Miss Ülrich
E-Mail Linkur Gegn ofbeldiHr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lí­sa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
VesturfararAmnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp


Karen


...Mælir með:
Að vera mamma:D

...ER Að LESA:

-The Amazing Maurice and His Educated Rodents eftir Terry Pratchett. Köttur og rottuhópur öðlast skyndilega mikla greind og geta talað. Þau fá í lið með sér strákling sem spilar á flautu og fara að pretta peninga út úr fólki. Bráðskemmtilegt!!
Lilypie 1st Birthday Ticker

Nýlegir póstar

 • It´s facebook...
 • Back to school...
 • What to say, what to say?
 • Restart...
 • X-mas
 • Ages....
 • Here I come...
 • Bloggeddy blogg...
 • Lucky numbers
 • Clever mouse...

 • Eldri póstar

 • febrúar 2004
 • mars 2004
 • apríl 2004
 • maí 2004
 • júní 2004
 • júlí 2004
 • ágúst 2004
 • september 2004
 • október 2004
 • nóvember 2004
 • desember 2004
 • janúar 2005
 • febrúar 2005
 • mars 2005
 • apríl 2005
 • maí 2005
 • júní 2005
 • júlí 2005
 • ágúst 2005
 • september 2005
 • október 2005
 • nóvember 2005
 • desember 2005
 • janúar 2006
 • febrúar 2006
 • mars 2006
 • apríl 2006
 • maí 2006
 • júní 2006
 • júlí 2006
 • ágúst 2006
 • september 2006
 • október 2006
 • nóvember 2006
 • desember 2006
 • janúar 2007
 • febrúar 2007
 • mars 2007
 • apríl 2007
 • maí 2007
 • júní 2007
 • júlí 2007
 • ágúst 2007
 • september 2007
 • október 2007
 • nóvember 2007
 • desember 2007
 • janúar 2008
 • febrúar 2008
 • mars 2008
 • apríl 2008
 • maí 2008
 • júní 2008
 • júlí 2008
 • ágúst 2008
 • september 2008
 • desember 2008
 • janúar 2009
 • mars 2009

 • þriðjudagur, nóvember 30, 2004


  Lonely hearts club!

  Aldrei þessu vant átti ég góðann mánudag í gær, rólegt í vinnunni, rólegt í lærdómi, reyndi að setja upp jólaljós en það gekk eitthvað brösulega en náði samt ekki að ræna góða skapinu mínu. Fór með mömmu að skoða heimsins ósmekklegasta jólaskraut í Europris, en meðal annars var þar stytta af Jólasveininum á kamrinum með brækurnar á hælunum haldandi fyrir nefið. Ef það vekur ekki jólagleðina í hjarta manns þá gerir það ekkert. Svo fór ég á fund hjá Amensty þar sem að við ræddum mannrétindamál fram og aftur og erum að undirbúa okkur í því að leggja okkar að mörkum til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Og svo var það rúsínan í pylsuendanum, hún Soffía rúsína átti boðsmiða á Bridget og bauð yours truly að demba sér með. Mér fannst myndin meiriháttar og langar mig nú enn meir en áður í kærasta, helst Colin Firth! Colin if you are reading this, COME TO MAMA!!!


  Að lokum

  Stelpur og umhyggjusamir kærastar takið eftir
  Lagerútsala á nærfötum í dag milli 17-19 hjá Christel hjallahrauni 10 Hfj!
  Ég frétti af þessu upp í Baðhúsi frá eiganda Christel og það á að vera eitthvað dúndurverð á nærfötum til dæmis dýrasti brjóstahaldarinn á 2000.- Drífum okkur og náum okkur í ný nærföt fyrir jólin ;)

