Miss Ülrich
E-Mail Linkur Gegn ofbeldi



Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lí­sa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar



Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp


Karen


...Mælir með:
Að vera mamma:D

...ER Að LESA:

-The Amazing Maurice and His Educated Rodents eftir Terry Pratchett. Köttur og rottuhópur öðlast skyndilega mikla greind og geta talað. Þau fá í lið með sér strákling sem spilar á flautu og fara að pretta peninga út úr fólki. Bráðskemmtilegt!!




Lilypie 1st Birthday Ticker

Nýlegir póstar

  • It´s facebook...
  • Back to school...
  • What to say, what to say?
  • Restart...
  • X-mas
  • Ages....
  • Here I come...
  • Bloggeddy blogg...
  • Lucky numbers
  • Clever mouse...

  • Eldri póstar

  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • desember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • september 2006
  • október 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • september 2007
  • október 2007
  • nóvember 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • febrúar 2008
  • mars 2008
  • apríl 2008
  • maí 2008
  • júní 2008
  • júlí 2008
  • ágúst 2008
  • september 2008
  • desember 2008
  • janúar 2009
  • mars 2009









  • þriðjudagur, febrúar 28, 2006


    David Attenborough, I presume?

    Ahhhh, Lífið í lággróðrinum er orðinn einn af nýjustu uppáhöldunum, þetta eru ótrúlega heillandi þættir um pöddur. Mér var mikið hugsað til hennar Lóu minnar í gær þegar við horfðum á þátt um köngulær. Lóa er náttúrulega með arachnophobiu á háu stigi og hefði eflaust gargað eins og vitfirrt skátastelpa ef hún hefði séð sumar þessar hlussuköngulær sem voru í þættinum. Mér stóð sjálfri ekki á sama!
    Ég mætti með herkjum í ræktina í morgun og djö.. var það erfitt, ég er ekki búin að fara að brenna svo lengi að ég hóstaði upp öðru lunganu þegar ég var búin. Ekki huggulegt og ég græt mitt sóaða úthald.
    Rólegt í vinnunni og ég hangi inn á ikea.is að skoða allt dótið sem að mig langar í :) Ég hef ótrúlega lítið að segja því að ég tók bara gömlu konuna á þetta og var komin upp í rúm fyrir kl 22 í gærkvöldi.
    Ég er samt mikið að hugsa um draumafríið mitt, mig langar svo til austur-evrópu, byrja á því að fara til Prag og vera þar í 3 daga og svo að fara til Kutna Hora að skoða þessa kirkju í Sedlec
    þar sem að allt er úr mannabeinum! Óli leist ekkert á þetta og sagðist bara bíða fyrir utan og fá sér smók á meðan hahaha! Svo frá Kutna Hora vil ég fara alla leið til Bucharest í Rúmeníu og vera þar í viku að gera þetta , vampírur og kastalar og ógeðslega gaman! Langar ekki öllum óstjórnlega að koma með!
    Hver veit nema maður geti fundið einhverja sólarströnd í leiðinni :)

    - Játaði Karen


    mánudagur, febrúar 27, 2006


    Back on crack......

    Nei,nei ég meina Back on track!

    Búið að vera major mikið um að vera um helgina, föstudagurinn fór í að bruna um bæinn að sækja gjöfina hans Óla og taka til heima og gera ready fyrir partý, partý!
    Hlynur baby var hjá okkur, ótrúlega sætur með hankambinn og alsæll með nýju íbúðina. Í stíl við nýju íbúðina keypti pabbi hans fyrir hann nýtt rúm sem að gladdi að sjálfsögðu litla hjartað!

