Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lísa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar
Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp
|
Veislan var velheppnuð og drengurinn fékk ekkert lítið af flottum gjöfum, sumar sem voru næstum jafnháar honum. Elsku krúttið :D
Þarna er afmælisbarnið með föðurafa sínum að taka upp eitthvað rosalegt tryllitæki en þar sem að afinn er algjör bílakall þá eru það vanalega einhverjir rosa trukkar sem enda í pökkunum hjá afastráknum.
Hlynur englabossi náðist svo á þessari frábæru mynd með munninn stútfullann af rice krispies köku. Svona á þetta að vera í góðu partýi.
Annars er helgin búin að vera viðburðarrík með meiru, á föstudaginn fórum við eftir að sækja Hlyn beint á Skagann í æðislegan mat og jólastuð á Jörundarholtinu. Eftir matinn settumst við niður og bjuggum til jólakort á meðan tónlistarhæfileikar fjölskyldunnar fengu að njóta sín. Óli prófaði að taka í nikkuna hjá Þórði og stóð sig bara nokkuð vel, staðreynd sem að systurdóttir hans hún Nína var ekki alveg sammála. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar við stóðum og hofðum á Óla spreyta sig á nikkunni og hún spurði mig "Ætlarðu í alvörunni að giftast honum?...Hugsaðu málið" Snillingur!!! Mér tókst að gera ein 6 jólakort sem var lítið miðað við Hlyn sem fjöldaframleiddi rosa sæt kort eins og honum væri borgað fyrir það. Laugardeginum var svo eytt í innkaup, bakstur og að græja aðventukransinn sem í ár skartar þeim allra dýrustu en sætustu kertum sem ég hef í lífinu verslað. Svo klukkan 17 fórum við Óli í fordrykk og svo á jólahlaðborð Hagaskóla sem var haldið á Þingvöllum. Við erum svo miklir snillingar að við enduðum með að fara lengri leiðina bæði fram og til baka og Óli heppni fékk að upplifa akstur í myrki með náttblindustu konu í Evrópu...Ótrúlega heppinn gaur :þ Ágætt kvöld með GÓÐUM bíltúr og voru það þreyttar og saddar turtildúfur sem komu heim rétt um miðnætti. Ég vaknaði svo snemma í morgun og setti seríu í stofugluggann þannig að það er loksins að verða soldið jólalegt hjá hjónaleysunum á Eggertsgötunni.
Gleðilega aðventu!!