  - Játaði Karen


  mánudagur, nóvember 29, 2004


  Well well well

  Búið að vera mikið að gera, prófin nálgast og ég er komin með vægt hland fyrir hjartað af skelfingu. Jólin líka bráðum að koma og það hins vegar er hið besta mál... allir segja JÓLAFRÍ! Síðasta vika var eins boring og hugsast getur, ég var veik fram á miðvikudag, aftur með gubbupest, þvílíkur vibbi. Vinnan var rosalega erfið og ég á fullu að reyna að klára ritgerðir og verkefni. Ég var að vinna á laugardag en fór svo með Möggu og Pétri Thor að sjá áverkasýninguna hjá Amnesty , mjög áhrifamikil og flott sýning, svo var bara chill um kvöldið og í gær var pönsu-kaffi hjá Röggu og Jólahlaðborð með Baðhúsinu um kvöldið. Það var æðislegt og ég er ekki frá því að fötin mín hafi þrengst eitthvað aðeins í nótt hehe! Annars er lítið skemmtilegt að vera ég þessa dagana, same shit different day. Ég fór seint að sofa í gærkvöldi og er alveg að sofna í vinnunni, ég er alveg á því að það þurfi að lengja helgarnar um einn dag amk, það er ómögulegt að vera meira þreyttur á mánudögum en maður er á föstudögum. Hér í skólanum eru í heimsókn tveir menn frá Malaví í Afríku, úr vinaskóla okkar. Þeir voru að segja okkur sögur sem láta mann sjá þessi verkföll og kvartanir um lélega skóla í soldið öðruvísi ljósi. Í skólanum sem að þeir koma úr eru 1000 börn og 8 kennarar, þeir missa 3-4 kennara í mánuði úr Eyðni en það er stórt vandamál þar eins og annars staðar í Afríku. Þeir ganga hérna um með augu eins og undirskálar og HA! skilti á hausnum og eiga ekki til orð yfir því hvað skólabörn og kennarar hafa það gott á Íslandi. Það er vissulega eitthvað til að vera þakklátur fyrir að hafa fæðst hér með alla þá möguleika sem að við höfum.

  - Játaði Karen


  laugardagur, nóvember 27, 2004


  Allir að mæta!

  Óvenjuleg tískusýning í Iðu, Lækjargötu - gegnt Bernhöftstorfunni

  "Mig langaði til þess að kalla á hjálp, en ég var svo hrædd að ég kom ekki upp orði."
  Úr íslenskum dómi um heimilisofbeldi


  Í dag laugardag, 27. nóvember, klukkan 15.00 mun Amnesty International á Íslandi standa fyrir óvenjulegri tískusýningu, svonefndri "áverkasýningu" í Iðu, Lækjargötu. Þekktar íslenskar konur taka þátt í sýningunni, þær:

  Unnur Ösp Stefánsdóttir,
  Margrét Eir Hjartardóttir,
  Guðrún Gísladóttir,
  Elma Lísa Gunnarsdóttir,
  Laufey Brá Jónsdóttir og
  Katrín Jakobsdóttir.

  Þær koma fram í fötum frá Spútnik og Rögnu Fróða. Meðan sýningarstúlkurnar ganga fram mun kynnir lesa upp úr íslenskum dómsmálum um heimilisofbeldi og sýningarstúlkurnar verða farðaðar eftir áverkalýsingum úr þeim dómsmálum. Þær munu tala í stað kvennanna sem urðu fyrir þessu ofbeldi. Undirspilið verða hljóð sem þolendur heimilisofbeldis þekkja of vel, sírenur, högg og brothljóð.


  Sýningin er haldin sem hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi er stendur yfir frá 25. nóvember til 10. desember.

  Á sýningunni verða áverkar heimilisofbeldis, sem sjaldnast eru sýnilegir, dregnir fram í dagsljósið og brotinn sá þagnarmúr, sem umkringir þetta samfélagsvandamál.


  Verkefnið er skipulagt af Amnesty International á Íslandi (www.amnesty.is).


  Komið og sjáið!

  - Játaði Karen


  laugardagur, nóvember 20, 2004


  Dude where are YOU!

