Skruppum til læknis í gær af því að ég var með sáran verk í kviðnum við naflann, auðvitað er maður alltaf lafhræddur um að eitthvað sé að krílinu en sem betur fer reyndist þetta ekki alvarlegt heldur er ég marin á kviðveggnum...Ég veit ekki alveg hvernig þetta gerðist en skrambi vont er það. Mér var ráðlagt að fara heim, taka paratabs og hvíla mig. Þetta ætti að jafna sig á 1 til 2 vikum, takk fyrir. GAMAN, ég ætla rétt að vona að það taki ekki svo langan tíma, er hálf farlama, get ekki beygt mig né teygt og að standa upp og setjast niður er þvílík kvöl og pína!
Þannig að ég er heima í dag með ótrúlega auma bumbu, lillababy hefur það hins vegar afskaplega gott og sparkar glaðlega í sára blettinn mér til yndisauka en greyið liggur einmitt þannig að þetta er besti bletturinn til að sparka í. Hef krúttið reyndar grunað um að vera orsök marða mallans en ég hugsa að miðað við kraftinn í því þá ætti það ekkert erfitt með að merja með spörkunum.
Kannski geng ég bara með Chuck Norris Wannabe en ég verð að deila með ykkur þessum bráðskemmtilegu staðreyndum um þann mæta mann...
Chuck Norris leikur ekki guð. Leikir eru fyrir börn.
Chuck Norris getur margfaldað með núlli.
Chuck Norris drekkur napalm við brjóstsviða.
Chuck Norris sefur með koddann undir byssunni sinni.
Biblían hét upphaflega Chuck Norris og vinir.
Chuck Norris malar kaffið sitt með tönnunum og sýður vatnið með eigin bræði.
Chuck Norris notar lifandi skröltorma sem smokka.
Chuck Norris finnst gaman að vera í kanínuinniskóm í einrúmi á nóttunni...úr lifandi kanínum.
Einu sinni heimsótti Chuck Norris Jómfrúreyjar. Nú heita þær Eyjar.
Chuck Norris hefur komið til Mars og þess vegna finnst ekkert líf þar.
Þegar skrímslið fer að sofa gáir það fyrst undir rúmið til að fullvissa sig um að Chuck Norris sé ekki þar.
Chuck Norris sefur aldrei ... hann bíður.
- Játaði Karen
mánudagur, apríl 14, 2008
Tripping down memory lane...
Kíktum upp á Skaga til tengdamömmu í gær og fórum svo í bráðskemmtilegt ferðalag aftur í tímann að skoða myndaalbúm frá því að þau systkinin voru lítil. Þetta er eitthvað sem mig er búið að langa skoða frá því að við Óli vorum nýbyrjuð saman. Myndir af Óla nýfæddum, á skírnardaginn og á ferðalagi á koppnum svo að dæmi séu nefnd. Eftir að hafa séð þessar myndir og sjá hvað Óli var mikið krútt þegar hann var baby gerir mig enn spenntari að sjá ungann okkar, verður hann/hún með bollukinnarnar frá Óla eða "túttu"hökuna mína, svarta mikla hárið mitt eða glókollinn frá pabba, blá augu eða græn augu...mér finnst þetta endalaust spennandi. Inn á milli voru nokkrar myndir af Óla sem voru bara algerir gullmolar og skemmtum við okkur vel við að skoða þetta allt í gær. Ég þarf eiginlega að finna babymyndirnar af mér og bera saman okkur Óla og 3D sónarmyndirnar!
Annars er bara brjálað að gera í skólanum þessa dagana, ekki það að ég sé eitthvað að sinna því að ráði frekar en fyrri daginn en núna er pressan orðin nægileg til að ég kippist í gírinn. Styttist óðum í að við Óli verðum komin með M.A gráðurnar okkar, en það er sjéns að við útskrifumst bara saman haust/vetur ´09 mikið verður það nú skemmtó!! Óli ætlar að vera Master of the Universe og hann sagði að ég gæti fengið gráðu í Master of puppets hahahahaha.
Dance puppet dance!!!!
- Játaði Karen
sunnudagur, apríl 13, 2008
Nighty night...
Hmmm ég hefði kannski ekki átt að sofa í rúma 2 klukkutíma seinni partinn?!?
Feðgarnir sofa vært inní herbergi en ég og bumbubúinn erum í sprikklandi stuði.