    Við vöknuðum snemma á laugardaginn enda ekki vanþörf á, og gekk allt á Chaplin hraða og við vorum ready on time. Þegar við komum út í Háskólabíó byrjaði mig að kitla í magann af spenningi. Óli minn útskrifaður!! Ótrúlega flottur gaur. Eftir að hann var búinn að taka við skírteinunu var aftur farið á fullt og við vorum komin upp á Skaga um hálf fimm rétt áður en veislan byrjaði. Glæsileg veisla og skemmtilegur félagsskapur. Varla hægt að biðja um meira. Svo skutluðum við Hlyn og renndum í hlað heima 5 mínútum áður en að partýið átti að byrja. Kvöldið var svo bara endlaus gleði, bjór og meiri bjór, fullt af vodkaskotum, söngur og fjör. Síðustu gestirnir fóru um 5, en hinn nýútskrifaði var þá löngu sofnaður. Sem betur fer á hann ótrúlega partýgellu fyrir kærustu og ég hélt upp gleðinni framundir morgun.

    Við vöknuðum snemma í gær, ég hélt að ég væri að deyja og er búin að ákveða að bjór er mjöður Kölska. Við vorum búin að þrífa fyrir hádegi, fengum okkur að borða með Atla og Þóru og horfðum svo á Saw II og Red eye.
    En til að útskýra titilinn á þessarri færslu þá á ég við að ég er hætt í ruglinu og komin aftur í spartneska lífernið enda komin með létt ógeð eftir helgina.


    Behold the enemy

    - Játaði Karen


    föstudagur, febrúar 24, 2006


    The Village

    Í fallegu ríki vestur í bæ, kúrir lítið og huggulegt þorp. Í þessu þorpi býr nær eingöngu fallegt ungt fólk og hvergi í gjörvöllu konungsríkinu er jafn mikið að fróðu fólki samankomið en einmitt í þessu þorpi. Þetta þorp er geymslustaður fyrir alla þessa frjóu huga á meðan þeir sanka að sér fróðleik, svo flytja þeir út í hinn stóra heim sem verðmætir þjóðfélagsþegnar. Flestir í þorpinu eru afskaplega vinalegir og nágrannar reka hausinn inn í heimsókn til að fá lánað allt frá sykri að hárgeli. Í þorpinu þarf varla nokkur maður að læsa að sér, því að þrátt fyrir það að vera rík af fróðleik þá eru þorpsbúar fæstir ríkir af veraldlegum eigum. Engum vitibornum innbrotsþjófi dytti í hug að reyna fyrir sér í þessu þorpi. Þorpsbúar bjóða hver öðrum flestir góðan dag og gott kvöld og eru oftast almennilegur hvor við annann. Þeir tilheyra nú allir sama samfélagshópnum. Og kaupmaðurinn á horninu gerir góð viðskipti í þorpinu og græðir á tá og fingri við að selja þorpsbúum tómatsósu og miðnætur-próflestrar snarl á uppsprengdu verði. Það er gott að búa á stúdentagörðunum!

    Alveg að koma helgi og ég er strax farin að hlakka til á sunnudaginn að sofa frameftir og njóta þynnkunnar sem ég ætla mér að þjást af fram eftir deginum.
    En mest get ég ekki beðið eftir að klára þennann dag og geta farið að knúsa Hlyn og klára að koma okkur fyrir. Svo er stóri dagurinn hans Óla á morgun og stemmingin kyngimögnuð!




    Nýju heimkynnin

    Takið vel eftir nýja strokknum mínum sem að Óli keypti í Ikea!

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, febrúar 23, 2006


    I like to move it, move it!