  Af mér er þetta helst að frétta -

  Hef andstyggð af dagvinnunni minni
  Það er alltof mikið að gera í skólanum
  Er búin að vera geðveikt dugleg að mæta í ræktina
  Er samt að tapa í stríðinu við Feitubolluna
  Magga og Pétur Thor eru komin á klakann
  Ég elska snjóinn - Hata frostið
  Jólin eru að koma að NÁ Í MIG
  Er að vinna endalaust eins og alltaf
  DJAMM í kvöld

  Ég er soldið orðin mikið þreytt á vinnu með börnum, var svo búin eftir vinnu í gær að ég heimtaði að sækja Ágúst Smára í leikskólann í hádeginu og fékk hann sofandi í fangið, vonda frænka sem að truflar lúrinn. En ég þurfti nauðsynlega á smá TLC að halda svo að lilli slapp snemma af leikskólanum og var knúsaður og dúllaður í klessu í 4 tíma. Svo þegar ég var búin að knúsa Ágúst Smára þá fór ég og fékk að knúsa Pétur Thor. Við Magga skelltum okkur í Latin Dans í Baðhúsinu hjá henni Andreu og þvílíkt púl og stuð, ég er með harðsperrur alls staðar meira að segja í vöðvum sem ég vissi ekki að ég væri með! Svo er líka ótrúlega hressandi að sveifla á sér mjöðmunum og dilla sér, ódrukkin í þokkabót. Svo endaði kvöldið á frábærum mat hjá Röggu og Sævari, þannig að þessi föstudagur dauðans endaði yndislega.
  Svo er djamm í kvöld, hér eru dæmi um þá áfengu drykki sem við hugumst innbyrða í kvöld: Pina Colada með alvöru kókoshnetumjólk, Pink Lady - hindberjasaft, vodki og rjómi, vodki í hindberjagosi, vodki með vodka með smá vodka út í ;)
  It´ll be GREAT!!
  Ég vona bara að ég fái að vera þunn í friði á morgun og að fríið mitt standi, ætla að liggja á beit og hafa það náðugt.

  - Játaði Karen


  þriðjudagur, nóvember 09, 2004


  Dullswille

  Jæja elskulegu elskurnar mínar, ég hef orðið vör við það að ef ég hef eitthvað ótrúlega mikilvægt að segja og er að rífast yfir misrétti heimsins þá virðist fáir hafa eitthvað um það að segja, hins vegar ef ég blaðra bara um einhver sóðaleg djömm og karlmannsleysi þá er það annað mál. Ég dreg af þessu þá ályktun að ykkur leiðist þetta raus um þessi mikilvægu mál! Well TOUGH ég ætla samt að halda áfram að blogga um þessa hluti því að mér finnst einhver verða að segja eitthvað. Svo hér eru þær skoðanir sem ég ætla að viðra í dag. Nr 1 ég var að heyra það í fréttum að kallinn hann Þórólfur sé búin að segja af sér og við Reykvíkingar förum að fá nýjan borgarstjóra, ég segi Gott mál! Það var það eina rétta í stöðunni. Hins vegar á hann ekki að sitja einn í súpunni, ég vil að allir forstjórarnir sem að stóðu að þessum svikum og þjófnaði verði settir í fangelsi í svona 5 ár amk. En ég vil meira, ég vil að öll olíufélögin lækki bensín verð um helming í 1 ár sem skaðabætur fyrir íslensku þjóðina. Þá væri ég sátt, en ef ég fæ þetta ekki þá ætla ég eingöngu að versla við Esso sem voru þeir einu sem tóku fulla ábyrgð á gjörðum sínum, báðust afsökunar og reyndu ekki að klína sökina á samkeppnisstofnun fyrir að hafa komið upp um sig. Þá er það málefni Nr 2 og trúið mér þetta verðskuldar athygli ykkar og þeir sem að ekki leggja þessu málefni lið eru sálarlaus skrímsli og eru hér með beðnir um að hætta að lesa bloggið mitt. Það er Blátt áfram félag sem berst fyrir því að stöðva kynferðisofbeldi gegn börnum, þeir eru núna með áskorun á heimasíðunni sinni sem að allir eru beðnir um að skrifa undir, þetta er um fyrningar á kynferðisglæpum gegn börnum, þetta skiptir alla máli! Þetta er lítið bréf til ráðherranna sem að þarf að kvitta nafn sitt við. Einnig hvet ég alla til að minnast einnig á í þessu bréfi að þynging refsinga við þessum glæpum er einnig nauðsynleg. Fyrir ykkur sem eruð búin að vera dugleg og lesa allt þetta raus og lofið að skrifa undir áskorunina þá er ég með góðgæti í lokin, en þið hin skulið bara hætta að lesa strax.... já ég meina það!
  Well ég fór ekkert að djamma um helgina en baðaði mig í dýrðarljóma heitu folanna í Þrekhúsinu, man they are hot! Mér gengur ekkert samt að fá neinn þeirra til að vera kærastinn minn en það gæti verið tengt því að ég hef ekki verið með karlmanni svo lengi að ég er farin að stara á þá eins og svangur maður á grillaðan kjúlla og það finnst engum aðlaðandi! Það er búið að lofa mér partýi með heitum single SMIÐUM og ég vona að það verði sem fyrst ;) Svo er elskan hún Magga að koma á klakann og er hún búin að lofa því að nærvera hennar muni draga karlmenn að mér eins og flugur að mykjuskán! Því miður fyrir mig verða þetta allt gaurar sem að eru að reyna að nota mig til að komast nær Möggu þannig að ég veit ekki hvernig það fer hehehe! En svona er lífið búið að ganga hjá mér undanfarið, lítið gert nema vinna, éta, sofa lítið gert af því að læra sem er sorglegt þar sem að ég þarf bráðum að fara að æla upp úr mér ritgerð um karlinn hann Marx! BORING
  Takk fyrir lesturinn
  Yðar vinalegi hverfis róttæklingur


