða Myoplex drykki og það er enn undarlegra hvað mér finnst lítið gaman að hræra þá, en svona virkar Karma "Ég ætla að fá 3 jarðaberjadrykki" hmmm 3 segirðu og þarna stóð ég í eldhúsinu með 3 bréf og horfði á blandarann, hversu sniðugt yrði það að hræra þá alla í einu?? Ok 1.5 l af vatni, klakar og 3 duftbréf í blandara sem tekur 2 l .... stærðfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið!! En þar sem ég er svo (Sk)vísindalega sinnuð þá þýðir ekkert nema smá tilraunstarfsemi. Ok vatnið komið og klakinn, hmmm já þetta er í lagi og svo duftið ... úpps æjæj lokið kemst ekki á, ok ég tylli því bara, jæja svo að setja kvikindið í gang! Niðurstaða tilraunarinnar var vægast sagt subbuleg, ef einhvern þyrstir í Myoplex þá er fínt að koma bara og sleikja mig ;) Eins og þetta hafi ekki verið nóg þá var ég stuttu síðar að trítla aftur inn í eldhús með annað bréf að Myo og hristi pokann í takt við dynjandi tónlist Kviðbanans well guess what, pokinn rifnaði og gólfið varð umsvifalaust þakið dufti. GRÁTUR OG TANNAGNÍST!!! Það er í svona tilfellum sem það sannast að you can take Miss Ulrich out of the Blonde but you can´t take the Blonde out of Miss Ulrich.

    Kaldar og hristar kveðjur til Bill Philips
    En það er ljúfengu Eas vörunum hans að kenna að ég fæ engan frið í vinnunni og er búin að hræra 9 Myoplex drykki á meðan ég skrifaði þetta.


    - Játaði Karen


    miðvikudagur, september 21, 2005


    Bootcamp/Deathcamp

    Þetta er víst aðalmálið í dag, mér finnst eins og allt kvk staffið í Baðhúsinu sé komið í þetta Bootycamp. Það er víst eftirsóknarvert í dag að láta berja sig áfram army style, það skemmir eflaust ekki fyrir að þjálfararnir eiga víst að vera algjörir folar. "En Karen afhverju skellir þú þér ekki í þetta" spurðu stelpurnar mig, þetta er alveg ekta fyrir þig" "Já er það, þið þekkið mig greinilega ekki vel!" Ég myndi aldrei þola að einhver væri að skipa mér fyrir og skipta sér af mér... HELL NO!!

    Svona liti forsíða morgunblaðsins út daginn sem ég færi í Bootcamp

    "Illa leikin lík þriggja forkunnarfagra vöðvastæltra karlamanna fundust í morgun við Faxafen. Skömmu síðar var kófsveitt og blóði drifin kona handtekin. Enn hefur ekkert morðvopn fundist þrátt fyrir víðtæka leit".

    Og það fyndist aldrei því að ég myndi drepa þá með berum höndum.

    Já, viltu sjá hvað ég er snögg að taka 50 armbeygjur #!%#$ Krass,slapp,smakk&%$#%$
    Má ég núna sjá hvað þú ert snöggur að tína upp tennurnar þínar, ha ha ekki svo sætur núna!!!

    Og svo geðsýkishláturinn
    Múhahahahahahaha!!!!!!


    - Játaði Karen


    þriðjudagur, september 20, 2005


    Tag your it!

    Ég var klukkuð og ekki klukkuð eins og á Akranesi, já Óli minn þegar hún Hafrún læddist upp að mér og hvíslaði KLUKK í eyrað á mér þá mundi ég eftir einhverri sóðalegri sögu sem þú sagðir mér fyrir ca 4 árum!! Hún verður ekki endurtekin hér
    Well þegar maður er klukkaður á maður að koma með einhverjar 5 staðreyndir um sjálfa sig á blogginu so here goes!

    1) Uppáhaldsblómin mín eru bleikar rósir
    2) Ég vil alls ekki borða mat með skrítinni áferð eins og t.d grjónagraut, kartöflumús og hafragraut.
    3)Ég er ættuð úr Stykkishólmi og finnst það frábær staður.
    4)Ég hef prófað alla hárliti og litað á mér hárið síðan ég var 15 ára.
    5)Þegar mamma mín vill vera sæt við mig kallar hún mig Karínka.

    Svo þar hafið þið það 5 gagnlausar staðreyndir um yours truly :)

    Og ef þú ert að lesa þetta þá segi ég KLUKK og Klukk a la Skaginn við Rokkarann hehehehe.