    Eftir dag dauðans í vinnunni í gær var ég sannfærð um að fýlupúkalægðin sem hangir eins og sveittur þvottur á snúru yfir landinu, væri ekkert á leiðinni í burtu. Og viti menn mér sýnist hún enn á svæðinu. En ég ætlaði sko ekki að láta smá fýlu í vinnunni eyðileggja MOVING DAY! Þegar ég skreið heim kl 17:30 í gær voru Óli og Þóra hérumbil búin að flytja, þvílíkur dugnaður! Ég átti bara ekki til orð :)
    Ég tók til hendinni með þeim en fannst ég óttalega mikil prinsessa miðað við hvað þau voru búin að massa þetta. Þegar maður er orðinn vanur að fara upp á aðra hæð og búa á annarri hæð þá er spez að flytja á 3 hæð. Sérstaklega ef að maður er vitleysingur, sem er augljóst í mínu tilfelli!
    Ég bar matardiskana hamingjusöm yfir í nýja húsið fór upp á aðra hæð og inn í það sem að ég hélt að væri nýja íbúðin mín, strax í forstofunni gaf ég frá mér gleðitíst, vei Óli hefur keypt skógrind og þarna hefur Þóra sett úlpuna sína á ofninn og hmmm þarna er einhver sófi sem ég hef aldrei séð og það er einhver að horfa á sjónvarpið. Einmitt þá áttaði ég mig á því að ég á heima á 3 hæð, bakkaði sauðsleg á svip út úr íbúðinni og komst við illann leik, skellihlæjandi með diskana upp í rétta íbúð. Það læðist samt að mér sá grunur að þetta verði ekki í eina skiptið sem að þetta mun gerast og kannski óvitlaust að banka upp á og vara nágrannana við, ef þau vakna með mig uppí hjá sér. Og jafnvel láta þau vita hvert eigi að skila mér ef ég finnst heima hjá þeim.
    Ég svaf eins og engill í nýju íbúðinni en annað var varla hægt sökum þreytu, fyrir utan það að vakna við að Óli var að tala uppúr svefni og segja mér að vera stillt!! Of all things!
    En mikið getur lífið verið yndislegt!


    - Játaði Karen


    þriðjudagur, febrúar 21, 2006


    Oh happy day!

    Það er komið að því, í dag fáum við nýju íbúðina okkar og ég er að missa mig af spenningi. Þegar ég fór í vinnuna í morgun sá ég að það var eitthvað verið að mála og vinna í íbúðinni og ég ætlaði ekki að koma mér af bílastæðinu. Ohh my god hvað ég er spennt að koma okkur fyrir, það er það skemmtilegasta við flytja að finna stað fyrir dótið sitt og gera heimilislegt. Eins og alltaf þegar einhver tilhlökkun er í gangi hjá mér þá á ég erfitt með að sofa fyrir spenningi, fyrir vikið var beyond erfitt að opna augun í morgun. Ég var rauðeygð og hálfasísk af þreytu. Mig var að dreyma á fullu þegar síminn byrjaði að tísta, mig dreymdi að ég var að reyna að fá Óla til að borða túnfisksalat með gulrótum sem ég hef á tilfinningunni að myndi ekki falla í góðann jarðveg hjá honum. En svona er maður klikkaður!
    Við Óli kíktum aðeins til mömmu í gærkvöldi þar sem að Óli píndi í sig kaffibolla til að fá mömmu til að spá, well hann drakk aðeins of vel úr bollanum þannig að ekkert kaffi var eftir til að spá í og ég verð að viðurkenna að eins illa innrætt og ég er fannst mér skondið að hann hefði drukkið heilann bolla af kaffi for nothing!! Að sjálfsögðu er þetta hluti af djöfullegri ráðagerð minni um að gera Óla að forföllnum kaffidrykkju manni, just like me.


    Kaffi ummmmmmmm

    - Játaði Karen


    mánudagur, febrúar 20, 2006


    Ever so delightful!

    Sweet helgi :)

    Föstudagur

    Vorið að koma
    Kaffi hjá Hafrúnu
    Klukkutíma spjall við Möggu í Sweden
    Sofna yfir Friends
    Næturbrölt með Óla og Svabba

    Laugardagur

    Afar menningarlegur dagur

    Hræða Láru Bumbuskvísu með tali um spangarolíu
    Alltaf gaman í Baðhúsinu
    Lúlla eftir vinnu ummmmmmm
    Vakin með blómum og KÍLÓI af súkkulaði (How well my baby knows me)
    Fór að leika við Helga og dó næstum yfir menningarlegum umræðum um Astrid Lindgren og afhverju foreldrar vilja OTA þjófóttu sænsku kvenfólki með strítt hár að börnunum sínum.
    Kvöldið var fullt af góðum mat, tónlist og dansi, Leibbi Djass kom í mat, hann og Óli heilluðu með flottri tónlist og inn á milli lét Leibbi ljós sitt skína með frábærum leikþáttum og dansatriðum og við Óli grétum..... úr hlátri :)
    Kíktum í bæinn sem var fullur af fullu skrítnu fólki sem er alltaf gaman.