  - Játaði Karen


  laugardagur, nóvember 06, 2004


  Enough Already

  Ég er alveg að missa mig! Konur eru þið ekkert orðnar leiðar á að vera annars flokks fólk, ekki metnar að verðleikum. Eru þið ekki þreyttar á að heyra um kynsystur okkar sem þurfa að lifa við ofbeldi. Eruð þið ekki komnar með ógeð á að heyra að líf kvenna er minna metið en karla. Misréttið hefst í móðurkviði, í mörgum löndum liggja vanfærar konur á bæn og biðja um dreng því að eiginmaðurinn vill son, nýfædd stúlkubörn eru jafnvel skilin eftir í ruslatunnum eins og hvert annað sorp. Í fjölda landa hafa telpur ekki tækifæri á menntun, þeirra hlutskipti í lífinu er að læra að verða góðar eiginkonur og ala syni. Um leið og þær verða gjafvaxta eru þær giftar og alveg niður í 9 ára gamlar og margar þeirra líða skelfilegar kvalir og varanlegt tjón við að fæða börn svona ungar, litli líkaminn þeirra bókstaflega slitnar í sundur þegar þær reyna að koma frá sér börnunum sem að fæðast yfirleitt andvana. Í Íranska réttarkeftinu þarf tvö kvenvitni á móti einu karlvitni. Út um allann heim er nauðgunum beitt eins og vopni í stríði. Ungri stúlku í Kenya var nauðgað hrottalega af 2 breskum hermönnum 1998 þegar hún var á leið heim úr skólanum, hún varð ólétt og eignaðist tvíbura en annar dó, hún og sonur hennar eru útskúfuð úr samfélaginu vegna þess að hún eignaðist barn án þess að vera gift og barnið er "hvítt". Í Níger eru konur sem bíða þess að vera teknar af lífi vegna þess að þær fóru í fóstureyðingu. Fjöldi Roma eða Sígauna kvenna eru þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir á hverju ári í Austur Evrópu. Á árunum 1990 til 2002 í Pakistan voru 1.844 konur myrtar af bræðrum sínum eða föður vegna heiðurs fjölskyldunnar. Ástæðan gat verið eins lítilvæg og að hafa horft á karlmann og þar með gefið í skyn ástarsamband utan hjónabands. Ung lesbísk kona frá Zimbabwe var læst inni og henni nauðgað af eldri manni þar til að hún varð ólétt til að reyna að leiðrétta kynhneigð hennar.(Þessar upplýsingar eru teknar úr bæklingnum It´s in our hands, stop the violence against women það má ná í hann hér) Og við þurfum ekki að fara til útlanda til að finna svona gróf mannréttindabrot á konum, litla Ísland er engin undantekning. Þeir sem að fylgjast með fréttum hafa heyrt um manninn sem var sýknaður af kæru um heimilisofbeldi því að rétturinn taldi að konan hafi boðið upp á misnotkunina. Ung stúlka í Kópavogi var myrt af manninum sínum í vikunni, myrt með börnin sín sofandi í næsta herbergi, ofbeldismenn og kynferðisbrotamenn eru meðhöndlaðir með silkihönskum í íslenska réttarkerfinu. Íslenskar konur eru með mun lægri laun fyrir sömu vinnu en karlpeningurinn, þær stéttir sem innihalda flestar konur eru verst launaðar, samanber ummönnunarstörf. Og ekki má gleyma því að "hetjurnar" í íslensku friðargæslunni kostuðu 2 konur lífið þar af 11 ára gamla telpu með teppakaupum sínum. Sú umræða hefur alveg gleymst, það dóu 2 manneskjur vegna þess að mennirnir tóku óþarfa áhættu og fóru á stað sem þeir höfðu verið ítrekað varaðir við að vera á og eyða þar alltof löngum tíma og til að bæta gráu ofan á svart þá mæta þeir í Shit happens bolunum sínum sem er meira en lítið smekklaust og hámark virðingarleysis fyrir stúlkunum sem að létu lífið. En hey hvers virði er líf tveggja kvenna í samanburði við flott handofið teppi! Teppi sem að var eflaust unnið af litlum börnum í þrælavinnu. Skammist ykkar! Fyrir ykkur sem eruð jafn hneyksluð á þessu og ég þá bendi ég ykkur á friðsamleg mótmæli, sendið blóm á Friðargæsluna eða e-mail kort með blómi ef þið eruð að spara.