    - Játaði Karen

    The O.C

    Farin að fylgjast með the O.C, elskulegur kærasti minn og systir hans eru fans og núna horfi ég með þeim spennt á mánudögum. Velti mér upp úr dramatísku ástarlífi sjúklega sætra ungmenna. Við Hildur Pump vorum að ræða þessa þætti á kaffistofu Baðhússins áður en við fórum að massa feita hamsturinn í gærdag. Aðalumræðan snérist þó um holdafar stúlknanna í þáttunum sem hljóta að vera á barmi þess að vera hungurmorða enda ekki borðað neitt nema káblöð og laxerandi síðan þær urðu frægar. Við Hildur fussuðum og sveiuðum yfir þessarri "Hortísku" og vorkenndum stúlkunum sem eru fórnarlömb hennar og verða með ónýtt ónæmiskerfi eftir nokkur ár.

    - Játaði Karen


    föstudagur, september 16, 2005


    Sucker

    Þetta er Sean Paul



    Ég er að fíla Sean Paul, lögin hans er tilvalin í rassaskak sem er gaman þegar maður er þannig upplagður. Sean Paul er sellout, á nýju plötunni hans er lag sem heitir "We be burnin" þar sem að hann hvetur til þess að lögleiða hass þetta er chorusin

    Everyday, we be burnin not concernin what nobody wanna say
    We be earnin dollars turning cau we mind deh pon we pay
    Some got gold and oil and diamonds,
    All we got is Mary Jane legalize it,
    Time to recognize it



    En svona heyrði ég það á MTV í morgun

    Everyday, we be burnin not concernin what nobody wanna say
    We be earnin dollars turning cau we mind deh pon we pay
    More than gold and oil and diamonds girls we got em everyday
    recognise it,we pimpin as we ridin


    Niggah plís

    Ég vil taka það fram að þetta hefur ekkert með mína skoðun á lögleiðingu kannabisefna að gera bara hvað sumir eru miklar peninga Me**ur!

    Já og afhverju er það í lagi að hlutgera konur og tala um pimpin en það er ekki í lagi að tala um hass!
    Fyrir mér er þetta sami bölvaði óþverrinn!

    - Játaði Karen

    Wakeup Call

    Vá hvað ég var Emma Öfugsnúna í morgun, samblanda af svefnleysi og löngum degi framundan varð til að þess að ég vaknaði sjúklega neikvæð og leiðinleg í morgun, og trúið mér það er ekki að gera sig fyrir mig. Var mætt í Baðhúsið 6:30 tilbúin að spúa eitri um allt, en hitti í staðinn Helgu draumadís sem er svo super pink positive að ég smitaðist af henni og var strax orðin mun ánægðari með lífið og tilveruna. Hún bauð mér upp á Sollu á grænum kosti te sem á að vera rosa gott og gefa orku, ég horfði ofan í tóma kaffibollann minn, yppti öxlum og sagði því ekki það. Það er ekki gott á bragðið Karen mín, settu sítrónu í það tilkynnti Helga mér á meðan hún skellti duftinu í bollann minn. Hmmm maður hefur víst kyngt verri óbjóði.. hugsaði ég með mér og á þá að sjálfsögðu við RAUÐRÓFUSAFA sem er drykkur illskunnar. Teið var bara ágætt og supum við á því á meðan við ræddum daginn og veginn. Með mallann fullann af kaffi og koffein orku tei fór ég upp í sal að hlaupa, áhrif tesins voru því miður skammt undan! Jesús Pétur allt koffeinið sem ég hafði innbyrgt á tómann maga réðst á litla taugakerfið mitt, ég dofnaði upp og hélt að hjartað ætlaði upp úr mér. Og svo kom ógleðin.... Come on baby, the workout aint over till you trow up in the shower, hahahahaha!! Eða eitthvað... sem betur fer leið þetta hjá en Solla Græna hefur án efa vaknað með hiksta í morgun, henni voru sendir frekar ljótir straumar. Núna er ég í sólskins skapi búin að panta rólegan dag í vinnunni og mikið stuð um helgina. En planið er að kíkja út á lífið með sóðabrókarsystur minni og sletta ærlega úr einhverju annað kvöld.




    Og hvað á ég sameiginlegt með þessu dýri??? Well nothing, en ég er búin að læra ótrúlega flotta hreyfingu í magadansinum sem heitir Camel og Reverse Camel og magavöðvarnir mínir gráta. En bara gaman samt!