    Subbudagur ég meina sunnudagur

    Sofi sofi sofi
    Lesi lesi lesi
    Súkkulaði súkkulaði súkkulaði

    Gæti ekki verið betra!


    Við fáum íbúðina á morgun og ég er svo svakalega spennt að það er ekki eðlilegt!
    Ég skellti mér í gymmið í morgun í fyrsta sinn í rúma viku eftir veikluna. Það var voða fínt en ég var svo ekki að nenna því. Er svo búin að vera í kasti yfir því hvað skynjun fólks getur verið misjöfn. Hitti húsvörðinn í Bh í morgun og hef ekki séð hann í nokkra mánuði. Hann kom upp að mér með áhyggjusvip og hvíslaði að mér, "agalega ertu orðin horuð telpa, uss uss ertu búin að vera lasin"? Mér fannst þetta dásamlegt, ég er í ljósára fjarlægð frá því að vera horuð en þetta sýnir kannski best kynslóðamuninn á mati fólks á holdarfari. Þegar að við ungu konurnar keppumst allar við að vera sem grennstar og beitum til þess öllum ráðum þá er það hressandi að vera minntur á það að gæta sín á öfgunum.

    - Játaði Karen


    föstudagur, febrúar 17, 2006


    Dead or alive

    Mætt aftur til starfa eftir öll veikindin, mér var tekið með miklum fögnuði, lúðrasveit, blöðrum og skrúðgöngu.

    Ég veit ekki með ykkur en sum atvik úr æsku minni man ég ótrúlega skýrt og greinilega. Hápunktar eins og fæðing systkina minna, jól, afmæli, og slys man ég rosa vel, en líka hversdagslega hluti eins og að sitja í sóleyjahafi eitt sumar í Flatey, að sofna í gluggakistu með Lóu að horfa á sólsetrið, og Radda Jobba dod eller livendi. Þetta voru sænskir barnaþættir um óþolandi lítinn strák sem átti tuskubangsa sem hét Jobbi, í hverjum þætti kom krakkakvikindið Jobba greyinu í bráða "lífshættu" með heimskulegum uppátækjum sínum. Mér var sérlega illa við þennann strák og meðferð hans á Jobba því að ég átti sjálf minn ástkæra Gossa sem fylgdi mér hvert sem ég fór. Gossi byrjaði líf sitt sem sætur api en líkist núorðið eftir 28 ár með mér, vanskapaðri skjaldböku. Í einum þætti henti krakkinn Jobba sínum í ruslið og endaði þátturinn á foreldrum hans að klofa sorp á ruslahaugunum að RADDA JOBBA!! Ég horfði á þennann þátt með frænku minni sem var 2 árum eldri en ég, hún gisti svo hjá mér og daginn eftir í hita einhvers spennandi Playmo leiks slettist upp á vinskapinn. Þegar við vorum búnar að hóta hvor annarri að leika aldrei saman aftur varð mér það á að segja henni að henni yrði sko ekki boðið í afmælið mitt sem var einmitt á næsta leyti. Henni var ekki skemmt, hún greip Gossa og hljóp fram á stigagang, ég elti og þegar ég kom fram stóð hún við opna sorplúguna þar sem hún danglaði Gossa mínum á einum tuskuhandlegg. Dramað sem upphófst við þessa gíslatöku var nóg til að ég yrði tilnefnd til einhverra verðlauna. Ég féll á kné, með handleggina útrétta og skrækti eins og hjartað hefði verið rifið úr mér. Nei........ Gossi minn!!!! Við þetta kom mamma hlaupandi og bjargaði Gossa og lét frænku mína heyra það fyrir að vera svona mikil ótukt. Ég var lengi að jafna mig og lá í fósturstellingunni með Gossa í fanginu og horfði hatursfullu augnaráði á frænku mína.