Búið að vera algert chill hjá mér í dag, er búin að lesa alla bókina Active Birth eftir Janet Balaskas, einmitt þegar ég átti að vera lesa námsefnið fyrir ritgerðina sem ég þarf að skila í þarnæstu viku. Áhuginn hjá mér hefur eiginlega bara tekið beygju inná allt sem snýr að óléttunni, baby og tímunum framundan... Þetta er örugglega ótrúlega eðlilegt en engu að síður þá er þetta ekki alveg það heppilegasta þegar að próf og ritgerðartörn er á næsta leiti. Ég þarf bara að ákveða að setja allt annað á Hold þar til á sumardaginn fyrsta þegar ég er búin með öll skil í skólanum og get heilshugar og samviskubitslaust einbeitt mér að komandi flutningum og óléttustússi :D Við erum búin að hafa það ósköp gott um helgina og Óli krútt púllaði miskunasama samverjann í gærkvöldi þegar hann varð vitni af því að stúlka datt af hjóli hérna fyrir neðan hjá okkur og rauk út og skutlaði henni og kærastanum hennar upp á bráðamóttöku. Stelpugreyið var ansi illa krambúleruð í framan og braut meira að segja í sér tönn og ég er hér með algerlega sannfærð um að það er ástæða fyrir því að það er ólöglegt að hjóla þegar maður er drukkinn.
En ég held að það sé komin tími til að skríða upp í reyna að sofna, ef að litli sprikklarinn leyfir mér það en ég var að grínast með það um daginn að ef hreyfingar og virkni í móðurkviði er einhver ávísun á virkni eftir fæðingu þá á ég ekki eftir að sofa mikið næstu árin, þetta litla krútt er afskaplega virkt og duglegt að láta finna fyrir sér...þá allra helst þegar að ég er að reyna að hvíla mig :þ
- Játaði Karen
föstudagur, apríl 11, 2008
What a difference...
one week made..
Það er hreinlega allt að gerast í bumbunni og viljið þið pæla í stækkuninni á einni viku!
Vorum að koma úr mæðraskoðun en það er meira um það og fleiri myndir á babysíðunni.
- Játaði Karen
fimmtudagur, apríl 10, 2008
More of Miss Ulrich...
Kíkti til Möggu í heimsókn í gær, vorum með semi-saumóhitting en enduðum svo bara ég, Magga og Beta fámennt en góðmennt :D Ég hef ekki oft farið í saumó og komið meira klyfjuð heim en ég mætti...en Magga lét mig hafa poka fullan af óléttufötum og meira að segja fleiri kökur en ég kom með hahahaha. Konurnar í vinnunni voru afar ánægðar þegar ég mætti með baksturinn í morgun en eins og ég hef sagt þeim áður þá vil ég frekar að kökurnar setjist á þeirra mjaðmir en mínar :þ Nú styttist í afmælið hans Óla og eins og við mátti búast þá er fólk farið að spyrja mig hvað hann vilji/vanti í afmælisgjöf. Hann er hins vegar ekki svo duglegur að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug þannig að ég er búin að hóta honum því að ef hann finnur ekki upp á einhverjum gjöfum þá segi ég fólki að hann vilji fá framlög gefin í sínu nafni í styrktarsjóð Hannesar Hólmsteins...og þætti jafnvel vænt um að vera gerður flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Það kemur ekki á óvart að hann var strax í morgun komin með eina sniðuga gjafahugmynd :D Ég meina hverjum langar að vera gerður að stuðningsaðila Hanna Hólm og Sjallanna í tilefni þrítugsafmælisins. Hmmm Hanni Hólm og Sjallarnir það hljómar soldið eins og vont Skagfirskt sveifluband!! Fór í gær og verslaði mér hárlit og brúnkukrem og á tíma hjá Hönnu sys í klippingu eftir vinnu, mikið hlakka ég til að gera mig soldið pretty...það er meira pretty. Ætla að standa fyrir framan spegilinn á eftir og segja "Herfa herfa láttu þig hverfa" á meðan ég lita á mér hár og kropp :þ Þegar vorar þá kemst maður einmitt í gírinn til að fríska aðeins upp á útlitið sérstaklega eftir svona kaldan og langan vetur!! Eftir þessa meðferð mun ég svo smella inn nýjum bumbumyndum þannig að þið getið dáðst að árangri fegrunarmeðferðarinnar og auðvitað sístækkandi bumbunni...var spurð í gær hvort ég væri komin á steypirinn :/
- Játaði Karen
miðvikudagur, apríl 09, 2008
Night ordeals of the pregnant one...
Þegar á heildina er litið hef ég virkilega notuð þess að vera ólétt, fyrir utan þarna gubbustandið fyrst þá er þetta búið að vera yndislegt. Ég elska það að finna litla krílið brölta um inní mér og mér finnst bara fallegt að vera með þessa fínu bumbu framan á mér. En núna þegar sígur á seinni hlutann þá er margt sem maður hefur tekið sem sjálfsagðan hlut að verða erfiðara og erfiðara. Tökum sem dæmi að klæða sig í sokka og skó það er eitthvað sem ekki hefur vafist fyrir mér síðan ég var lítið barn og hætti að fara í krummafót. Það er ekki svo einfalt lengur, allt sem krefst þess að maður beygi sig fram er að verða að óyfirstíganlegri hindrun. Ég er sífellt að gleyma bumbunni og reka hana í hluti og fólk...En það eru næturnar sem eru hvað erfiðastar, að snúa sér í rúminu er eitthvað sem flækist verulega fyrir mér og þegar á það bætist þrjár klósettferðir og ein brjóstsviðatöfluátsvöknun þá er eiginlega furða að maður haldi sér vakandi til 22 á kvöldin :þ
Svo sannarlega Life of the Party!!!