  Utanríkisráðuneytið
  c/o íslenska friðargæslan
  Rauðarársstíg 25
  105 Reyjavík.
  E-mail: postur@utn.stjr.is

  Látið kort eða eftirfarandi texta fylgja
  "Með þessum blómum vil ég minnast stúlknanna tveggja sem létu lífið vegna hroka og hégómleika íslensku friðargæsluliðanna í Kabúl nýlega. Megi þær hvíla í friði.

  (undirritað með nafni)"

  Ég vil að lokum þakka Hnakkusi hinum mikla fyrir að opna augu mín fyrir þessu og afmá þar með heilaþvott fjölmiðla. Ég bendi ykkur á síðuna hans ef þið viljið vita meira.

  Konur látum ekki bjóða okkur, systrum okkar, dætrum okkar, mæðrum okkar, frænkum okkar, vinkonum okkar og kynsystrum okkar þetta lengur!
  Látið heyra í ykkur. Það er þögnin sem ógnar okkur mest  - Játaði Karen


  mánudagur, nóvember 01, 2004


  PUKE

  Mánudagur til mæðu! Verkfallið búið í bili, en það virðist verða stutt gaman. Virðist vera bara þessi vika sem verður kennd og svo hefst húllumhæið á nýjan leik. Ég átti verstu helgi lífs míns, það ættu að vera lög gegn því að fólk verði veikt á fríhelgum. Ekki nóg með það að ég var veik, ég var með gubbupest og kastaði upp frá 2 aðfaranótt laugardags og þangað til 9 á laugardagskvöldið. Á tímabili hélt ég að ég væri að deyja og svo stuttu seinna var ég farin að vonast eftir því að ég væri að deyja, þar sem að gubbupest er mesti vibbi sem ég lendi í. Ég er enn ekki búin að ná mér almennilega og er lystarlaus, slöpp og með ógeð. Ekki var á það bætandi en svo neyddist ég til að mæta í sund með börnunum kl 8 í morgun og það fannst mér afspyrnu leiðinlegt, það er klórlykt af mér og það er ekkert gaman. Fyrsti dagur aftur með börnunum og mér LÍÐUR SVO ILLA!! Þau eru svo hávær og óhlýðin, uss uss uss! Kennarar eru líka hrikalega ósáttir og skapvondir og flestum börnunum dauðlangar að skríða heim undir sæng að spila playstation, mörg þeirra eru reyndar byrjuð að koma með yfirlýsingar um hvað þau ætla að hafa það notalegt þegar að verkfall skellur á aftur. Núna er ég búin í bili og ætla að fara að trítla heim og slaka.

  Beygja kreppa sundur saman

  - Játaði Karen