    Ég var 7 ára

    Ég man þetta ennþá svo vel eins og það séu ekki 21 ár síðan þetta gerðist and I may need therapy!!

    Plís segið að þið hafið líka verið klikkuð börn!!


    - Játaði Karen


    fimmtudagur, febrúar 16, 2006


    In sickness and in health

    Till death do you part!

    Við Óli erum búin að liggja fárveik saman síðan um helgina. Þó að maður vilji allt hið besta fyrir elskuna sína þá er ekki hægt að neita því að misery loves company, það eina sem er búið að gera þessa síðustu daga bærilega er að við höfðum félagsskap hvort af öðru og gátum skipts á að skríða eftir meiri verkjalyfjum og hálstöflum.
    En það er allt að lagast og við erum svo gott sem búin að klóra okkur upp af grafarbakkanum.
    Þvílíkt gleðiefni :)

    Það eru 5 dagar í að við fáum nýju íbúðina okkar og ég stend með fiðring í mallanum og horfi yfir götuna og get ekki beðið eftir að sjá heimili okkar næsta 1 1/2 árið amk. Það er rosa lítið gaman að flytja en það er mun þægilegra þegar maður þarf bara að trítla yfir eitt bílastæði með dótið. Hlynur krútt var hjá okkur um helgina og ég held að honum hafi tekist að vera enn spenntari en ég yfir flutningunum, enda næst þegar hann kemur þá kemur hann í nýja íbúð. Núna þegar líkaminn er að komast í lag og þá er ekki seinna vænna en að fara að undirbúa flutning og svo aðalatriðið úskriftina hans Óla. Elskan mín orðinn uppeldis og menntunarfræðingur, og ég er einmitt að tálga skilti á hurðina á nýju íbúðina

    Hér búa
    Óli Örn Uppeldis og menntunarfræðingur, gítaristi og áhugamaður um listsund
    og
    Karen Ulrich SÓÐABRÓK


    Þetta er allt satt ..... nema kannski þetta með listsundið en það er bara fyndið.



    - Játaði Karen


    fimmtudagur, febrúar 09, 2006


    Darling.........

    Elskan mín, ástin mín, ljúfan mín, gullið mitt, hjartað mitt, ljósið mitt, vina mín, væna mín, engillinn minn.

    Ég fór að versla í gær eftir vinnu og eldri borgarinn sem að afgreiddi mig í kjötborði Hagkaups var ekkert eðlilega elskulegur. Ástarorðin spýttust út úr honum "Elskan mín, get ég aðstoðað," Já ég þarf að fá hjá þér lambalundir, "hinkraðu augnablik ljósið mitt og ég skal athuga hvort það sé til". "Því miður ljúfan þær eru bara búnar hjá okkur". Svona gengu viðskipti okkar fyrir sig. Ég lendi ítrekað í því að vera "elskuð" svona af ókunnugum, já og Bubba, mér finnst þetta frekar óþægilegt. Mér finnst notalegt að vera kölluð þessum elskuorðum af fólki sem ég þekki en ég meika ekki ókunnuga sem að tala svona við mig. Það líður ekki sá dagur í vinnunni sem að ég afgreiði ekki einhverja karla eða konur sem að vilja vera svona ofsa ástúðleg við mig. Yfirleitt róast þau samt aðeins á elskulegheitunum þegar ég segi þeim hvað þau þurfa að borga mér í stimpilgjöld hahahahaha!
    Þá er það meira svona okrarinn minn, glæpamaðurinn minn og svikula tæfa :)
    Nei, ég segi svona, sem betur fer er ég ekki mikið að verða fyrir svívirðingum í vinnunni.
    Málið er að ég nota sjálf mikið elskan mín og ástin mín þegar ég er að tala við fólk sem ég þekki og er annt um en ég hef enga lyst á því að tala svona við ókunnuga, nei takk.