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, september 15, 2005


    Blues

    Það er skýjað og kuldalegt úti, ég er að vinna í kalda og klakafulla kjallaranum, var að fá sendann risastórann bunka af skjölum og mér leiðist. Ég er samt í fínu skapi svona angurvær og langar heim að yrkja ljóð um eitthvað sorglegt eða horfa á Titanic. Í bakgrunninum er Halldóra Björnsdóttir að kenna leikfimi á rás 2 og allar konurnar að sprikkla í takt. Þetta er allt svo dásamlega ömurlegt að ég get ekki hætt að brosa.

    - Játaði Karen


    miðvikudagur, september 14, 2005


    I´m on vaction, where´s my drink?

    Búin að vera í tveggja daga fríi í vinnunni, var að fíla það svo ótrúlega vel að mig langar eiginlega bara í meira frí. Búið að vera hellings mikið að gera samt, Magga vinkona er á landinu í alltof fáa daga svo að fríið var að mestu nýtt til þess að leika við hana. Var að vinna á laugardaginn sem var bara soldið notó, ekkert of mikið að gera og ég bara að slaka, svo var magaDANS tími seinna um daginn þar sem ég ásamt fleiri verðandi dansmeyjum lærði dansinn Najla sem er ótrúlega flottur. Þessar svakalegu mjaðmasveiflur eru að gera út af við mjóbakið á mér og það var eins gott að ég átti tíma í dekur í boði Óla á sunnudaginn. Ég var mætt snemma á sunnudag upp á Hótel Nordica þar sem að ég fékk frábært nudd frá stúlku sem heitir Íris, það er eitthvað svo ótrúlega notalegt að láta koma fram við sig eins og prinsessuna sem maður er. Svo var matur hjá mömmu Rokk á Skaganum á sunnudagskvöldið þar sem borðað var yfir sig af kjúkling og franskri súkkulaðiköku í góðum félagsskap. Við Magga skelltum okkur svo í Húsdýragarðinn með börnin í gær, ég fékk Ágúst Smára lánaðann til að geta verið með í mömmó. Alltaf jafn gaman að því að skoða lífsleiðu dýrin í húsdýragarðinum. Á meðan við stóðum yfir grísunum sem lágu afslappaðir í stíunni sinni hvíslaði ég að Möggu, "það fer að koma að slátrun og þá fær starfsfólkið að kaupa grís á spottprís." Möggu var ekki skemmt!! En ég var samt að segja satt...
    Við kíktum svo með strákana í kaffi til Röggu, það rann upp fyrir mér þar sem ég sat með einn 3 mánaða í fanginu, einn 20 mánaða hálfan á kjöltunni og einn 33 mánaða hangandi á fótunum á mér að ég gæti átt öll þessi börn, mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, ekki hjálpuðu þær svokölluðu vinkonur mína mér með því að spá fyrir mér að þetta væri mín framtíð. Núna er ég komin aftur í vinnuna og er að vinna til 23 í kvöld, ég er bara frekar sátt með það enda ágætlega úthvíld eftir fríið.


    Here piggy piggy!

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, september 08, 2005


    Sleepy time

    Uppáhaldslesefnið mitt í sálfræðinni voru svefnrannsóknir, mér finnst svefn og draumar ótrúlega heillandi efni. Kannski af því að mér finnst svo gott að lúlla!
    Mér er minnistæð tilraun sem var gerð á rottum þar sem að þeim var haldið vakandi þangað til að þær DÓU! Svo er annað sem er enn undarlegra, við þurfum nauðsynlega á draumum að halda, ef að fólk er svipt draumsvefn í lengri tíma hefur það alvarlegar afleiðingar í för með sér og fólk getur jafnvel farið að upplifa ofskynjanir, Been there done that! Ég hef alltaf verið heppin með það að ég get eiginlega alltaf sofið, hvar sem er og hvenær sem er. Það er eiginlega ekkert sem að getur raskað ró minni, nema barnsgrátur, ég vaknaði stundum með litla frænda í fanginu um miðja nótt, lögð af stað steinsofandi til að hugga barnið. En annars er ég ofsa stillt á nóttinni, vakna í sömu englastöðu og ég sofna í. En ég veit svo sem ekkert um það því að ég er sofandi á meðan ég sef þannig að ég gæti náttúrulega verið að gera einhver ósköp af mér. Mér þætti ótrúlega spennó að fá að horfa á upptöku af sjálfri mér að lúlla, talandi un hágæða sjónvarpsefni. Ég hinsvegar þekki fólk sem lætur öllum illum látum í svefni, systkini mín gengu, töluðu og borðuðu í svefni, Argintæta vinkona mín vaknaði oftar en ekki vafin inn í lakið og með BITFÖR í koddanum. Sumir sem ég deili rúmi með fara í koddaslag við mig í svefni og tala um vegakerfi, sem er ótrúlega skemmtilegt. Finnst ykkur skrítið að ég sé heilluð??