Bumban stækkar með ógnarhraða og ég SVER það ég sé dagamun á mér...Óli segir að það sé bara fínt en ég segi að honum eigi ekki eftir að finnast það svo fínt þegar hann þarf að nota lyftara til að aðstoða mig við komast fram úr :þ Honum er alveg sama, hann er með lyftarapróf!!!
Hahahahaha....
Annars er nóg að gera hjá okkur hjónaleysunum, skólinn alveg að verða búin með tilheyrandi verkefnaskilum og mér er að það sönn ánægja að segja ykkur að frá og með sumardeginum fyrsta verð ég búin með skólann á þessarri önn. Og þá get ég alveg hætt að hugsa um námið fram á haust...unaðslegt!!
Svo erum við í óða önn að undirbúa komu erfingjans og ætlum að skella okkur í heimsókn í Hreiðrið í næstu viku og fá að kíkja á allt þar, styttist í afmæli Óla og flutning og allt hreinlega að gerast!!!
- Játaði Karen
föstudagur, apríl 04, 2008
Isn´t he lovely...
Nú er mál að gera elskuna mína vandræðalegann, en mig langar bara svo að blogga um hvað Óli er mikið yndi...svona ef það skyldi eitthvað hafa farið framhjá ykkur!!!
Ég er búin að segja honum að ef hann heldur áfram að spilla mér svona þá á ég eftir að vera ólétt nonstop næstu árin. Hann hugsar svo vel um mig þessi elska :D
Mér líður eins og prinsessu...
Svona óska ég þess að öllum konum (sérstaklega þeim óléttu) líði, að finnast þær fallegar, sexý, elskaðar, öruggar og hamingjusamar. Og þá vitið þið það!
Góða helgi elskurnar mínar!!!
- Játaði Karen
miðvikudagur, apríl 02, 2008
Look at the little baby!!!
Fallegasta barn EVER!!!
3D sónarinn var alveg ÆÐISLEGUR!! Fengum fullt af myndum og myndböndum og þau eru komin inn á babysíðuna :D
- Játaði Karen
þriðjudagur, apríl 01, 2008
There and back again...
Já er ekki kominn tími á nýtt blogg og kannski smá ferðasögu???
Við sem sagt erum komin heim frá Stokkhólmi en við vorum þar frá síðasta fimmtudegi og fram á sunnudag. Ferðalagið gekk vel þó að ég væri ansi þreytt eftir það, en það fylgir bara.
Við vorum nú lítið að túristast í Stokkhólmi, kíktum aðeins í búðir og á eitt safn og á miðbæjarrölt...já og lentum í ævintýrum í almenningssamgöngum!!! Það er eflaust ekki auðvelt að hafa svona bumbulínu sem ferðafélaga og sýndu Óli og Atli ótrúlegan skilning þegar það eina sem heyrðist frá mér var " úff labba hægar, ég þarf að pissa, ég er svöng, ég þarf að pissa, ég er þreytt, ég þarf að pissa, og ég þarf að pissa aftur" :þ
Annar hápunktur ferðarinnar var að hitta elsku Hönnu Ulriku mína en við kíktum með henni út að borða og á kaffihús á föstudeginum. Við rifjuðum upp gamlar stundir á Grikklandi og er Íslandsheimsókn komin á dagskrá hjá henni, en við Óli erum að hugsa um að lokka hana í heimsókn í sumar og leika við hana í fæðingarorlofinu :D En aðalatriðið og ástæðan fyrir ferðinni voru tónleikarnir á laugardagskvöldinu þegar við héldum í Globen að berja The Eagles augum. Það var ÆÐI!!! Örugglega verið um 12500-13000 manns á tónleikunum og Eagles voru alveg hreint stórkostlegir, þegar þeir spiluðu Hotel California hringdi ég í mömmu og leyfði henni að heyra beina útsendingu, hún var vægast sagt hrifin :D Baby var líka hrifið á tónleiknum og dillaði sér við tónlistina á fullu. Daginn eftir var svo komið að því að halda aftur heim og fórum við beint af flugvellinum í fermingarveislu í Grindarvík hjá henni Elínu Ósk frænku minni, gaman að byrja heimkomuna á því að hitta alla fjölskylduna mína. En svona ykkur að segja þá verð ég að viðurkenna að ég er hálfuppgefin eftir þetta ferðalag og hefði eiginlega þurft smá frí til að jafna mig eftir fríið hahahaha!!!
En á morgun gullin mín erum við að fara í 3D sónar og ég er orðin alveg brjálæðislega spennt að fara með stóru elskunni minni að sjá litlu elskuna mína :D 2 mánuðir síðan við fórum síðast í sónar og núna þá fáum við að skoða miklu meira ÉG GET EKKI BEÐIÐ!!!!!
Smelli inn myndum á babysíðuna á morgun og kannski einni hérna líka.
- Játaði Karen