    - Játaði Karen


    miðvikudagur, febrúar 08, 2006


    Do you really want to hurt me?

    Hvað gæti verið meira viðeigandi en Reagge útgáfa af Do you really want to hurt me klukkan 7:15 á miðvikudagsmorgni á meðan maður kvelst yfir kyrrstöðu kviðæfingum. Harkan 6 og mín mætt í fylgd Öldu Lilju morgunhænu í Pumpið í morgun. Hef aldrei áður lent í því að vera ennþá sofandi þegar ég mæti í ræktina og er morguninn eiginlega hálfóljós hjá mér. En það er allt í lagi því að sem betur fer er eina skilyrðið sem að ég þarf að uppfylla í vinnunni er að vera með púls þannig að þetta virkar. Labbaði heim eftir vinnu í gærdag og eyddi smá money á Laugarveginum, það er svakalega hressandi og allra meina bót að fá sér göngu og dúlla sér í búðum. Fannst það svo gott að leikurinn verður endurtekinn í dag. Það er greinilega kominn vetur aftur með tilheyrandi kulda og því ekki um annað að ræða en að finna sér skemmtileg áhugamál til að stunda innandyra. Til að hlífa Óla við stanslausu áreiti :Þ þá ætla ég að fara að versla mér garn og dót til að prjóna eitthvað sætt fyrir Eðluna sem mig langar svo í. Til dæmis halasokk eða litla húfu. Haldiði að það sé ekki krúttlegt! Eða kannski prjóna ég bara trefil þar sem að ég er ekkert rosalega hæf prjónakona...... ennþá!
    Ég spurði Hlyn um daginn hvort hann vildi frekar vera múmínálfur eða rassálfur, kom þá í ljós að hann vissi bara ekkert hvað rassálfur var og fannst ég líklegast frekar dónaleg að spyrja hann að þessu. Ég held því að við verðum að kíkja í Borgarleikhúsið hið snarasta og fara að sjá hana Ronju Ræningjadóttur, Birki, Matthías og alla rassálfana. Ég var einmitt að rifja það upp að ég fór svona 4 sinnum að sjá Ronju í Nýjabíó sem er löngu horfið og ég er algjörlega á því að Astrid Lindgren var alger snillingur. Hver á ekki skemmtilegar æskuminningar sem tengjast Línu Langsokk, Emil í Kattholti eða systrunum á Sólbakka?

    Krúsí Lizard lovin

    - Játaði Karen


    þriðjudagur, febrúar 07, 2006


    Clocked

    4 störf sem ég hef unnið um ævina:

    * Sýslumaðurinn í Rvk - Dagbókarfærsla
    * Baðhúsið - Móttökumær
    * Mýrarhúsaskóli - Sérkennsla
    * Hótel Atlantis - Barþjónn


    4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

    * Romeo og Juliet
    * The Mummy
    * Senseless
    * Allar vampírumyndir

    4 staðir sem ég hef búið á:

    * Vesturbærinn Rvk it´s the BEST!
    * Chania Krít Apoukoronu trianda tria :)
    * Djurbergsgata í Stokkhólmi
    * Laugarnesvegur


    5 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

    * Friends
    * Sex And The City
    * Will&Grace
    * O.C.
    * Family guy


    4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

    * Lúxembourg
    * Grikkland (Aþena og Krít)
    * Koben lovin it
    * London Baby


    5 heimasíður sem ég skoða daglega:

    * Google
    * visir.is
    * mbl.is
    * Allir á blogginu mínu
    * gegnofbeldi.blogspot.com


    4 máltíðir sem ég held upp á:

    * Dominos - alltaf klassískt
    * Kjúlla ofnréttur a la Óli
    * Kúrbítsbollur
    * Jólaöndin hennar mömmu


    4 bækur sem ég les oft:

    * Biblían - Guðs orð er hunang fyrir sálina............. DJÓK
    * Stebbi kóngur allt sem hann hefur skrifað
    * Every dead thing eftir John Connolly
    * Body for life eftir Bill Philips

    4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

    * Egyptaland
    * Mexico
    * Namibía
    * uppí rúmi með Óla

    4 sem ég ætla að klukka

    Ætla ekki að klukka neinn að þessu sinni :)

    - Játaði Karen


    mánudagur, febrúar 06, 2006


    The real world!