    - Játaði Karen


    miðvikudagur, september 07, 2005


    Earworm

    Að fá eitthvað lag hrottalega á heilann kallast að fá earworm á Þýsklensku samkvæmt Stefanie vinkonu. Ég er búin að vera með þetta fallega lag á heilanum í 2 daga og kannski ef ég deili því með ykkur þá smitist þið af eyrnaorminum mínum og mér batnar.
    Gjössovel


    You do something to me
    something deep inside
    I'm hanging on the wire
    for a love I'll never find
    You do something wonderful
    then chase it all away
    Mixing my emotions
    that throws me back again
    Hanging on the wire,
    I'm waiting for the change
    I'm dancing through the fire,
    just to catch a flame
    an' feel real again

    Hanging on the wire,
    Said I'm waiting for the change
    I'm dancing through the fire,
    just to catch a flame
    an' feel real again

    You do something to me
    somewhere deep inside
    I'm hoping to get close to
    a peace I cannot find -

    Dancing through the fire yeah
    just to catch a flame
    Just to get close to,
    just close enough -
    To tell you that.....

    You do something to me - something deep inside

    Paul Weller

    - Játaði Karen

    You DANCE in a bellydanceclass

    Fyrsti tíminn í magadansi í gær og Oh my god hvað þetta var gaman. Þegar ég nálgaðist Ármúlann rétt fyrir 8 í gærkvöldi fór ég að hlusta inn í mig til að athuga hvort þetta væri nokkuð að stressa mig að vera að fara að gera eitthvað glænýtt alein. Enginn hraður hjartsláttur, engin hnútur í mallanum, svöl eins og agúrka. Það var metaðsókn á námskeiðið og þurfti að skipta okkur í 2 hópa, ég kaus að vera í minni hópnum og skellti mér fremst í salinn, tilbúin í mjaðmasveiflur. Áralangar Bootyshaking á skemmtistöðum bæjarins hafa loksins farið að borga sig og ég skemmti mér konunglega. Það er ótrúlegt hvað maður getur breyst á stuttum tíma, fyrir örfáum árum hefðí ég dáið Drottni mínum ef ég hefði átt að fara alein í magadans og standa fremst og dilla mér. Ég hefði legið upprúlluð í hrúgu af klingjandi mjaðmabeltum, skjálfandi og organdi. Það er ótrúlegt hvað líkamsrækt getur breytt öllu. Það er ekkert líkamlegt átak sem hræðir mig lengur, ég er búin að læra að skilja og hlusta á líkama minn og þekkja takmörk mín þannig að ég geti leikið mér að því að ganga fram af sjálfri mér.
    Og það er málið!


    - Játaði Karen


    þriðjudagur, september 06, 2005


    Something Fishy

    Á þriðjudögum er fiskidagur í vinnunni, eins og það er hægt að gera góðan mat úr fisk þá er líka alveg merkilegt hvað það er hægt að eitra fyrir manni með sumum fiskréttum. Mér leiðast hádegin á þriðjudögum og sting oftar en ekki af út úr embættinu til að fá mér eitthvað annað en toxic fisk í mallann. Ullabarasta!
    Einu sinni ætlaði ég að verða sálfræðingur, ég var tvímælalaust ein af þeim 80% nema sem fara í sálfræðinám í leit að svörum við eigin sálarflækjum. Ég er nefnilega sófasálfræðingur af Guðs náð, án þess að ég biðji um það (amk meðvitað) þá lendi ég ítrekað í því að ókunnugt fólk vill segja mér allt um erfiða barnæsku sína eða hjónabandserfiðleika. Þetta hefur verið svona frá því að ég var lítið barn og varð ég oft fyrir því að fullorðið fólk var að deila með mér hlutum sem lítil börn geta ekkert gert við. Ég hefði örugglega orðið ágætis sálfræðingur, svona einn ekta skemmdur sem að getur ekki skilið vinnuna eftir í vinnunni og endar með því að vera sjálfur lagður inn á geðdeild, eða poppandi geðlyfja kokteil. Eitt það fyrsta sem hann Friðrik blessaður messaði yfir okkur nýnemunum í sálfræði ´99 var að við værum ekki komin þarna til að hjálpa neinum, og ef einhver væri með slíkar ranghugmyndir þá væri hann á röngum stað. Í mínu tilfelli hafði hann alveg rétt fyrir sér og ég mun betur sett annars staðar.

