Við Óli erum búin að vera á búðarrápi í allan dag, erum komin með gluggatjöld fyrir alla glugga, sætar mottur, kommóðu/skiptiborð fyrir baby og allt að smella :D
Enduðum í Ikea og ég sver það þó að þetta hafi verið þriðja heimsókn okkar í Ikea síðan við fluttum þá fer maður alltaf jafn klyfjaður út úr þessarri búð!!
Við skemmtum okkur reyndar rosa vel í Ikea, fengum hláturskast í kommóðu deildinni þegar Óli var að reyna að mæla ummálið mitt með Ikeabréfmálbandi, við skulum bara segja að meterinn er langt frá því að duga utan um mig sem olli talsverðri kátínu hjá okkur. Hver eru aftur drauma málin 90cm 60cm 90cm?? Yeah ekki alveg...kæmi mittinu á 2 fyrirsætum inní mig!!
Við fengum annað hláturskast þegar við komum í mottudeildina, en Ikea er svo stór búð að um það bil alltaf á mottusvæðinu er maður búin að missa alla von um að komast nokkurn tímann út og er farið að langa mest til að skilja allt draslið eftir and put an egg in your shoe...and BEAT IT.
Okkur langaði að finna 2 eins mottur en það er greinilega ekki framleitt hjá Ikea og vorum við ansi kjánaleg og útbíuð í mottukuski þegar við loksins fundum tvær sem pössuðu saman...en voru samt ekki eins?!?!
En fyndnasti atburður búðarferðarinnar var þó eftir, á meðan ég beið hjá MALM kommóðunni í eikarlit fór Óli og sótti svona vagn til að keyra kassann á. Framhjá mér gekk miðaldra par sem var greinilega afskaplega skotið hvort í öðru og hafði skellt sér í Ikea til að byrja forleikinn...skyndilega greip kallinn í klobbann á dömunni, þau flissuðu, litu upp, sáu mig, roðnuðu, fölnuðu, forðuðu sér! Ég hins vegar stóð eftir og beit í tunguna til að springa ekki úr hlátri. Það er alltaf ævintýri að fara í Ikea!
Núna hlakka ég bara til að setja kommóðuna saman (horfa á Óla setja kommóðuna saman) og byrja svo að þvo og setja baby fötin í skúffurnar!!! JEY gaman gaman!
Læt fylgja eina bumbumynd 36 vikur og 1 dagur...