    Ahhhhh þá er þessi skemmtilega, busy helgi liðin. Hér koma nokkrir hápunktar!

    Gott að fara í ljós í sundlauginni á Skaganum.
    Klappaði Eðlu og Kynjaköttum.
    Óli, Villi og Tobbi slógu í gegn á Mörkinni.
    Ég svaf út í eitt allan laugardaginn.
    Þorramatur er ullabjakk en Þorrablót hin ágætasta skemmtun.
    Það er hægt að kvefast innandyra.
    Dauðarokkara er líka fólk, og krúttlegt fólk.
    Allir eru óléttir nema ég.
    Að slaka á með elskunni sinni er besta leiðin til að eyða sunnudagskvöldum.


    Nú er alvara lífsins tekin við og ég er mætt í vinnu með kvef og hálsbólgu, sem er sérlega gaman eða eitthvað.
    Nenn´ekki meir í bili :)

    - Játaði Karen


    föstudagur, febrúar 03, 2006


    The end of all hope.............or what?

    Föstudagur sem betur fer, erfið vika og ég er fegin að hún er að verða búin eftir ca 5-6 tíma. Þá er það bara að taka sig til og gíra sig upp fyrir gleðina um helgina. Jíhaaaaaa! Oj, hvað ég ætla að hafa það huggulegt! Er frekar andlaus enda er ég að æfa mig fyrir að vera þunn næstu daga.

    Var að fá nýtt nafnspjald í vinnunni og mér sýnist það smellpassa :)



    Name tag for Karen Ulrich from QuizGalaxy.com


    Take this quiz at QuizGalaxy.com


    Er að gera (sk)vísindalega rannsókn á því hversu mikið af vínberjum ég get borðað áður en ég spring eða kasta upp og so far so good :)
    Vínber eru góð! Hvað ætli ég geti borðað með berjunum til að láta þau gerjast og breytast í hvítvín í mallanum svo að vinnan verði aðeins skemmtilegri? Allar uppástungur vel þegnar. Búin að prófa strokleður, bréfaklemmur og post-it miða.

    - Játaði Karen


    fimmtudagur, febrúar 02, 2006


    Ohhhh the bells, the bells

    My buns, my buns, my buns are on fire... we don´t need no water let the mother****** burn, burn ******fucker BURN!

    Með ódauðlegum, eilítið breyttum orðum Bloodhound gang reyni ég að tjá hvernig mér líður í dag!

    Í gær áður en ég fór að sofa tók ég Ibufen, afhverju var ég að maula verkjalyf rétt fyrir svefninn. Svarið er af því að ég fór í Body Pump í gærmorgun. Að fara í pumpið eftir að hafa verið bara að lyfta í salnum í lengri tíma getur haft miklar persónu og útlitsbreytingar í för með sér. Þegar ég vaknaði í morgun var ég ekki Karen, ég var Quasikaren kroppinbakurinn á Eggertsgötunni. Ég eyddi morgninum í að skakklappast um þök hjónagarðanna með EsmerÓla í fanginu, gargandi Sanctuary, sanctuary!
    Hrífandi ekki satt? Ég elska gott ævintýri!





