Það líður óratími á milli þess sem ég blogga!!
Það er búið að vera rosa gaman síðustu 2 vikur, Lóa og Þröstur voru á landinu og það var æði. Alltaf svo gaman að fá þau heim :D Ég sagði einmitt við Óla í gær að ég væri rosa ósátt við að Lóa mín væri að fara aftur og bíð ég spennt eftir að þau fái nóg af kóngsins Köben og flytji heim!!
Magga mín flutti svo aftur út til Gautaborgar í síðustu viku sem mér finnst ekkert skemmtilegt og það væri bara best í heimi að þær kæmu bara heim báðar tvær...
En við stelpurnar hittumst síðasta laugardag og borðuðum saman og ég blandaði kokteila fyrir þær en fór þó frekar snemma heim því að Helgi tók uppá því að harðneita að taka pelann hjá pabba sínum og öskraði bara á hann í staðinn. Litli ormurinn! Helgi varð svo 3 mánaða á miðvikudaginn og við hlökkum mikið til á mánudaginn að fara með hann í skoðun og fá að vita hvað hann er orðinn stór og þungur. Við erum búin að fara í fullt af matarboðum til Röggu og Sævars og til Sverris bróðurs, kíktum í heimsókn til sýsla og erum að fara í fleiri heimsóknir um helgina. Svo erum við Helgi búin að kíkja í mömmuhitting í kirkjunni og eru planaðir einir 3-4 mömmuhittingar í næstu viku þannig að það verður sko nóg að gera. Skólinn gengur bara vel og mér líst rosa vel á kúrsinn sem ég er í. Passlega mikið vinnuálag, spennó og hagnýtt efni, voða notó svona í fæðingarorlofinu. Ég reyndar kom mér ekki á fætur til að mæta í tíma í morgunn en lái mér hver sem vill, þegar að vindurinn gnauðar úti og regnið lemur rúðurnar er ekki spennandi að fara á fætur, sérstaklega þegar maður liggur á milli yndislegustu stráka í jarðríkinu. Elskurnar mínar heitir, mjúkir og sofandi voru mun meira freistandi heldur en að dröslast í tíma. Svei mér þá ég hef ekki meira að segja í bili, læt fylgja mynd af litla gullinu.
- Játaði Karen
þriðjudagur, september 09, 2008
Here I come...
To save the day!!!
Voruð þið ekki komin með fráhvarfseinkenni???
Kominn tími á smá update, látum okkur sjá það helsta sem er búið að gerast er að ég átti afmæli sem er alltaf gaman. Fékk fullt af fallegum gjöfum, snyrtivörur frá fjölskyldunni minni, rosa sæta peysu frá fjölskyldunni hans Óla, Senseo ÆÐISLEGA kaffikönnu frá prinsunum á heimilinu Hlyni og Helga
og geggjaðan multidress frá ástinni minni, þetta er alveg bráðsniðug flík sem maður getur notað sem allskonar kjólatýpur og buxur. Var alveg óð á afmælisdaginn að vefja mig í kjólinn sem er alveg ótrúlega flottur og ekki var það verra að hann er Hot Pink á litinn :D
Fór í annan júnímömmuhitting, alltaf jafn gaman að hitta stelpurnar og krílin þeirra, Helgi stækkar og dafnar og er yndislegastur allra barna að sjálfsögðu. Lóa mín kemur á fimmtudaginn og ég er alveg að missa mig úr spennu og skólinn byrjar á föstudaginn sem er líka soldið spennó. Hanna systir skaust til Parísar þannig að ég fékk að njóta þess að sækja elskuna hann Ágúst Smára skólastrák á meðan hún var úti það var æði og nutum við góða veðursins í síðustu viku og örkuðum vesturbæinn þveran og endilangan með Helga í vagninum. Hanna kom svo klyfjuð gjöfum þegar hún kom heim og Helgi fékk meðal annars kínverskt babyoutfit sem mig klæjar í puttana að smella honum í...en það verður að bíða aðeins þar sem að það er í 1 árs stærð.
Man ekki hvað ég ætlaði að segja meira enda er major brjóstagjafaþoka í gangi hér á bæ, sem er stundum soldið fyndið og stundum bara alls ekki!!!
Ætla að herma eftir Óla og láta hérna fylgja nokkrar myndir af mér aftur úr grárri forneskju hahaha!
Þessi var tekin 1952, ég man hvað það var óþægilegt að sofa með rúllurnar í hárinu fyrir myndatökuna en hvað gerir maður ekki fyrir fegurðina.
1968 var ekki auðvelt hár ár heldur, ég ætlaði að vera í annarri peysu en Óli gerði svaka sogblett á mig kvöldið áður og ég neyddist til að fara í rúllukraga.
1976 var gott ár, þá fór ég að prófa mig áfram í að vera ljóshærð sem var einmitt mjög inn á þeim tíma ég meina hver man ekki eftir Brady Bunch skvísunum, hver annarri lokkaprúðari. Enn og aftur þurfti ég að velja eitthvað sem náði vel upp í háls, allt Óla að kenna en hann var með svo hot hárgreiðslu ´76 að það var ekki nokkur leið að standast hann, ég meina það!! En ég launaði honum lambið gráa og hann varð að vera í þessum hvíta rúllukragabol í ár eftir meðferðina sem hann fékk :D
1978 var erfitt ár, ég var í mikilli tilvistarkreppu og gekk til liðs við hreyfinguna Black Panthers og safnaði í afró...það er ekki auðvelt fyrir litla hvíta stelpu úr vesturbænum en með lambapermó og nóg af hárlakki komst ég í gegnum þetta ár.
Hárið varð svo hrikalegt eftir þessa meðferð að ég sat ekki fyrir á mynd aftur fyrr en 1994 og hafði þá náð að safna í þessa fögru ljósu lokka og ég var svo ánægð með þessa klippingu að ég hef eiginlega bara haldið henni síðan...en ekki hvað!!!!
- Játaði Karen