    - Játaði Karen


    mánudagur, september 05, 2005


    Party time

    Vá hvað það var mikið stuð í partýinu á laugardaginn, endalaust mikið gaman. Ég fékk frábærar gjafir og skemmti mér hrikalega vel. Íbúðin mín var hins vegar í átakanlegu ástandi og angar ennþá eins og brennivínsbúlla, eflaust hefði mátt finna vel á sér með því að fá sér smá sleik af gólfinu. Sunnudagurinn fór í nákvæmlega það sem Guð ætlaði sér, afslöppun en reyndar var það pínu eyðilagt því að mér tókst að verða þunn 3 sinnum yfir daginn. En mér var nær að leggja í ofdrykkju og staupa rússneskt kókaín ósofin og ekkert búin að borða. En núna er kominn mánudagur og busy vika framundan, ég er að byrja í magadansinum á morgun og er spennt eins og grjón að fara að dilla mér.
    Búin að ákveða að ég verð sjúklega góður magadansari.
    Hún Magga mín er líka að koma heim í smá heimsókn og alltaf jafn gaman að fá þessa elskulegu útlaga heim. Og svo er ég að fara í nudd á sunnudag, en ég fékk rosa flott dekur frá Óla í afmælisgjöf.
    Nóg að gera semsagt!

    - Játaði Karen


    föstudagur, september 02, 2005


    Lucky girl!

    Búinn að vera þvílíkur happadagur hjá minni í dag en áður en ég segi ykkur frá því þá ætla ég að segja ykkur hvað ég gerði skemmtilegt í gær. Hluti af afmælisgjöfinni minni frá Óla var miði á tónleika Joe Cocker, eftir að hafa nært okkur á gómsætum mat frá Nings trítluðum við yfir í Höllina. Hvorugt okkar var spennt fyrir því að heyra Heru (sem er by the way MINNI en ég, fannst þið þurfa að vita það) hita upp og vorum við ótrúlega mátuleg í því, Joe mættur á sviðið að syngja Chain of fools þegar við gengum inn. Þetta voru alveg meiriháttar flottir tónleikar og fer um mig sæluhrollur við tilhugsunina. Fín stemming á fólkinu og allt eins og best var á kosið. Það var ekkert smá gaman að sjá hversu mikill kraftur er enn í Herra Cocker, svona miðað við aldur og fyrri störf. Two thumbs way way up :)
    En núna ætla ég að segja ykkur frá Happadeginum mínum, ég vaknaði í þvílíkt fínu skapi, sótti þvottinn minn og stússaðist og var alveg viss um að ég myndi missa af strætó, en viti menn, hvað sé ég einmitt þegar ég hleyp út, þið megið giska en ég get sagt ykkur það að ég náði vagninum í morgun. Þegar ég er að ganga í vinnuna þá sé ég glitta í eitthvað fjólublátt á götunni ÞÚSUNDKALL alright, heppin Karen, heppin stelpa. Svo er fyrsti föstudagurinn í mánuðinum og það þýðir að það er rauðvínshappadráttur í vinnunni, ég hef aldrei tekið þátt en ákvað að slá til og nota happa þúsarann í rauðvín. Haldið að ég hafi ekki unnið, jú,jú ég vann og fór heim með 4 rauðvínsflöskur. Mér fannst þetta svo magnað að ég fór beint og keypti mér lottó eftir vinnu just in case að heppnin haldi svona áfram. Já og annað sem er þvílík heppni, geðstirði Íranski nágranni minn sem er með permanent fyrirtíðaspennu verður fjarri góðu gamni annað kvöld í gleðskapnum þannig að það lítur út fyrir að ég losni við að selja Soffíu í kynferðislegt þrælahald til Lögreglunnar í Reykjavík, sem er gott mál þó hún sé ýmsu vön eftir að ég seldi hana í vændi um borð í Grænlenska togarann þarna um árið, hahahahaha ok, ég er ekki alveg svo mikið ógeð en hefði samt verið funny.
    Eða hvað....


    - Játaði Karen