    Ég fór að versla í Kringlunni í gær og komst að því að ég elska Next, frábær búð love it, love it! Eitt sem ég var að leita að fann ég samt hvergi, dökkblátt gallapils. Þannig að ég ákvað að búa það bara til sjálf. Enda er ég ótrúlega hæf saumakona :) Já, einmitt!
    Núna á ég fallegt dökkblátt gallapils sem ég bjó til með mínum eigin tveim höndunum á Öldu Lilju, því að ég var að plata..... ég kann alls ekki að sauma! Við áttum sem sagt skemmtilega kvöldstund, hlustandi á Salsa tónlist og saumi saumi (Alda Lilja) og ég að dilla fallega snyrtu táslunum í takt við tónlistina, sem er það besta sem hægt er að gera fyrir einhvern sem er að sauma sko... ég hjálpaði, alveg satt!
    Föstudagur á morgun og busy helgi framundan, djamm, djamm og skírn! Er að fara að gera það sem mér finnst skemmtilegast af öllu og það er að horfa og hlusta á elskuna mína spila með hljómsveitunum sínum. Brjálæðislega spennó og ég er heppinn að við Óli skulum búa saman því að annars væri hann búinn að fatta að ég er í raun að stalka hann ...... hahahaha! Fengum ánægjulegar fréttir í gær og erum að fara að flytja í stærra húsnæði síðar í mánuðinum og er það afskaplega skemmtilegt og mikið tilhlökkunarefni.
    Sem sagt dagurinn í dag...... rassperrur, versla meira, partý, partý og allt að gerast!

    - Játaði Karen


    miðvikudagur, febrúar 01, 2006


    Lazybones

    Ég var vöknuð kl 6:00 í morgun, komin út kl 06:17 og mætt í BODY PUMP kl 6:30!
    I am WONDERGIRL!


    Óli hafði nákvæmlega enga trú á því að ég myndi mæta í sprikklið í morgun og það var einmitt þess vegna sem ég varð að mæta. Ég var nefnilega andvaka í gærnótt, og því lengur sem ég velti mér fram og aftur í rúminu því rökréttara var það að álykta að ég kæmist ekki á fætur í morgun. Ég skil engan veginn afhverju ég gat ekki sofnað, alveg með ólíkum kindum..... eða bíddu aðeins var það kannski afþví að ég lá í rúminu í tæpa 5 tíma eftir vinnu í gær?????
    En ósköp var það nú samt gott, svo gott að ég var að gæla við hugmyndina að fara aldrei aftur framúr. Fyrst svaf ég í 2 tíma, svo las ég, ónáðaði Óla og heimtaði óskalög á gítarinn og svo hugsaði ég um kolvetni. Mig hefur aldrei langað eins mikið í jafn furðulegan hlut og í gær. Mig langaði meira en allt að borða ALLBRAN, mig langaði í morgunkorn sem smakkast eins og sag, lítur út eins og sag og ER líklegast bara sag. Ég ætla að fara að versla á eftir og kaupa mér Allbran.

    Þegar ég var búin í ræktinni í morgun og búin í sturtu þá stóðu mér 3 valkostir til boða

    a) Klæða mig, hita mér kaffi og lesa Fréttablaðið í rólegheitum
    b) Skríða upp í rúm til Óla
    c) ekkert ofangreint

    Ég valdi að sjálfsögðu b) sem er eini rétti kosturinn í stöðunni, og mætti seint í vinnuna í staðinn. Sem er skemmtilegt! Febrúar loksins komin og mikið er ég búin að bíða eftir honum, það er svo gaman að fá útborgað og vil ég þakka ykkur kæru skattgreiðendur fyrir peningana sem ég fékk inn á reikninginn minn í morgun. Þegar út í það er farið þá er ég líka sjálf að greiða mér laun, þannig að í raun er ég sjálfstæður atvinnurekandi/ í sjálfboðavinnu. Ekki slæmt að reka sitt eigið fyrirtæki sem veltir milljörðum á ári. Úúú ætti að setja það á ferilskránna mína :)
    Karen Ulrich eigandi Sýslumannsembættisins, it has a ring to it!

    Ég fer að gera svolítið ótrúlega huggulegt eftir vinnu, ég er að fara í lúxusfótsnyrtingu og mikið hlakka ég til. Við Helga vinkona ætlum að fara saman að láta dekra við tásurnar í Baðhúsinu.

    Vilduð þið ekki öll óska þess að þið væruð ÉG!

    - Játaði Karen