Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lísa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar
Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp

|
|
Ég hef ákveðið að fara að afbragðsgóðum ráðum tengdamóður minnar og hætta að vera svona aldurSÁR og vera frekar þakklát fyrir hvert ár sem við mig bætist. So far er dagurinn búinn að vera ljómandi góður, fékk fullt af kossum frá elskunni minni en gjöfina fæ ég eftir 28 daga :) 
Talandi um að verða þrítug þá held ég að aldurscomplexinn minn hafi sýnt á sér nýja dýpt og nýjar víddir í nótt. Mig dreymdi í alla nótt að ég hafði keypt útrunna mjólk og var í þvílíkum vandræðum með að fá henni skipt. Mjólkin var best fyrir 17.ágúst og maður þarf ekki að vera Hr Freud til að skilja að þarna er á ferðinni ótti minn við að eldast :þ En ekki hvað!!


Sjá þessi kvikindi, voru þessar veggie-eðlur eða maneating-eðlur?? Skiptir ekki öllu, þær eru HUGE! Þetta eru bara smá dæmi um hvað ég get verið mikið kjánabarn...
Óli þurfti að mæta klukkan 8 í morgun, skólasetning hjá honum í dag. Ég var því mætt vel snemma í vinnuna og átti yndislega stund með sjálfri mér með Ipodinn í botni á meðan ég opnaði aðgang minn að Tekjubókhaldi Ríkisins og öðru álíka skemmtilegu. Það er eitthvað ótrúlega yndislegt við það að byrja vinnudaginn lokuð alveg frá heiminum með háværa tónlist í eyrunum. Það gerir þennann rennblauta gráa miðvikudag mun ljúfari...
9 dagar í afmælið mitt :)



Þegar klukkan var að verða 9 klæddi ég mig og lagði að stað gangandi í ræktina. Þvílíkur dýrðarmorgun, loftið svalt og sólin hlý. Þegar ég beygði niður Lynghagann mundi ég eftir maraþoninu, þar voru krúttlegir feðgar að undirbúa sig fyrir áhorfið. Þeir voru með lítil gjallarhorn til að hvetja hlauparana áfram og stoltið bærðist í brjósti mér þegar ég sá þá flagga Íslenska fánanum og KR fánanum hlið við hlið :)
Sjá þetta krútt!! Hann ætlar að skemmta okkur á meðan mamma hans fer í smá matarboð :) En á morgun er stóra stundin upprunnin, mæður okkar Óla eru LOKSINS að fara að hittast!! Löngu komin tími til að leiða þessar elskur saman og hlakka ég mikið til að hlusta á þær ræða heimamund og brúðargjald og annað skemmtilegt :þ Þannig að á morgun verður sofið út, sprikklað, verslað, eldað, borðað, drukkið og SKEMMT SÉR :)
Hafið þið tekið eftir kulnum sem er kominn í loftið á morgnanna, það er alveg að koma haust. Ég held mikið upp á haustið og elska þennan tíma þegar maður getur ennþá farið út án þess að fara í jakka á daginn en það er orðið nógu dimmt fyrir kertaljós. Huggulegt...





Svo rann aðaldagurinn upp, leikar hófust klukkan 10 um morgunin og piltarnir löbbuðu af stað í rigningu og kulda í átt að frumraun sinni í Mýrarbolta. Þegar maður er að fara að keppa í jafn krefjandi sporti og Mýrarbolta þá er nauðsynlegt að hita vel upp, hita lungun með tóbaksreyk og mallann með bjór ummmummm!

Strákarnir spiluðu 3 leiki, tvo fyrstu án þess að fá pásu á milli og svo fengu þeir pásu í einn leik fyrir þann síðasta. Og pásan var velkomin því að ég held að engann þeirra hafi grunað hversu BRJÁLAÐ þetta yrði.



Magnús stóð sig frábærlega í markinu og vann svo hinn eftirsótta titill Drullugasti leikmaður mótsins, verðskuldaður sigur eins og sjá má á þessarri mynd. Fyrstu 2 leikirnir fóru 2-0 og svo 1-0 en strákarnir létu það ekkert á sig fá enda voru þeir virkilega góður sérstaklega í seinni leiknum og þetta 1-0 var virkilega tæpt. Í pásunni var farið inní risatjald að hlýja sér og þá hittum við leikmenn síðasta liðsins sem að strákarnir áttu að keppa við og varð okkur um leið ljóst að þetta yrði eins og slagur milli kettlings og tígrisdýr. Greyin voru soldið mikið fullir og einn leikmaðurinn mætti ekki til leiks því að hann þurfti að drepast, sem hann og gerði...á jörðinni, drulluskítugur og berfættur undir teppi :)
Leikurinn var svo algjört grín og strákarnir gátu bara slakað aðeins á því að mótherjarnir snérust bara í hringi í kringum sjálf sig, öll búin að týna skónum sínum í drullunni og sumir á góðri leið með að týna buxunum sínum líka.
Virkilega hressandi og ég held að þessi mynd sé bara totally ljósmynd mótsins hahahaha!! Síðasti leikurinn fór easy 3-0 fyrir Trauma-Team og strákarnir voru skítugir en ánægðir með daginn.
GO TRAUMA-TEAM

Eftir þetta var bara farið í sund þar sem strákarnir voru heila eilífð að moka drullunni af sér og svo var bara borðað og farið heim í tjald að drekka bjór. Nonni og Stefán mættu svo ferskir til leiks okkur til endalausrar skemmtunar.
Útilegufólkið Eyvindur og Halla voru í banastuði...
Þórir og Ármann í annarlegu ástandi :)
Frændurnir kátir að venju ;)
Daginn eftir var þetta það fyndnasta ever en svona lagað getur gerst þegar að fólk tjaldar með bjór í hönd og vantar nokkrar súlur :þ
Maður verður að hafa almennilegar skrámur til að sýna eftir svona rosalegan bardaga og Magnús átti vinninginn þar þetta er sko Wounded Knee! Hættulegur þessi Mýrarbolti!
Kvennaliðin voru algjör snilld í boltanum og voru allar í rosalegum búningum og alveg óhræddar við að skíta sig VERULEGA út meira að segja eftir að leiknum var lokið.

Síðasti leikur strákanna fór svo 1-0 en Trauma-Team voru ótrúlega flottir, liðið sem þeir kepptu við Triton Ivanov héldu svo áfram og unnu mótið. Óli og Atli voru ótrúlega sætir og skítugir og var svo bara farið og skolað af sér í ískaldri ánni!!!



Hraustir strákar!!! Eftir sturtu var svo haldið heim á leið og við Óli héldum svo áfram að skemmta okkur með Nonna og Þóru og komum heim 4:30 í morgun. Svo var bara stórþvottur í morgun einar 6 vélar eftir ferðina... við erum brjálaðar hetjur! Nú get ég bara ekki meir og ætla að skríða upp í sófa og slaka...
