Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lísa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar
Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp

|
|



Nýju Kaupþing auglýsingarnar hafa vakið hjá mér yndislegar nostalgíu tilfinningar, Línan hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. Krúttlegt að við skulum kalla hana Lína þegar þetta er karlpersóna og er t.d kallaður Linus í Svíþjóð :þ


Í Mundomar var boðið upp á að láta taka myndir af sér með sæljóni og hér má sjá sæljónið Santos smella einum góðum kossi á Hlyn, sem var alsæll með það þrátt fyrir smá fiskilykt af hárinu.
Við kíktum líka á æðislega höfrunga sýningu sem var alveg ótrúlega flott, þeir feðgar létu líka taka myndir af sér með höfrungi.
Við Hlynur tókum okkur vel út með sólgleraugun, enda ekki vanþörf á í þessu æðislega veðri sem við fengum.
Þessi litli api varð yfir sig hrifinn af Óla og gerði ýmsar kúnstir sem að ég er viss um að var allt gert til að sannfæra Óla um að taka litla monkey með heim.
Við enduðum svo ferðina í skemmtigarðinum Terra Mitika sem var það allra glæsilegasta EVER og djöfluðumst þar í 6 klukkutíma...léttilega.
Hlynur fann upp nýtt sport Krókó Surfing...eins og alltaf flottur gaur.
Við fórum í brjálaðan vatnsrússibana og vorum alveg rennandi blaut eftir á. Þeir feðgar fóru aftur og aftur en ég lét mér nægja eina salibunu í hverju tæki.
Þessi ágæti maður vildi fá okkur til að kíkja við í Pyramid of TERROR...sem við Óli gerðum en það er saga fyrir seinni tíma. En hann og félagi hans mátuðu snörur á fólk og mældu það fyrir líkkistur.
Þarna eru þeir feðgar í 3 ferðinni í Titons Fury tækinu, að skemmta sér konunglega.
Þá eru komnar myndir af hápunktum ferðarinnar en ég skal segja ykkur betur frá á morgun my darlings. Meðal annars frá Karenargildrunni, Pyramid of terror og No habla espaniol??

Þetta er það sem gerist þegar maður fer að mæta í ræktina og fær Mtv til að skemmta sér á meðan maður púlar. Þá fær maður einhver svona myndbönd á heilann.
Fallegt og einfalt og mikið hlakka ég til að spígspora um sundlaugargarðinn og ströndina í herlegheitunum :)

Mér fannst það alveg merkilegt að taka þátt í páskahátíð svona ólíkri minni, oftar en ekki eru páskarnir ekki á sama tíma hjá grikkjunum og hjá okkur en í ár lenda þeir á sama degi. Þannig að einmitt núna er fólk að ljúka við að borða páskamatinn og fjörið rétt að byrja.
Hér á bæ er allt hins vegar með kyrrum kjörum, feðgarnir sofa vært annar í rúminu sínu, hinn í sófanum. Ég er búin að vera fárveik og ekki farið út síðan á miðvikudag, ekki skemmtilegasta leiðin til að eyða páskafríinu en ég er að minnsta kosti búin að hvílast vel og ná að læra heilmikið. Annars er það bara súkkulaðiát og vonandi betri heilsa á morgun.
Gleðilega páska krúttin mín og til að enda þetta aðeins á trúarlegu nótunum þá læt ég fylgja skemmtilegan texta úr helgileiknum Þjáningarbrautin.
Tóm er gröfin og opin,
því er ekki meistarinn hér?
Klæðin hans liggja þar inni enn,
en enginn veit hvar hann er.
Enginn veit hvar hann er.
Upprisinn er hann, húrra, húrra.
Hann lifir, hann lifir, hann lifir enn.
Hann lifir, hann lifir, hann lifir enn.

